Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2025 21:09 Fjölnismenn lifa enn í voninni um að ná að halda sér í deildinni. Vísir/Diego Fjölnir og ÍR, tvö neðstu lið Olís deildar karla í handbolta, eru ekki búin að syngja sitt síðasta í fallbaráttunni. Bæði botnliðin fögnuðu nefnilega langþráðum sigrum í kvöld. Fjölnir vann Gróttu á útivelli en ÍR-ingar fögnuðu sigri á móti HK. Fjölnir vann fjögurra marka sigur á Gróttu á Seltjarnarnesi, 35-31, eftir að hafa verið 17-13 yfir í hálfleik. Þetta var fyrsti sigur Fjölnismanna síðan 25. október en þeir voru búnir að tapa tíu deildarleikjum í röð. Björgvin Páll Rúnarsson skoraði átta mörk fyrir Fjölni og þeir Elvar Þór Ólafsson og Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson voru báðir með sjö mörk. Jón Ómar Gíslason skoraði sjö mörk fyrir Gróttu. ÍR-ingar unnu þriggja marka sigur á HK, 32-29, á heimavelli sínum en ÍR var 14-11 yfir í hálfleik. ÍR var búið að tapa fimm deildarleikjum í röð og hafði ekki fagnað sigri í deildinni síðan 28. nóvember. Baldur Fritz Bjarnason var með 12 mörk og sex stoðsendingar fyrir ÍR í kvöld og Bernard Kristján Darkoh skoraði níu mörk. Hjörtur Ingi Halldórsson var markahæstur hjá HK með sex mörk. ÍR er nú með jafnmörg stig og Grótta en Fjölnir er síðan tveimur stigum á eftir í neðsta sæti deildarinnar. KA og ÍBV gerðu 31-31 jafntefli á Akureyri en KA-menn voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 19-17. KA náði að enda tveggja leikja taphrinu en tókst ekki að vinna sinn fyrsta sigur síðan 9. febrúar. Ott Varik skoraði jöfnunarmarkið og Bruno Bernat varði svo lokaskot Eyjamanna. Dagur Árni Heimisson skoraði tíu mörk fyrir KA í kvöld og Patrekur Stefánsson var með átta mörk. Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði átta mörk fyrir ÍBV og Sveinn Jose Rivera var með sjö mörk. Olís-deild karla ÍR Fjölnir Grótta ÍBV KA HK Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Bæði botnliðin fögnuðu nefnilega langþráðum sigrum í kvöld. Fjölnir vann Gróttu á útivelli en ÍR-ingar fögnuðu sigri á móti HK. Fjölnir vann fjögurra marka sigur á Gróttu á Seltjarnarnesi, 35-31, eftir að hafa verið 17-13 yfir í hálfleik. Þetta var fyrsti sigur Fjölnismanna síðan 25. október en þeir voru búnir að tapa tíu deildarleikjum í röð. Björgvin Páll Rúnarsson skoraði átta mörk fyrir Fjölni og þeir Elvar Þór Ólafsson og Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson voru báðir með sjö mörk. Jón Ómar Gíslason skoraði sjö mörk fyrir Gróttu. ÍR-ingar unnu þriggja marka sigur á HK, 32-29, á heimavelli sínum en ÍR var 14-11 yfir í hálfleik. ÍR var búið að tapa fimm deildarleikjum í röð og hafði ekki fagnað sigri í deildinni síðan 28. nóvember. Baldur Fritz Bjarnason var með 12 mörk og sex stoðsendingar fyrir ÍR í kvöld og Bernard Kristján Darkoh skoraði níu mörk. Hjörtur Ingi Halldórsson var markahæstur hjá HK með sex mörk. ÍR er nú með jafnmörg stig og Grótta en Fjölnir er síðan tveimur stigum á eftir í neðsta sæti deildarinnar. KA og ÍBV gerðu 31-31 jafntefli á Akureyri en KA-menn voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 19-17. KA náði að enda tveggja leikja taphrinu en tókst ekki að vinna sinn fyrsta sigur síðan 9. febrúar. Ott Varik skoraði jöfnunarmarkið og Bruno Bernat varði svo lokaskot Eyjamanna. Dagur Árni Heimisson skoraði tíu mörk fyrir KA í kvöld og Patrekur Stefánsson var með átta mörk. Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði átta mörk fyrir ÍBV og Sveinn Jose Rivera var með sjö mörk.
Olís-deild karla ÍR Fjölnir Grótta ÍBV KA HK Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira