Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar 14. mars 2025 18:02 Fyrir okkur sem nærumst á góðum vísindaskáldsögum eru atburðir á alþjóðlega sviðinu í takt við áhugaverða, en ógnvænlega, distópíu. Stjórnvöld vestanhafs blása í allskonar stríðslúðra sem eru að valda miklum skaða fyrir aðrar þjóðir en ekki síst fyrir innviði, vísindastofnanir, fyrirtæki og almenning í Bandaríkjunum sjálfum. Þótt það sé strax sýnilegt að sárin verða djúp og lengi að gróa, þá er mikilvægt að muna að samfélög manna hafa tekið allskonar snúninga á fasisma, rasisma og öðrum ömurlegum „ismum“ í gegnum söguna og ég veit að við sem alþjóðlegt samfélag munum finna leiðina til baka á ný. Besta aðferðin til að finna leiðina er að vernda ljósið sem lýsir hana upp. Það ljós er upplýst samfélag þar sem vísindaleg þekking, mannúð og menning eru meginviðmið. Samfélag þar sem virðing er borin fyrir mennsku og vísindum og flestir eru meðvitaðir um að þekking þarf að byggja á staðreyndum og aðgerðir eiga ekki að byggja á fordómum og fáfræði. Ísland og ljósið Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi ljós. Ég finn mikinn vilja í okkar upplýsta samfélagi til að vernda það með öllum tiltækum ráðum. Við fullorðna fólkið og börnin á heimilinu hlustum reglulega á hið fallega lokalag krakkaskaupsins 2024, Skínum skært. Börnin vita sínu viti. Er það mín heitasta ósk að þau sem nú eru börn fái að alast upp í samfélagi sem er mótað af virðingu fyrir fólki og vistkerfum, vísindalegri hugsun og upplýstum ákvörðunum. Vopnin Við hvað erum við að berjast og hvernig eigum við að verjast? Ég hef ekki fullkomið svar við þessari spurningu en það má kannski benda á hið augljósa. Í öllum löndum eru öfl sem vinna markvisst að því að skapa ótta og óvissu sem hægt er að nýta til að stýra samfélögum. Það er nánast fáránlegt hvað þetta er að virka vel í Bandaríkjunum. Samfélagsmiðlar og sumir fjölmiðlar sem byggja tilvist sína á æsifréttamennsku eru byssan. Byssukúlurnar eru upplýsingaóreiðan og lygarnar. Skotið er fast að góðum gildum og í viðkvæman jarðveginn er sáð fræjum ótta, óvissu og haturs svo hægt sé að stýra fólki, oft í átt að eigin eyðileggingu. Því miður er það svo að sannleikur og staðreyndir hafa orðið sífellt bitlausari í baráttu við upplýsingaóreiðu, skautun og æsifréttamenningu. Við þurfum að brýna baráttu okkar gegn þessari þróun með því að vera vel upplýst og tryggja góða menntun og gagnrýna hugsun. Við þurfum að vernda góð samfélagsleg gildi, vísindalega nálgun og tryggja að ekki sé grafið markvisst undan trausti á kerfum og stofnunum líkt og raungerst hefur í Bandaríkjunum. Við þurfum hugrekki til að vera leiðandi ljós. Sérstök hvatning til fjölmiðlafólks Fjölmiðar hafa veigamikið hlutverk við að draga úr upplýsingaóreiðu en þeir geta líka átt í hættu á að auka hana. Í nútímasamkeppni um athygli fólks er beitt ýmsum ráðum á borð við smellibeitur, krassandi fyrirsagnir sem segja oft lítið um innihald fréttarinnar. Má merkja minnkandi áherslur á sannleiksgildi frétta til að auka líkur á að einstaklingar gefi fréttinni gaum, jafnvel smellir við „líkar við“. Þótt fjölmiðlar eigi að veita öllum aðhald, ekki síst stjórnvöldum og stofnunum, er nauðsynlegt að umfjöllun sé bæði rétt og sanngjörn. Það er afar auðvelt fyrir fjölmiðla að ýta undir upplýsingaóreiðu og auka vantraust fólks á okkar samfélagslegu kerfi og stofnanir sem eru með það hlutverk að standa vörð um okkar samfélag. Það er ekki að ástæðulausu sem fjölmiðlar eru kallaðir fjórða valdið því þessum völdum fylgir mikil ábyrgð. Ég vil því senda sérstök hvatningarorð til fólks sem sinnir mikilvægum störfum við ólíka fjölmiðla. Ég vil hvetja ykkur sem starfið í fjölmiðlum til dáða í baráttu gegn upplýsingaóreiðu. Ég vil hvetja ykkur til öflugrar blaðamennsku og réttmætrar gagnrýni en forðast að beita hálfsannleik með það að markmiði að veiða athygli lesenda, oft á kostnað réttra upplýsinga. Ég vil hvetja ykkur til að halda í (eða næla í) góða vísindablaðamenn sem ég hef lært að meta mikils. Þið getið haft afgerandi áhrif til að halda ljósinu lifandi og lýsa okkur fram á veginn. Og, þótt fjölmiðlar hafi veigamikið hlutverk þá er ábyrgðin okkar allra og saman getum við gert Ísland að leiðandi ljósi í nútímaheimi. Höfundur er sviðsstjóri á Umhverfissviði Hafrannsóknastofnunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Bandaríkin Hafrannsóknastofnun Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Fyrir okkur sem nærumst á góðum vísindaskáldsögum eru atburðir á alþjóðlega sviðinu í takt við áhugaverða, en ógnvænlega, distópíu. Stjórnvöld vestanhafs blása í allskonar stríðslúðra sem eru að valda miklum skaða fyrir aðrar þjóðir en ekki síst fyrir innviði, vísindastofnanir, fyrirtæki og almenning í Bandaríkjunum sjálfum. Þótt það sé strax sýnilegt að sárin verða djúp og lengi að gróa, þá er mikilvægt að muna að samfélög manna hafa tekið allskonar snúninga á fasisma, rasisma og öðrum ömurlegum „ismum“ í gegnum söguna og ég veit að við sem alþjóðlegt samfélag munum finna leiðina til baka á ný. Besta aðferðin til að finna leiðina er að vernda ljósið sem lýsir hana upp. Það ljós er upplýst samfélag þar sem vísindaleg þekking, mannúð og menning eru meginviðmið. Samfélag þar sem virðing er borin fyrir mennsku og vísindum og flestir eru meðvitaðir um að þekking þarf að byggja á staðreyndum og aðgerðir eiga ekki að byggja á fordómum og fáfræði. Ísland og ljósið Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi ljós. Ég finn mikinn vilja í okkar upplýsta samfélagi til að vernda það með öllum tiltækum ráðum. Við fullorðna fólkið og börnin á heimilinu hlustum reglulega á hið fallega lokalag krakkaskaupsins 2024, Skínum skært. Börnin vita sínu viti. Er það mín heitasta ósk að þau sem nú eru börn fái að alast upp í samfélagi sem er mótað af virðingu fyrir fólki og vistkerfum, vísindalegri hugsun og upplýstum ákvörðunum. Vopnin Við hvað erum við að berjast og hvernig eigum við að verjast? Ég hef ekki fullkomið svar við þessari spurningu en það má kannski benda á hið augljósa. Í öllum löndum eru öfl sem vinna markvisst að því að skapa ótta og óvissu sem hægt er að nýta til að stýra samfélögum. Það er nánast fáránlegt hvað þetta er að virka vel í Bandaríkjunum. Samfélagsmiðlar og sumir fjölmiðlar sem byggja tilvist sína á æsifréttamennsku eru byssan. Byssukúlurnar eru upplýsingaóreiðan og lygarnar. Skotið er fast að góðum gildum og í viðkvæman jarðveginn er sáð fræjum ótta, óvissu og haturs svo hægt sé að stýra fólki, oft í átt að eigin eyðileggingu. Því miður er það svo að sannleikur og staðreyndir hafa orðið sífellt bitlausari í baráttu við upplýsingaóreiðu, skautun og æsifréttamenningu. Við þurfum að brýna baráttu okkar gegn þessari þróun með því að vera vel upplýst og tryggja góða menntun og gagnrýna hugsun. Við þurfum að vernda góð samfélagsleg gildi, vísindalega nálgun og tryggja að ekki sé grafið markvisst undan trausti á kerfum og stofnunum líkt og raungerst hefur í Bandaríkjunum. Við þurfum hugrekki til að vera leiðandi ljós. Sérstök hvatning til fjölmiðlafólks Fjölmiðar hafa veigamikið hlutverk við að draga úr upplýsingaóreiðu en þeir geta líka átt í hættu á að auka hana. Í nútímasamkeppni um athygli fólks er beitt ýmsum ráðum á borð við smellibeitur, krassandi fyrirsagnir sem segja oft lítið um innihald fréttarinnar. Má merkja minnkandi áherslur á sannleiksgildi frétta til að auka líkur á að einstaklingar gefi fréttinni gaum, jafnvel smellir við „líkar við“. Þótt fjölmiðlar eigi að veita öllum aðhald, ekki síst stjórnvöldum og stofnunum, er nauðsynlegt að umfjöllun sé bæði rétt og sanngjörn. Það er afar auðvelt fyrir fjölmiðla að ýta undir upplýsingaóreiðu og auka vantraust fólks á okkar samfélagslegu kerfi og stofnanir sem eru með það hlutverk að standa vörð um okkar samfélag. Það er ekki að ástæðulausu sem fjölmiðlar eru kallaðir fjórða valdið því þessum völdum fylgir mikil ábyrgð. Ég vil því senda sérstök hvatningarorð til fólks sem sinnir mikilvægum störfum við ólíka fjölmiðla. Ég vil hvetja ykkur sem starfið í fjölmiðlum til dáða í baráttu gegn upplýsingaóreiðu. Ég vil hvetja ykkur til öflugrar blaðamennsku og réttmætrar gagnrýni en forðast að beita hálfsannleik með það að markmiði að veiða athygli lesenda, oft á kostnað réttra upplýsinga. Ég vil hvetja ykkur til að halda í (eða næla í) góða vísindablaðamenn sem ég hef lært að meta mikils. Þið getið haft afgerandi áhrif til að halda ljósinu lifandi og lýsa okkur fram á veginn. Og, þótt fjölmiðlar hafi veigamikið hlutverk þá er ábyrgðin okkar allra og saman getum við gert Ísland að leiðandi ljósi í nútímaheimi. Höfundur er sviðsstjóri á Umhverfissviði Hafrannsóknastofnunnar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun