Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. febrúar 2025 06:59 Það fór vel á með forsetunum, þrátt fyrir að þeir nálguðust málið á ólíkan hátt. Getty/Chip Somodevilla Ólík afstaða stjórnvalda í Evrópu annars vegar og Bandaríkjunum hins vegar kom bersýnilega í ljós þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tók á móti Emmanuel Macron Frakklandsforseta í Hvíta húsinu í gær. Trump neitaði að nota orðið „einræðisherra“ um Vladimir Pútín Rússlandsforseta, líkt og hann hefur gert um Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, á blaðamannafundi og gaf þá útskýringu að hann vildi ekki nota orðið í hálfkæringi. Trump hefur gert því skóna að Úkraínumenn hafi mátt sjálfum sér um kenna hvernig komið er fyrir þeim en Macron var mjög afdráttarlaus þegar hann sagði Rússa árásaraðilann. Þá leiðrétti hann Trump vinsamlega þegar Trump fullyrti að Evrópa fengi fjárhagsaðstoð sína til Úkraínu endurgreidda. „Nei, í fullri hreinskilni, þá borguðum við,“ sagði Macron vinsamlega. Það sama ætti við um Evrópu eins og Bandaríkin; aðstoðin hefði verið blanda af styrkjum, lánum og lánatryggingum. „Ef þú heldur það þá er það allt í lagi,“ svaraði Trump brosandi. Samskipti Trump og Macron virtust vinaleg og þeir tókust ítrekað í hendur og töluðu innilega hvor um annan. Báðir sögðu í gær mögulegt að vopnahlé gæti komist á á næstu vikum og þá fullyrti Trump að Pútín hefði samþykkt viðveru evrópskra friðargæsluliða í Úkraínu. Trump virðist hins vegar enn ákveðinn í því að ná fram hagfelldum samningum við Úkraínu samhliða friðarviðræðunum og sagði samkomulag innan seilingar um náttúruauðlindir til handa Bandaríkjunum. Macron ítrekaði að friður mætti ekki kosta Úkraínu uppgjöf eða sjálfræði. Þá væri ekki hægt að koma á vopnahléi nema með öryggistryggingum. Forsetinn sagði mikilvægt að semja um frið en á sama tíma þyrfti samkomulagið að vera skothelt. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, er væntanlegur til Washington á fimmtudag. Bandaríkin Úkraína Frakkland Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Donald Trump Hernaður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Trump neitaði að nota orðið „einræðisherra“ um Vladimir Pútín Rússlandsforseta, líkt og hann hefur gert um Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, á blaðamannafundi og gaf þá útskýringu að hann vildi ekki nota orðið í hálfkæringi. Trump hefur gert því skóna að Úkraínumenn hafi mátt sjálfum sér um kenna hvernig komið er fyrir þeim en Macron var mjög afdráttarlaus þegar hann sagði Rússa árásaraðilann. Þá leiðrétti hann Trump vinsamlega þegar Trump fullyrti að Evrópa fengi fjárhagsaðstoð sína til Úkraínu endurgreidda. „Nei, í fullri hreinskilni, þá borguðum við,“ sagði Macron vinsamlega. Það sama ætti við um Evrópu eins og Bandaríkin; aðstoðin hefði verið blanda af styrkjum, lánum og lánatryggingum. „Ef þú heldur það þá er það allt í lagi,“ svaraði Trump brosandi. Samskipti Trump og Macron virtust vinaleg og þeir tókust ítrekað í hendur og töluðu innilega hvor um annan. Báðir sögðu í gær mögulegt að vopnahlé gæti komist á á næstu vikum og þá fullyrti Trump að Pútín hefði samþykkt viðveru evrópskra friðargæsluliða í Úkraínu. Trump virðist hins vegar enn ákveðinn í því að ná fram hagfelldum samningum við Úkraínu samhliða friðarviðræðunum og sagði samkomulag innan seilingar um náttúruauðlindir til handa Bandaríkjunum. Macron ítrekaði að friður mætti ekki kosta Úkraínu uppgjöf eða sjálfræði. Þá væri ekki hægt að koma á vopnahléi nema með öryggistryggingum. Forsetinn sagði mikilvægt að semja um frið en á sama tíma þyrfti samkomulagið að vera skothelt. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, er væntanlegur til Washington á fimmtudag.
Bandaríkin Úkraína Frakkland Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Donald Trump Hernaður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira