Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson skrifar 23. mars 2025 22:02 Galli er á einni af hverjum þrettán nýbyggingum á Íslandi samkvæmt rannsókn sem gerð var á umfangi byggingargalla á árunum 1998 til 2012. Kom í ljós að tilkynnt hafði verið um tjón sem byggingarstjóri eða löggiltur hönnuður bar ábyrgð í tæpum 8% tilvika. Þá eru ótalin öll þau tilvik þar sem galli var ekki tilkynntur, m.a. vegna vanþekkingar kaupanda eða gallinn uppgötvast löngu síðar. Í nýlegri lúxusíbúð, sem kynnt var sem hágæða nýbygging, kom í ljós að brunaöryggi var ábótavant, brunahólfun ekki rétt unnin, halli á gólfum ekki réttur, frágangur á parketi og listum ábótavant og málningarvinna ekki í samræmi við almennar kröfur. Myndir þú kaupa lúxusíbúð sem auglýst væri með eftirtöldum göllum? Nei væntanlega ekki, það myndi ég ekki heldur gera. Tilgangur minn er ekki hræða lesendur heldur að upplýsa fólk um að í nýjum eignum jafnt og þeim eldri geta leynst gallar. Að sjálfsögðu hef ég hagsmuni af því að fleiri óski eftir ástandsskoðun en það hafa kaupendur líka. Það er alls ekki svo að frágangur nýbygginga sé allur slæmur og verktakar almennt fúskarar, síður en svo, en þegar galli er til staðar er betra að leiða hann í ljós strax. Seljandi fasteignar hefur hagsmuni af því að geta bætt úr gallanum strax og kaupandi spara sér miklar fjárhæðir í mögulegum lögfræðikostnaði, viðgerðum og tíma sem fer í leiðinlegt og oftar en ekki erfitt mál. Fasteign er hjá flestum dýrasta fjárfesting okkar á lífsleiðinni. Þess vegna er nauðsynlegt að vanda valið og vinna sína heimavinnu vel. Kostnaðurinn af úttekt er alltaf minni en kostnaður af deilumáli sem síðar getur komið upp eða á galla sem almennum leikmanni er leyndur en blasir við reyndum úttektaraðila. Því er mikilvægt að ástandsskoðun sé hluti af öllum fasteignaviðskiptum, ekki aðeins þegar um eldri eignir er að ræða. Hvað ættu kaupendur að gera? Til að forðast dýrkeypt mistök ættu kaupendur að: Krefjast ástandsskoðunar fyrir kaup – Gera tilboð með fyrirvara um ástandsskoðun. Athuga rakavandamál og loftræstingu – Mygla er dýr og erfið í úrbótum. Hafa fagaðila viðstaddan við afhendingu eignarinnar – Myndir og skjalfesting eru lykilatriði. Leita strax til byggingaraðila ef gallar finnast eftir kaupin. Hafa samband við lögfræðing ef byggingaraðili bregst ekki við eða gallar eru umfangsmeiri en í fyrstu var talið. Höfundur er byggingafræðingur, byggingarstjóri, húsasmíðameistari og eigandi A Fagmenn ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Galli er á einni af hverjum þrettán nýbyggingum á Íslandi samkvæmt rannsókn sem gerð var á umfangi byggingargalla á árunum 1998 til 2012. Kom í ljós að tilkynnt hafði verið um tjón sem byggingarstjóri eða löggiltur hönnuður bar ábyrgð í tæpum 8% tilvika. Þá eru ótalin öll þau tilvik þar sem galli var ekki tilkynntur, m.a. vegna vanþekkingar kaupanda eða gallinn uppgötvast löngu síðar. Í nýlegri lúxusíbúð, sem kynnt var sem hágæða nýbygging, kom í ljós að brunaöryggi var ábótavant, brunahólfun ekki rétt unnin, halli á gólfum ekki réttur, frágangur á parketi og listum ábótavant og málningarvinna ekki í samræmi við almennar kröfur. Myndir þú kaupa lúxusíbúð sem auglýst væri með eftirtöldum göllum? Nei væntanlega ekki, það myndi ég ekki heldur gera. Tilgangur minn er ekki hræða lesendur heldur að upplýsa fólk um að í nýjum eignum jafnt og þeim eldri geta leynst gallar. Að sjálfsögðu hef ég hagsmuni af því að fleiri óski eftir ástandsskoðun en það hafa kaupendur líka. Það er alls ekki svo að frágangur nýbygginga sé allur slæmur og verktakar almennt fúskarar, síður en svo, en þegar galli er til staðar er betra að leiða hann í ljós strax. Seljandi fasteignar hefur hagsmuni af því að geta bætt úr gallanum strax og kaupandi spara sér miklar fjárhæðir í mögulegum lögfræðikostnaði, viðgerðum og tíma sem fer í leiðinlegt og oftar en ekki erfitt mál. Fasteign er hjá flestum dýrasta fjárfesting okkar á lífsleiðinni. Þess vegna er nauðsynlegt að vanda valið og vinna sína heimavinnu vel. Kostnaðurinn af úttekt er alltaf minni en kostnaður af deilumáli sem síðar getur komið upp eða á galla sem almennum leikmanni er leyndur en blasir við reyndum úttektaraðila. Því er mikilvægt að ástandsskoðun sé hluti af öllum fasteignaviðskiptum, ekki aðeins þegar um eldri eignir er að ræða. Hvað ættu kaupendur að gera? Til að forðast dýrkeypt mistök ættu kaupendur að: Krefjast ástandsskoðunar fyrir kaup – Gera tilboð með fyrirvara um ástandsskoðun. Athuga rakavandamál og loftræstingu – Mygla er dýr og erfið í úrbótum. Hafa fagaðila viðstaddan við afhendingu eignarinnar – Myndir og skjalfesting eru lykilatriði. Leita strax til byggingaraðila ef gallar finnast eftir kaupin. Hafa samband við lögfræðing ef byggingaraðili bregst ekki við eða gallar eru umfangsmeiri en í fyrstu var talið. Höfundur er byggingafræðingur, byggingarstjóri, húsasmíðameistari og eigandi A Fagmenn ehf.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun