Sjálfsblekkingin um íslenskt herleysi Bjarni Már Magnússon skrifar 22. mars 2025 13:02 Í 1. gr. laga nr. 52/2006 um Landhelgisgæslu Íslands kemur fram að Landhelgisgæsla Íslands sinni öryggisgæslu og björgun á hafi úti, fari með löggæslu á hafinu og gegni öðrum verkefnum samkvæmt ákvæðum laga þessara, reglugerðum settum á grundvelli þeirra og öðrum lögbundnum fyrirmælum. Í 4. og 5. gr. laganna eru þessi verkefni rakin og útlistuð ítarlega. Þau tengjast öll borgaralegum verkefnum á verkefnasviði gæslunnar. Varnartengd verkefni Landhelgisgæslunnar Þrátt fyrir þetta sinnir Landhelgisgæslan margþættum verkefnum á sviði varnar- og öryggismála sem í öðrum ríkjum eru alfarið á ábyrgð herafla þess, þar á meðal sérsveita innan hersins. Umrædd verkefni eru hvorki tilgreind í lögum nr. 52/2006 um Landhelgisgæsluna né í lögum nr. 34/2008 um varnarmál. Þeim er hins vegar lýst í sérstökum þjónustusamningi milli utanríkisráðuneytisins og Landhelgisgæslunnar um framkvæmd varnartengdra rekstrarverkefna. Núgildandi samningur var undirritaður í júlí 2021 og gildir til ársloka 2026. Samningurinn hefur lítið verið kynntur opinberlega og er lítið þekktur. Í þriðja lið umrædds samnings eru varnartengd verkefni útlistuð. Þau eru meðal annars rekstur íslenska loftvarnarkerfisins, þar á meðal fjarskiptastöðva og ratsjárstöðva NATO hérlendis, undirbúningur og framkvæmd á samræmdu loftrýmiseftirliti og loftrýmisgæslu NATO, rekstur, umsjón og hagnýting öryggissvæða og mannvirkja innan þeirra, undirbúningur loftrýmisgæsluverkefna NATO, samantekt upplýsinga úr upplýsingakerfum NATO og undirstofnana þess sem íslensk stjórnvöld hafa aðgang að, þátttaka í undirbúningi og framkvæmd nánar skilgreindra varnaræfinga, þátttaka í starfi tiltekinna nefnda og undirstofnana NATO og verkefni sem varða framkvæmd varnarsamningsins við Bandaríkin. Í viðauka A við samningnum kemur fram að Landhelgisgæslan leggi til séraðgerða- og sprengjueyðingardeild sem sér um flutning, umsýslu, ráðgjöf og vernd vopna- og skotfæra, sinni eyðingu skotfæra, öryggisgæslu og tryggi vernd vopnaðra loftfara. Auk þess annast séraðgerða- og sprengjueyðingardeildin rekstur vopnageymslu NATO á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Íslensk hernaðarleg skotmörk Ofangreind verkefni eru í öðrum ríkjum almennt á könnu viðeigandi herafla og sérsveita innan hans. Þetta á við um öll nágrannaríki Íslands, þar á meðal öll Norðurlöndin. Höfundur þekkir engin dæmi þess að borgaraleg löggæslustofnun beri ábyrgð á jafnviðkvæmum og hernaðarlega mikilvægum verkefnum án þess að vera hluti af her eða varnarliði ríkisins. Mannvirki á borð við vopnageymslur, ratsjárstöðvar og loftvarnarkerfi teljast til hernaðarlegra innviða og eru þar af leiðandi lögmæt skotmörk samkvæmt alþjóðlegum mannúðarrétti, einkum ef þau eru nýtt í tengslum við hernaðaraðgerðir. Starfsmenn sem reka, verja eða stýra slíkum innviðum geta því talist hernaðarleg skotmörk í vopnuðum átökum, þar sem röskun á starfsemi þeirra getur leitt til skertrar varnargetu viðkomandi ríkis. Starfsmenn þeirra stofnana, sem sinna sambærilegum varnartengdum verkefnum og Landhelgisgæslan sinnir samkvæmt framangreindum samningi, eru í öðrum ríkjum taldir til hernaðarlegra skotmarka í átökum eða stríði. Þeir falla því undir þann rétt og þær skyldur sem gilda samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum, einkum IV. Genfarsáttmálanum frá 1949 og I. viðauka við hann frá 1977. Þeir gætu einnig glatað borgaralegri vernd sinni tímabundið samkvæmt reglum um virka þátttöku í vopnuð átökum sem undirritaður hefur rakið áður á þessum vettvangi. Ísland er ekki herlaust ríki Það er því ekki veruleikanum samkvæmt að halda því fram að Ísland sé herlaust ríki. Þótt hér sé ekki formlega starfræktur her, þá er Landhelgisgæslan í reynd farin að sinna fjölmörgum hernaðarlegum verkefnum sem í öðrum ríkjum eru eingöngu á hendi herafla. Við erum því ekki herlaus — við höfum einfaldlega falið herinn innan borgaralegrar stofnunar. Slíkt fyrirkomulag byggir á pólitískri og lagalegri sjálfblekkingu sem skapar réttaróvissu, öryggisáhættu og siðferðilega ábyrgð sem íslensk stjórnvöld hafa enn ekki horfst í augu við. Það sem við köllum ekki her — kann óvinurinn að líta öðrum augum, og það sem við skilgreinum sem borgaralegt — kann að verða fyrsta skotmarkið í átökum hérlendis. Hver ætlar að bera ábyrgð á þeirri stöðu? Höfundur er prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Öryggis- og varnarmál Landhelgisgæslan Mest lesið 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í 1. gr. laga nr. 52/2006 um Landhelgisgæslu Íslands kemur fram að Landhelgisgæsla Íslands sinni öryggisgæslu og björgun á hafi úti, fari með löggæslu á hafinu og gegni öðrum verkefnum samkvæmt ákvæðum laga þessara, reglugerðum settum á grundvelli þeirra og öðrum lögbundnum fyrirmælum. Í 4. og 5. gr. laganna eru þessi verkefni rakin og útlistuð ítarlega. Þau tengjast öll borgaralegum verkefnum á verkefnasviði gæslunnar. Varnartengd verkefni Landhelgisgæslunnar Þrátt fyrir þetta sinnir Landhelgisgæslan margþættum verkefnum á sviði varnar- og öryggismála sem í öðrum ríkjum eru alfarið á ábyrgð herafla þess, þar á meðal sérsveita innan hersins. Umrædd verkefni eru hvorki tilgreind í lögum nr. 52/2006 um Landhelgisgæsluna né í lögum nr. 34/2008 um varnarmál. Þeim er hins vegar lýst í sérstökum þjónustusamningi milli utanríkisráðuneytisins og Landhelgisgæslunnar um framkvæmd varnartengdra rekstrarverkefna. Núgildandi samningur var undirritaður í júlí 2021 og gildir til ársloka 2026. Samningurinn hefur lítið verið kynntur opinberlega og er lítið þekktur. Í þriðja lið umrædds samnings eru varnartengd verkefni útlistuð. Þau eru meðal annars rekstur íslenska loftvarnarkerfisins, þar á meðal fjarskiptastöðva og ratsjárstöðva NATO hérlendis, undirbúningur og framkvæmd á samræmdu loftrýmiseftirliti og loftrýmisgæslu NATO, rekstur, umsjón og hagnýting öryggissvæða og mannvirkja innan þeirra, undirbúningur loftrýmisgæsluverkefna NATO, samantekt upplýsinga úr upplýsingakerfum NATO og undirstofnana þess sem íslensk stjórnvöld hafa aðgang að, þátttaka í undirbúningi og framkvæmd nánar skilgreindra varnaræfinga, þátttaka í starfi tiltekinna nefnda og undirstofnana NATO og verkefni sem varða framkvæmd varnarsamningsins við Bandaríkin. Í viðauka A við samningnum kemur fram að Landhelgisgæslan leggi til séraðgerða- og sprengjueyðingardeild sem sér um flutning, umsýslu, ráðgjöf og vernd vopna- og skotfæra, sinni eyðingu skotfæra, öryggisgæslu og tryggi vernd vopnaðra loftfara. Auk þess annast séraðgerða- og sprengjueyðingardeildin rekstur vopnageymslu NATO á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Íslensk hernaðarleg skotmörk Ofangreind verkefni eru í öðrum ríkjum almennt á könnu viðeigandi herafla og sérsveita innan hans. Þetta á við um öll nágrannaríki Íslands, þar á meðal öll Norðurlöndin. Höfundur þekkir engin dæmi þess að borgaraleg löggæslustofnun beri ábyrgð á jafnviðkvæmum og hernaðarlega mikilvægum verkefnum án þess að vera hluti af her eða varnarliði ríkisins. Mannvirki á borð við vopnageymslur, ratsjárstöðvar og loftvarnarkerfi teljast til hernaðarlegra innviða og eru þar af leiðandi lögmæt skotmörk samkvæmt alþjóðlegum mannúðarrétti, einkum ef þau eru nýtt í tengslum við hernaðaraðgerðir. Starfsmenn sem reka, verja eða stýra slíkum innviðum geta því talist hernaðarleg skotmörk í vopnuðum átökum, þar sem röskun á starfsemi þeirra getur leitt til skertrar varnargetu viðkomandi ríkis. Starfsmenn þeirra stofnana, sem sinna sambærilegum varnartengdum verkefnum og Landhelgisgæslan sinnir samkvæmt framangreindum samningi, eru í öðrum ríkjum taldir til hernaðarlegra skotmarka í átökum eða stríði. Þeir falla því undir þann rétt og þær skyldur sem gilda samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum, einkum IV. Genfarsáttmálanum frá 1949 og I. viðauka við hann frá 1977. Þeir gætu einnig glatað borgaralegri vernd sinni tímabundið samkvæmt reglum um virka þátttöku í vopnuð átökum sem undirritaður hefur rakið áður á þessum vettvangi. Ísland er ekki herlaust ríki Það er því ekki veruleikanum samkvæmt að halda því fram að Ísland sé herlaust ríki. Þótt hér sé ekki formlega starfræktur her, þá er Landhelgisgæslan í reynd farin að sinna fjölmörgum hernaðarlegum verkefnum sem í öðrum ríkjum eru eingöngu á hendi herafla. Við erum því ekki herlaus — við höfum einfaldlega falið herinn innan borgaralegrar stofnunar. Slíkt fyrirkomulag byggir á pólitískri og lagalegri sjálfblekkingu sem skapar réttaróvissu, öryggisáhættu og siðferðilega ábyrgð sem íslensk stjórnvöld hafa enn ekki horfst í augu við. Það sem við köllum ekki her — kann óvinurinn að líta öðrum augum, og það sem við skilgreinum sem borgaralegt — kann að verða fyrsta skotmarkið í átökum hérlendis. Hver ætlar að bera ábyrgð á þeirri stöðu? Höfundur er prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun