Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar 18. mars 2025 09:31 „...ég hef sjálf gengið í gegnum rasisma og það er bara mjög óþægilegt og ógeðslegt. Mér finnst að það eigi að koma fram við öll börn alveg eins, sama hvaðan þau koma.“ Þetta er hluti af svari unglingsstúlku við spurningunni „hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli?“ Haustið 2024 auglýsti Reykjavíkurborg eftir ungmennum af erlendum uppruna sem vildu verða leiðtogar framtíðarinnar. Verkefnið kallaðist Ungir leiðtogar og hlaut styrk frá Evrópuráðinu. Hugmyndin fólst í því að skapa vettvang fyrir nokkra áhugasama krakka til hittast vikulega, læra um mannréttindi og lýðræði og öðlast aukið sjálfstraust. Við báðum unglingana um að svara því hvers vegna skoðanir þeirra skipta máli. Svörin voru jafn ólík og krakkarnir sjálfir, en eitt voru þau öll sammála um: börn og unglingar af erlendum uppruna mæta miklum fordómum og við verðum öll að leggjast á eitt til að bregðast við því. Yfir 20% íbúa í Reykjavík eru af erlendum uppruna. Fjölmenningarlegt samfélag kallar á breyttar áherslur, m.a. í skólakerfinu og í skipulögðu frístundastarfi. Ungu leiðtogarnir okkar eru mjög fjölbreyttur hópur. Sum þeirra hafa aðeins búið á Íslandi í nokkra mánuði á meðan önnur eru fædd hér á landi en eiga foreldra sem komu hingað sem innflytjendur fyrir að verða tveimur áratugum síðan. Þrátt fyrir að hafa alist upp á Íslandi upplifa þau sig oft utanveltu. Þau mæta öðrum áskorunum í daglegu lífi en jafnaldrar þeirra sem eiga ekki annað móðurmál, siði og menningu. Ungmenni af erlendum uppruna eru stór partur af íslensku samfélagi. Þau búa yfir fjölbreyttum hæfileikum og frjóu hugmyndaflugi, en þurfa tækifæri til að láta ljós sitt skína, líkt og öll börn. Ein þeirra fjölmörgu hugmynda sem komu upp á fundum hópsins var að árlega verði haldin mannréttindavika í grunnskólum borgarinnar þar sem nemendur kynnist alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og læri um fordóma og hatursorðræðu. Það er mikilvægt að hafa þennan hóp með í ráðum og hvetja þau til að tjá sig um málefni sem þau snerta. Alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti er 21. mars og hefur vikan í kringum daginn verið nefnd Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti. Í þessari viku koma þúsundir manns saman víða um álfuna og sameinast í baráttunni gegn kynþáttafordómum. Við erum að upplifa ákveðið bakslag í réttindabaráttunni hér á landi líkt og víða í heiminum. Nú er því kjörið tækifæri til að minna öll á að taka afstöðu gegn fordómum. Höfundur er lögfræðingur á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar. Greinin er birt í tilefni af Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynþáttafordómar Innflytjendamál Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
„...ég hef sjálf gengið í gegnum rasisma og það er bara mjög óþægilegt og ógeðslegt. Mér finnst að það eigi að koma fram við öll börn alveg eins, sama hvaðan þau koma.“ Þetta er hluti af svari unglingsstúlku við spurningunni „hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli?“ Haustið 2024 auglýsti Reykjavíkurborg eftir ungmennum af erlendum uppruna sem vildu verða leiðtogar framtíðarinnar. Verkefnið kallaðist Ungir leiðtogar og hlaut styrk frá Evrópuráðinu. Hugmyndin fólst í því að skapa vettvang fyrir nokkra áhugasama krakka til hittast vikulega, læra um mannréttindi og lýðræði og öðlast aukið sjálfstraust. Við báðum unglingana um að svara því hvers vegna skoðanir þeirra skipta máli. Svörin voru jafn ólík og krakkarnir sjálfir, en eitt voru þau öll sammála um: börn og unglingar af erlendum uppruna mæta miklum fordómum og við verðum öll að leggjast á eitt til að bregðast við því. Yfir 20% íbúa í Reykjavík eru af erlendum uppruna. Fjölmenningarlegt samfélag kallar á breyttar áherslur, m.a. í skólakerfinu og í skipulögðu frístundastarfi. Ungu leiðtogarnir okkar eru mjög fjölbreyttur hópur. Sum þeirra hafa aðeins búið á Íslandi í nokkra mánuði á meðan önnur eru fædd hér á landi en eiga foreldra sem komu hingað sem innflytjendur fyrir að verða tveimur áratugum síðan. Þrátt fyrir að hafa alist upp á Íslandi upplifa þau sig oft utanveltu. Þau mæta öðrum áskorunum í daglegu lífi en jafnaldrar þeirra sem eiga ekki annað móðurmál, siði og menningu. Ungmenni af erlendum uppruna eru stór partur af íslensku samfélagi. Þau búa yfir fjölbreyttum hæfileikum og frjóu hugmyndaflugi, en þurfa tækifæri til að láta ljós sitt skína, líkt og öll börn. Ein þeirra fjölmörgu hugmynda sem komu upp á fundum hópsins var að árlega verði haldin mannréttindavika í grunnskólum borgarinnar þar sem nemendur kynnist alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og læri um fordóma og hatursorðræðu. Það er mikilvægt að hafa þennan hóp með í ráðum og hvetja þau til að tjá sig um málefni sem þau snerta. Alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti er 21. mars og hefur vikan í kringum daginn verið nefnd Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti. Í þessari viku koma þúsundir manns saman víða um álfuna og sameinast í baráttunni gegn kynþáttafordómum. Við erum að upplifa ákveðið bakslag í réttindabaráttunni hér á landi líkt og víða í heiminum. Nú er því kjörið tækifæri til að minna öll á að taka afstöðu gegn fordómum. Höfundur er lögfræðingur á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar. Greinin er birt í tilefni af Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun