Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Árni Sæberg skrifar 7. mars 2025 17:03 Margrét Anna Einarsdóttir er stofnandi og forstjóri Justikal. Vísir/Vilhelm Forstjóri Justikal, sem býður upp á rafrænar lausnir í tengslum við dómsmál, furðar sig á niðurstöðu Hæstaréttar um að rafræn undirskrift á stefnu dugi ekki til. Nauðsynlegt sé að breyta réttarfarslögum tafarlaust. Hæstiréttur staðfesti á dögunum niðurstöðu bæði héraðsdóms og Landsréttar um að stefna hefði ekki verið birt manni réttilega, þrátt fyrir að hann hefði undirritað stefnuna með rafrænum hætti. Margrét Anna Einarsdóttir, forstjóri og stofnandi Justikal, sem á lausnina sem gerir rafrænar stefnubirtingar mögulegar, segir í samtali við Vísi að hún furði sig á niðurstöðu málsins. Hæstiréttur hafi meðal annars vísað til eldri dóma réttarins, hverra niðurstöður voru að stefnur skildu afhentar á pappír, sem féllu fyrir innleiðingu eIDAS löggjafarinnar í íslenskan rétt. Löggjöfin heimili einmitt hinar ýmsu rafrænu traustþjónustur. Lausnir Justikal hafi innleitt traustþjónustur í samræmi við eIDAS reglugerðina. Löggjöfin var innleidd hér á landi árið 2019. „Tímarnir breytast og eftir að þessi dómafordæmi koma, erum við einfaldlega komin með löggjöf sem styður tækni sem gerir þetta með mjög öruggum hætti. Þar af leiðandi hélt ég dómarar Hæstaréttar myndu ef til vill endurspegla þennan breytta veruleika sem við lifum við í dag. En þeir telja að það þurfi lagabreytingu. Við virðum að sjálfsögðu niðurstöðu réttarins og við höfum látið okkar notendur að þjónustunni vita að það er ekki hægt að nota hana til að birta stefnu með stafrænum hætti. Þá er það bara næst að fara tafarlaust í lagabreytingu og tala fyrir henni.“ Börnin þurfi ekki að sjá stefnuvott koma í heimsókn Margrét Anna segir að Justikal hafi þegar óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra með það fyrir stafni að fá réttarfarslögum breytt. Hugsa þurfi um það hvernig hægt sé að nýta tæknina til að tryggja réttaröryggi. Hægt sé að gera hlutina með betri og öruggari hætti með hjálp tækninnar heldur en áður þekktist með pappír. Farið er ítarlega yfir tæknina og dóm Hæstaréttar í pistli Margrétar Önnu á vef Justikal. „Við erum líka að gæta meira að persónuvernd hjá einstaklingum sem eru að fá birtar stefnur. Þetta eru oft mjög viðkvæm mál. Það getur verið mjög erfitt ef einhver kemur í heimsókn um kvöldmatarleytið, til dæmis í blokk, og nágrannarnir vita alveg hvert tilefnið er. Sömuleiðis með börnin á heimilinu, foreldrar reyna að verja börnin fyrir hlutum sem þau eiga ekkert að hafa áhyggjur af á þeim tíma. Með því að gera þetta með stafrænum hætti getum við tryggt persónuvernd með miklu betri hætti.“ Greiða þurfi leið lausna sem öllum líki betur Þegar hafi verið komin ágætisreynsla á birtingar stefna með stafrænum hætti, fyrir dóm Hæstaréttar, og allir hlutaðeigandi hafi verið ánægðir með lausnina. Þeir sem fá stefnur hafi verið ánægðir, af þeim ástæðum sem raktar eru að framan, og þeir sem stefna hafi verið ánægðir með aukinn hraða og skilvirkni. Þá sé stafræn birting ódýrari leið en að senda stefnuvott með stefnu á pappír. „Í rauninni ef við erum að gera þetta skilvirkara, öruggara, hraðara og þægilegra fyrir alla á markaðnum, þá eigum við náttúrulega að greiða leið fyrir svoleiðis lausnum,“ segir Margrét Anna. Tækni Upplýsingatækni Dómstólar Dómsmál Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti á dögunum niðurstöðu bæði héraðsdóms og Landsréttar um að stefna hefði ekki verið birt manni réttilega, þrátt fyrir að hann hefði undirritað stefnuna með rafrænum hætti. Margrét Anna Einarsdóttir, forstjóri og stofnandi Justikal, sem á lausnina sem gerir rafrænar stefnubirtingar mögulegar, segir í samtali við Vísi að hún furði sig á niðurstöðu málsins. Hæstiréttur hafi meðal annars vísað til eldri dóma réttarins, hverra niðurstöður voru að stefnur skildu afhentar á pappír, sem féllu fyrir innleiðingu eIDAS löggjafarinnar í íslenskan rétt. Löggjöfin heimili einmitt hinar ýmsu rafrænu traustþjónustur. Lausnir Justikal hafi innleitt traustþjónustur í samræmi við eIDAS reglugerðina. Löggjöfin var innleidd hér á landi árið 2019. „Tímarnir breytast og eftir að þessi dómafordæmi koma, erum við einfaldlega komin með löggjöf sem styður tækni sem gerir þetta með mjög öruggum hætti. Þar af leiðandi hélt ég dómarar Hæstaréttar myndu ef til vill endurspegla þennan breytta veruleika sem við lifum við í dag. En þeir telja að það þurfi lagabreytingu. Við virðum að sjálfsögðu niðurstöðu réttarins og við höfum látið okkar notendur að þjónustunni vita að það er ekki hægt að nota hana til að birta stefnu með stafrænum hætti. Þá er það bara næst að fara tafarlaust í lagabreytingu og tala fyrir henni.“ Börnin þurfi ekki að sjá stefnuvott koma í heimsókn Margrét Anna segir að Justikal hafi þegar óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra með það fyrir stafni að fá réttarfarslögum breytt. Hugsa þurfi um það hvernig hægt sé að nýta tæknina til að tryggja réttaröryggi. Hægt sé að gera hlutina með betri og öruggari hætti með hjálp tækninnar heldur en áður þekktist með pappír. Farið er ítarlega yfir tæknina og dóm Hæstaréttar í pistli Margrétar Önnu á vef Justikal. „Við erum líka að gæta meira að persónuvernd hjá einstaklingum sem eru að fá birtar stefnur. Þetta eru oft mjög viðkvæm mál. Það getur verið mjög erfitt ef einhver kemur í heimsókn um kvöldmatarleytið, til dæmis í blokk, og nágrannarnir vita alveg hvert tilefnið er. Sömuleiðis með börnin á heimilinu, foreldrar reyna að verja börnin fyrir hlutum sem þau eiga ekkert að hafa áhyggjur af á þeim tíma. Með því að gera þetta með stafrænum hætti getum við tryggt persónuvernd með miklu betri hætti.“ Greiða þurfi leið lausna sem öllum líki betur Þegar hafi verið komin ágætisreynsla á birtingar stefna með stafrænum hætti, fyrir dóm Hæstaréttar, og allir hlutaðeigandi hafi verið ánægðir með lausnina. Þeir sem fá stefnur hafi verið ánægðir, af þeim ástæðum sem raktar eru að framan, og þeir sem stefna hafi verið ánægðir með aukinn hraða og skilvirkni. Þá sé stafræn birting ódýrari leið en að senda stefnuvott með stefnu á pappír. „Í rauninni ef við erum að gera þetta skilvirkara, öruggara, hraðara og þægilegra fyrir alla á markaðnum, þá eigum við náttúrulega að greiða leið fyrir svoleiðis lausnum,“ segir Margrét Anna.
Tækni Upplýsingatækni Dómstólar Dómsmál Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Sjá meira