Vannýttur vegkafli í G-dúr Jens Garðar Helgason skrifar 21. mars 2025 10:33 Það var mikið ánægjuefni árið 2021 þegar opnaður var hinn nýi og glæsilegi Dettifossvegur sem tengir saman Mývatnsöræfi og Ásbyrgi. Þessi 53 kílómetra langi vegkafli er ekki bara mikilvæg samgöngubót heldur stórkostlegt tækifæri fyrir ferðaþjónustu og atvinnulíf á Norðausturlandi. Framkvæmdin kostaði skattgreiðendur þessa lands alls um 3.500 milljónir króna, enda um mikið og metnaðarfullt samgöngumannvirki að ræða sem á að nýtast samfélaginu öllu. En galli er á gjöf Njarðar. Þrátt fyrir þessa stóru fjárfestingu hefur Vegagerðin ákveðið að beita svokallaðri G-reglu við vetrarþjónustu á Dettifossvegi. Sú regla þýðir í raun að vegurinn er aðeins mokaður tvisvar í viku yfir haust- og vorvertíð þegar snjólétt er, en ekkert yfir stóran hluta vetrarins. Þetta veldur því að vegurinn er ófær stóran hluta ársins og fjárfestingin því aðeins nýtt að litlu leyti. Áætlaður viðbótarkostnaður við að halda veginum opnum allt árið um kring er 20–40 milljónir króna á ári, sem eru smámunir í samanburði við þá 3.500 milljóna króna fjárfestingu sem þegar hefur verið lögð í verkefnið. Það er nánast glæpsamlegt að geta ekki boðið ferðamönnum upp á að sjá Dettifoss í vetrarskrúða því mikið tignarlegri sýn er erfitt að finna. Fossinn er þó aðeins einn af fimm aðgengilegum útsýnis- og áningarstöðum á þessum stutta vegkafla. Talandi um að fá mikið fyrir lítið. Þó popplagið fræga hafi verið gott skora ég á yfirvöld að endurskoða þessa ákvörðun og koma Dettifossvegi úr G-dúr og tryggja honum fulla vetrarþjónustu. Við eigum ekki að láta dýrmætan fjárfestingu standa vannýtta, heldur tryggja að hún nýtist íbúum og ferðamönnum allt árið um kring. Það er okkar sameiginlega ábyrgð að nýta vel þær fjárfestingar sem þjóðin stendur straum af. Höfundur er þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Vegagerð Þingeyjarsveit Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það var mikið ánægjuefni árið 2021 þegar opnaður var hinn nýi og glæsilegi Dettifossvegur sem tengir saman Mývatnsöræfi og Ásbyrgi. Þessi 53 kílómetra langi vegkafli er ekki bara mikilvæg samgöngubót heldur stórkostlegt tækifæri fyrir ferðaþjónustu og atvinnulíf á Norðausturlandi. Framkvæmdin kostaði skattgreiðendur þessa lands alls um 3.500 milljónir króna, enda um mikið og metnaðarfullt samgöngumannvirki að ræða sem á að nýtast samfélaginu öllu. En galli er á gjöf Njarðar. Þrátt fyrir þessa stóru fjárfestingu hefur Vegagerðin ákveðið að beita svokallaðri G-reglu við vetrarþjónustu á Dettifossvegi. Sú regla þýðir í raun að vegurinn er aðeins mokaður tvisvar í viku yfir haust- og vorvertíð þegar snjólétt er, en ekkert yfir stóran hluta vetrarins. Þetta veldur því að vegurinn er ófær stóran hluta ársins og fjárfestingin því aðeins nýtt að litlu leyti. Áætlaður viðbótarkostnaður við að halda veginum opnum allt árið um kring er 20–40 milljónir króna á ári, sem eru smámunir í samanburði við þá 3.500 milljóna króna fjárfestingu sem þegar hefur verið lögð í verkefnið. Það er nánast glæpsamlegt að geta ekki boðið ferðamönnum upp á að sjá Dettifoss í vetrarskrúða því mikið tignarlegri sýn er erfitt að finna. Fossinn er þó aðeins einn af fimm aðgengilegum útsýnis- og áningarstöðum á þessum stutta vegkafla. Talandi um að fá mikið fyrir lítið. Þó popplagið fræga hafi verið gott skora ég á yfirvöld að endurskoða þessa ákvörðun og koma Dettifossvegi úr G-dúr og tryggja honum fulla vetrarþjónustu. Við eigum ekki að láta dýrmætan fjárfestingu standa vannýtta, heldur tryggja að hún nýtist íbúum og ferðamönnum allt árið um kring. Það er okkar sameiginlega ábyrgð að nýta vel þær fjárfestingar sem þjóðin stendur straum af. Höfundur er þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar