Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar 21. febrúar 2025 11:48 Evrópusambandinu virðist vera ekkert óviðkomandi í okkar daglega lífi. Einfaldlega ekki neitt. Reglufargan þess teygir anga sína víða í samfélagið, allt ofan í smæstu atriði eins og hvort þegnum þessa lands sé treyst fyrir því að skrúfa tappann á drykkjarföngum sínum alla leið af eða ekki. Þingheimur tók fyrir þetta merkilega mál í vikunni þar sem stjórnarflokkarnir hreinlega skildu ekki að stjórnarandstaðan skildi dirfast til að kveða sér hljóðs og reyna að halda uppi upplýstri umræðu um báknið í Brussel sem stendur til að gera okkur hluta að. Tökum þetta litla mál vikunnar út fyrir sviga. Týnum okkur ekki í töppunum. En þetta er algjör birtingarmynd þess hversu langt við þingmenn ætlum að ganga í því að skipta okkur að daglegu lífi landsmanna, hversu langt við ætlum að ganga í að setja á svona dellulög til þess eins að auka kostnað og gera líf þeirra sem hér búa flóknara. Stærra mál er kannski blessaður iPhone-síminn, sem þú lesandi góður ert mögulega að lesa þessa grein í. Samsung-menn og aðra bið ég afsökunar. Staðan er einfaldlega sú að kaupi tveir aðilar sér sitthvorn iPhone-inn í Evrópu annars vegar og Bandaríkjunum hins vegar er ekki að fullu um sama símann að ræða. Í evrópsku útgáfuna vantar gervigreindarforrit og hvers vegna er það? Það er vegna þess að Evrópusambandið er búið að setja tilskipanir og reglugerðir sem útiloka það. Embættismenn og skriffinnskukerfi ESB virðist hreinlega ætla að setja á okkur lög um allt á milli himins og jarðar. Þetta er einfaldlega spurning um frelsi einstaklingsins. Þess vegna saknaði ég þingmanna Viðreisnar mikið í þessari umræðu í vikunni og reyndar líka í öðru frelsismáli um ráðstöfun útvarpsgjaldsins. Flokkurinn sem er svo duglegur að tala um frelsið í kosningabaráttu sést varla nú þegar slík mál eru rædd í þingsal. En, vitaskuld sýni ég vinum mínum í Viðreisn fullan skilning. Þau eru í reipitogi við sig sjálf að reyna að halda á lofti fána frelsisins á sama tíma og stefnan er sett í Evrópusambandið. Stofnunina sem treystir okkur ekki fyrir flöskutöppum eða fullmótuðum símum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Evrópusambandið Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Evrópusambandinu virðist vera ekkert óviðkomandi í okkar daglega lífi. Einfaldlega ekki neitt. Reglufargan þess teygir anga sína víða í samfélagið, allt ofan í smæstu atriði eins og hvort þegnum þessa lands sé treyst fyrir því að skrúfa tappann á drykkjarföngum sínum alla leið af eða ekki. Þingheimur tók fyrir þetta merkilega mál í vikunni þar sem stjórnarflokkarnir hreinlega skildu ekki að stjórnarandstaðan skildi dirfast til að kveða sér hljóðs og reyna að halda uppi upplýstri umræðu um báknið í Brussel sem stendur til að gera okkur hluta að. Tökum þetta litla mál vikunnar út fyrir sviga. Týnum okkur ekki í töppunum. En þetta er algjör birtingarmynd þess hversu langt við þingmenn ætlum að ganga í því að skipta okkur að daglegu lífi landsmanna, hversu langt við ætlum að ganga í að setja á svona dellulög til þess eins að auka kostnað og gera líf þeirra sem hér búa flóknara. Stærra mál er kannski blessaður iPhone-síminn, sem þú lesandi góður ert mögulega að lesa þessa grein í. Samsung-menn og aðra bið ég afsökunar. Staðan er einfaldlega sú að kaupi tveir aðilar sér sitthvorn iPhone-inn í Evrópu annars vegar og Bandaríkjunum hins vegar er ekki að fullu um sama símann að ræða. Í evrópsku útgáfuna vantar gervigreindarforrit og hvers vegna er það? Það er vegna þess að Evrópusambandið er búið að setja tilskipanir og reglugerðir sem útiloka það. Embættismenn og skriffinnskukerfi ESB virðist hreinlega ætla að setja á okkur lög um allt á milli himins og jarðar. Þetta er einfaldlega spurning um frelsi einstaklingsins. Þess vegna saknaði ég þingmanna Viðreisnar mikið í þessari umræðu í vikunni og reyndar líka í öðru frelsismáli um ráðstöfun útvarpsgjaldsins. Flokkurinn sem er svo duglegur að tala um frelsið í kosningabaráttu sést varla nú þegar slík mál eru rædd í þingsal. En, vitaskuld sýni ég vinum mínum í Viðreisn fullan skilning. Þau eru í reipitogi við sig sjálf að reyna að halda á lofti fána frelsisins á sama tíma og stefnan er sett í Evrópusambandið. Stofnunina sem treystir okkur ekki fyrir flöskutöppum eða fullmótuðum símum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun