Af töppum Einar Bárðarson skrifar 24. febrúar 2025 07:04 Nú er kominn til starfa á Alþingi kraftmikill og endurnýjaður hópur þingmanna sem vísast vilja allir hag þjóðarinnar betri en hann var þegar þeir voru kjörnir til starfa. Ekki veitir af einbeitingu og þreki því verkefnin sem við blasa eru ærin. Það þarf þjóðarátak í samgöngum, heilbrigðismálum og skólamálum ef marka mátti umræðuna fyrir og eftir kosningar, að ekki sé minnst á húsnæðismál, aðgengi að lánakjörum á forsendum sem venjulegt fólk ræður við og fjölmargt fleira. Þingheimur einhenti sér í störfin og fyrstu fréttir af húsnæðismálum voru deilur þingflokka Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins um hver ætti að vera í hvaða þingflokksherbergi. Kannski ekki beint það sem kjósendur höfðu í huga. Næsta mál snéri að því hvort þingmaður Viðreisnar þyrfti að fara úr gallabuxunum þegar hann mætti í vinnuna. Varla efst í huga kjósenda þegar gengið var til kosninga. Þá var tekist á um það í fimm klukkutíma í síðustu viku á sama tíma og yfirvofandi var enn eitt kennaraverkfallið, hvort plastappar á einntota drykkjarmálum skyldu að vera áfastir eða ekki. Mitt svar við þeirri spurningu er reyndar afdráttarlaust já! Mannfólkinu er skv. minni reynslu því miður ekki treystandi fyrir lausum toppum á einnota drykkjarvörum. Einn ágætur þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir að hann hefði misst lífsviljann við tilhugsunina um að þurfa að gangast undir þessa kvöð. Ef satt reynist verðum við heldur betur að spýta í lófanna í geðheilbrigðismálum og forvörnum vegna sjálfsvíga sem eru líka grafalvarleg vandamál. Ég hef síðustu ár tekið þátt í því með stórum hópi fólks, að tína rusl úr umhverfinu okkar. Plasttappar er eitt algengasta ruslið sem finnst í umhverfinu okkar samkvæmt Ocean Conservancy. Ekki það að ég þurfi að leita langt yfir skammt til að sannfærast um það sem ég hef séð eigin augum. Fiskar og fuglar eiga til að rugla plasttöppum gjarnan saman við fæðu, sem getur valdið köfnun, meltingarvandamálum eða dauða. Áætlað er að 100-150 milljónir tonna af plasti hafi nú þegar safnast saman í sjónum og um 8 milljónir tonna bætast við árlega. Plasttappar teljast meðal 10 algengustu rusltegundanna. Fólk er kosið á Alþingi til að bæta hag okkar allra. Ekki til þátttöku í ræðukeppnum á borð við Morfís. Flestir á Alþingi enda of gamlir til að skrá sig í slíka keppni. Ég óska öllum þingmönnum velfarnaðar í störfum sínum en nú er kosningabaráttan að baki. Nú þarf að taka á málum sem eru alvöru áskoranir. Sýnið öll, kæru þingmenn - og konur, að ykkur er treystandi til góðra verka og munið að Stóri plokkdagurinn er 27. apríl næstkomandi. Þá skulum við fara saman og tína tappa! Höfundur er plokkari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Bárðarson Alþingi Umhverfismál Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Nú er kominn til starfa á Alþingi kraftmikill og endurnýjaður hópur þingmanna sem vísast vilja allir hag þjóðarinnar betri en hann var þegar þeir voru kjörnir til starfa. Ekki veitir af einbeitingu og þreki því verkefnin sem við blasa eru ærin. Það þarf þjóðarátak í samgöngum, heilbrigðismálum og skólamálum ef marka mátti umræðuna fyrir og eftir kosningar, að ekki sé minnst á húsnæðismál, aðgengi að lánakjörum á forsendum sem venjulegt fólk ræður við og fjölmargt fleira. Þingheimur einhenti sér í störfin og fyrstu fréttir af húsnæðismálum voru deilur þingflokka Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins um hver ætti að vera í hvaða þingflokksherbergi. Kannski ekki beint það sem kjósendur höfðu í huga. Næsta mál snéri að því hvort þingmaður Viðreisnar þyrfti að fara úr gallabuxunum þegar hann mætti í vinnuna. Varla efst í huga kjósenda þegar gengið var til kosninga. Þá var tekist á um það í fimm klukkutíma í síðustu viku á sama tíma og yfirvofandi var enn eitt kennaraverkfallið, hvort plastappar á einntota drykkjarmálum skyldu að vera áfastir eða ekki. Mitt svar við þeirri spurningu er reyndar afdráttarlaust já! Mannfólkinu er skv. minni reynslu því miður ekki treystandi fyrir lausum toppum á einnota drykkjarvörum. Einn ágætur þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir að hann hefði misst lífsviljann við tilhugsunina um að þurfa að gangast undir þessa kvöð. Ef satt reynist verðum við heldur betur að spýta í lófanna í geðheilbrigðismálum og forvörnum vegna sjálfsvíga sem eru líka grafalvarleg vandamál. Ég hef síðustu ár tekið þátt í því með stórum hópi fólks, að tína rusl úr umhverfinu okkar. Plasttappar er eitt algengasta ruslið sem finnst í umhverfinu okkar samkvæmt Ocean Conservancy. Ekki það að ég þurfi að leita langt yfir skammt til að sannfærast um það sem ég hef séð eigin augum. Fiskar og fuglar eiga til að rugla plasttöppum gjarnan saman við fæðu, sem getur valdið köfnun, meltingarvandamálum eða dauða. Áætlað er að 100-150 milljónir tonna af plasti hafi nú þegar safnast saman í sjónum og um 8 milljónir tonna bætast við árlega. Plasttappar teljast meðal 10 algengustu rusltegundanna. Fólk er kosið á Alþingi til að bæta hag okkar allra. Ekki til þátttöku í ræðukeppnum á borð við Morfís. Flestir á Alþingi enda of gamlir til að skrá sig í slíka keppni. Ég óska öllum þingmönnum velfarnaðar í störfum sínum en nú er kosningabaráttan að baki. Nú þarf að taka á málum sem eru alvöru áskoranir. Sýnið öll, kæru þingmenn - og konur, að ykkur er treystandi til góðra verka og munið að Stóri plokkdagurinn er 27. apríl næstkomandi. Þá skulum við fara saman og tína tappa! Höfundur er plokkari.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun