Á leið til Noregs og Svíþjóðar Atli Ísleifsson skrifar 19. mars 2025 11:22 Forsetahjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason. Halla Tómasdóttir forseti hefur þegið boð um ríkisheimsóknir til Noregs og Svíþjóðar í vor. Markmið beggja heimsókna er að styrkja enn frekar söguleg tengsl þjóðanna og vinna að sameiginlegum hagsmunum. Í tilkynningu frá skrifstofu embættis forseta Íslands segir að hefð sé fyrir því að norrænir þjóðhöfðingjar fari í sínar fyrstu ríkisheimsóknir eftir embættistöku milli Norðurlanda enda náið samstarf meðal þjóðanna. „Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning bjóða forsetahjónum til heimsóknar dagana 8.–10. apríl og verður farið bæði til Óslóar og til Þrándheims, en Hákon krónprins fylgir forsetahjónum þangað. Í Noregi verður horft til sameiginlegrar menningarsögu þjóðanna með áherslu á bókmenntir. Auk þess verða skoðuð tækifæri til aukins samstarfs bæði í græna hagkerfinu og bláa hagkerfinu, þ.e. á sviði orkumála og sjávarútvegs. Öryggis- og varnarmál verða til umræðu en einnig verður lögð áhersla á leiðir til að stuðla að bættri andlegri heilsu í samfélaginu,“ segir í tilkynningunni. Til Svíþjóðar í maí Þá segir að Karl XVI. Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning hafi boðið forsetahjónum til Stokkhólms dagana 6. til 8. maí. „Í heimsókninni verða meðal annars skoðuð tækifæri til frekara samstarfs á sviði líftækni og heilbrigðisþjónustu. Þá verður litið til þess að dýpka samskipti Íslands og Svíþjóðar á sviði skapandi greina með áherslu á sjónvarps- og kvikmyndagerð. Öryggis- og varnarmál verða einnig til umræðu, einkum með hliðsjón af nýlegri aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu og viðnámsþoli þjóðanna andspænis fjölþáttaógnum. Forsetahjónum fylgir opinber sendinefnd en auk þess verða með í för viðskiptasendinefndir á vegum Íslandsstofu. Nánar verður greint frá dagskrá heimsóknanna þegar nær dregur,“ segir í tilkynningunni. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Svíþjóð Noregur Kóngafólk Karl Gústaf XVI Svíakonungur Haraldur V Noregskonungur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Í tilkynningu frá skrifstofu embættis forseta Íslands segir að hefð sé fyrir því að norrænir þjóðhöfðingjar fari í sínar fyrstu ríkisheimsóknir eftir embættistöku milli Norðurlanda enda náið samstarf meðal þjóðanna. „Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning bjóða forsetahjónum til heimsóknar dagana 8.–10. apríl og verður farið bæði til Óslóar og til Þrándheims, en Hákon krónprins fylgir forsetahjónum þangað. Í Noregi verður horft til sameiginlegrar menningarsögu þjóðanna með áherslu á bókmenntir. Auk þess verða skoðuð tækifæri til aukins samstarfs bæði í græna hagkerfinu og bláa hagkerfinu, þ.e. á sviði orkumála og sjávarútvegs. Öryggis- og varnarmál verða til umræðu en einnig verður lögð áhersla á leiðir til að stuðla að bættri andlegri heilsu í samfélaginu,“ segir í tilkynningunni. Til Svíþjóðar í maí Þá segir að Karl XVI. Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning hafi boðið forsetahjónum til Stokkhólms dagana 6. til 8. maí. „Í heimsókninni verða meðal annars skoðuð tækifæri til frekara samstarfs á sviði líftækni og heilbrigðisþjónustu. Þá verður litið til þess að dýpka samskipti Íslands og Svíþjóðar á sviði skapandi greina með áherslu á sjónvarps- og kvikmyndagerð. Öryggis- og varnarmál verða einnig til umræðu, einkum með hliðsjón af nýlegri aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu og viðnámsþoli þjóðanna andspænis fjölþáttaógnum. Forsetahjónum fylgir opinber sendinefnd en auk þess verða með í för viðskiptasendinefndir á vegum Íslandsstofu. Nánar verður greint frá dagskrá heimsóknanna þegar nær dregur,“ segir í tilkynningunni.
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Svíþjóð Noregur Kóngafólk Karl Gústaf XVI Svíakonungur Haraldur V Noregskonungur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira