Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. apríl 2025 19:02 Jón Viðar Matthíasson slökkviliðs- og framkvæmdastjóri almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins fagnar því að skýrsla Veðurstofunnar um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu sé loks kominn út. Vísir Meta þarf hvort ástæða sé til að reisa varnargarða við hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem eru talin geta orðið fyrir áhrifum eldgosa í framtíðinni. Þetta segir slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Þegar sé byrjað að þjálfa neyðarstjórnir sveitarfélaganna komi til alvarlegrar náttúruvár í borginni. Á Reykjanesskaga eru fimm til sex eldstöðvakerfi sem gosvirkni hefur flust á milli með 30-150 ára millibili í fyrri gosskeiðum. Þetta eru Reykjaneskerfið, Svartsengi, Fagradalsfjall, Krýsuvíkurkerfið og Brennisteinsfjallakerfið. Af þeim hafa eldstöðvarnar við Fagradalsfjall og Svartsengi verið virkar síðustu ár. Samkvæmt nýrri skýrslu Veðurstofunnar um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu gæti í framhaldinu gosið í Krýsuvíkur - og Brennisteinskerfunum sem hefði mikil áhrif á höfuðborgarsvæðið. Mesta hættan á að hraun renni í byggð er talið vera við Vellina í Hafnarfirði og jafnvel niður Elliðadal. Þá ná sprungur frá Krýsuvíkurkerfinu til að mynda inn á höfuðborgarsvæðið sem gæti haft mest áhrif á Urriðaholt í Garðabæ, Hvarfahverfið í Kópavogi, Norðlingaholt og Grafarholt í Reykjavík og Mosfellsbæ. Krýsuvíkurkerfið gæti haft mest áhrif á Urriðaholt í Garðabæ, Hvarfahverfið í Kópavogi, Norðlingaholt og Grafarholt í Reykjavík og Mosfellsbæ. Varnargarðar á höfuðborgarsvæðinu Jón Viðar Matthíasson slökkviliðs- og framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins fagnar því að skýrsla Veðurstofunnar um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu sé loks kominn út. Nú sé beðið eftir áhættumati fyrir svæðið sem eigi að birta í haust. Eftir það þurfi til að mynda að ákveða hvort hyggilegt sé að reisa varnargarða við einstök hverfi í borginni þar sem byggt yrði á slíkri reynslu frá Svartsengi. „Nú er gert ráð fyrir að áhættumat fyrir höfuðborgarsvæðið verði tilbúið í haust. Ef þar kemur fram að líklegt sé að hraun renni yfir byggð þá munum við setja varnargarð inn í ákveðið líkan yfir svæðið og kanna hvaða áhrif það muni hafa á hraunrennslið. Það er því inn í myndinni að reisa varnargarða innan höfuðborgarsvæðisins. Það sem við þurfum þá að vita er hvar og hvernig við ætlum við að byggja varnargarðinn, hvaða tæki tól þurfum til þess og hversu langan tíma tekur það,“ segir Jón Viðar. „Getum ekki lokað augunum fyrir þessu“ Jón Viðar segir að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og stofnanir sem haldi utan mikilvæga innviði hafi þegar fengið kynningu á skýrslu Veðurstofunnar. Mikilvægt sé að allir séu vel upplýstir um það sem gæti gerst. Þá séu neyðarstjórnir tilbúnar komi til náttúruvár. „Það er til dæmis búið að þjálfa neyðarstjórnir allra sveitarfélaga á höfuborgarsvæðinu. Þær fá þjálfun í að bregðast við ef hraunrennsli, gróðureldar, jarðskjálftar eða eitthvað slíkt kemur upp á. Þannig að það er byrjað að þjálfa stjórnkerfið hjá okkur,“ segir hann. Hann segir þó ólíklegt að það komi til svipaðra atburða á höfuðborgarsvæðinu og í Grindavík en leggur áherslu á að fólk sé upplýst um allar mögulegar sviðsmyndir. Höfuðborgarsvæðið er á allt öðru svæði skipulega séð út frá eldfallakerfum á Reykjanesinu en Grindavík. En samt ekki þannig að við getum lokað augunum fyrir þessu,“ segir hann. Eldstöðvakerfin á Reykjanesskaga. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Slökkvilið Almannavarnir Tengdar fréttir Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Tiltölulega litlar líkur eru á því að mannslíf væru í hættu vegna hraunrennslis á höfuðborgarsvæðinu myndi eldgos verða svo nálægt borginni þannig að henni væri ógnað. Það væri vegna þess að í flestum tilfellum væri nægur tími til að rýma byggð. Hins vegar gæti tjón á byggingum og innviðum orðið gífurlegt og gjöreyðilegging möguleg. 8. apríl 2025 18:57 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Á Reykjanesskaga eru fimm til sex eldstöðvakerfi sem gosvirkni hefur flust á milli með 30-150 ára millibili í fyrri gosskeiðum. Þetta eru Reykjaneskerfið, Svartsengi, Fagradalsfjall, Krýsuvíkurkerfið og Brennisteinsfjallakerfið. Af þeim hafa eldstöðvarnar við Fagradalsfjall og Svartsengi verið virkar síðustu ár. Samkvæmt nýrri skýrslu Veðurstofunnar um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu gæti í framhaldinu gosið í Krýsuvíkur - og Brennisteinskerfunum sem hefði mikil áhrif á höfuðborgarsvæðið. Mesta hættan á að hraun renni í byggð er talið vera við Vellina í Hafnarfirði og jafnvel niður Elliðadal. Þá ná sprungur frá Krýsuvíkurkerfinu til að mynda inn á höfuðborgarsvæðið sem gæti haft mest áhrif á Urriðaholt í Garðabæ, Hvarfahverfið í Kópavogi, Norðlingaholt og Grafarholt í Reykjavík og Mosfellsbæ. Krýsuvíkurkerfið gæti haft mest áhrif á Urriðaholt í Garðabæ, Hvarfahverfið í Kópavogi, Norðlingaholt og Grafarholt í Reykjavík og Mosfellsbæ. Varnargarðar á höfuðborgarsvæðinu Jón Viðar Matthíasson slökkviliðs- og framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins fagnar því að skýrsla Veðurstofunnar um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu sé loks kominn út. Nú sé beðið eftir áhættumati fyrir svæðið sem eigi að birta í haust. Eftir það þurfi til að mynda að ákveða hvort hyggilegt sé að reisa varnargarða við einstök hverfi í borginni þar sem byggt yrði á slíkri reynslu frá Svartsengi. „Nú er gert ráð fyrir að áhættumat fyrir höfuðborgarsvæðið verði tilbúið í haust. Ef þar kemur fram að líklegt sé að hraun renni yfir byggð þá munum við setja varnargarð inn í ákveðið líkan yfir svæðið og kanna hvaða áhrif það muni hafa á hraunrennslið. Það er því inn í myndinni að reisa varnargarða innan höfuðborgarsvæðisins. Það sem við þurfum þá að vita er hvar og hvernig við ætlum við að byggja varnargarðinn, hvaða tæki tól þurfum til þess og hversu langan tíma tekur það,“ segir Jón Viðar. „Getum ekki lokað augunum fyrir þessu“ Jón Viðar segir að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og stofnanir sem haldi utan mikilvæga innviði hafi þegar fengið kynningu á skýrslu Veðurstofunnar. Mikilvægt sé að allir séu vel upplýstir um það sem gæti gerst. Þá séu neyðarstjórnir tilbúnar komi til náttúruvár. „Það er til dæmis búið að þjálfa neyðarstjórnir allra sveitarfélaga á höfuborgarsvæðinu. Þær fá þjálfun í að bregðast við ef hraunrennsli, gróðureldar, jarðskjálftar eða eitthvað slíkt kemur upp á. Þannig að það er byrjað að þjálfa stjórnkerfið hjá okkur,“ segir hann. Hann segir þó ólíklegt að það komi til svipaðra atburða á höfuðborgarsvæðinu og í Grindavík en leggur áherslu á að fólk sé upplýst um allar mögulegar sviðsmyndir. Höfuðborgarsvæðið er á allt öðru svæði skipulega séð út frá eldfallakerfum á Reykjanesinu en Grindavík. En samt ekki þannig að við getum lokað augunum fyrir þessu,“ segir hann. Eldstöðvakerfin á Reykjanesskaga.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Slökkvilið Almannavarnir Tengdar fréttir Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Tiltölulega litlar líkur eru á því að mannslíf væru í hættu vegna hraunrennslis á höfuðborgarsvæðinu myndi eldgos verða svo nálægt borginni þannig að henni væri ógnað. Það væri vegna þess að í flestum tilfellum væri nægur tími til að rýma byggð. Hins vegar gæti tjón á byggingum og innviðum orðið gífurlegt og gjöreyðilegging möguleg. 8. apríl 2025 18:57 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Tiltölulega litlar líkur eru á því að mannslíf væru í hættu vegna hraunrennslis á höfuðborgarsvæðinu myndi eldgos verða svo nálægt borginni þannig að henni væri ógnað. Það væri vegna þess að í flestum tilfellum væri nægur tími til að rýma byggð. Hins vegar gæti tjón á byggingum og innviðum orðið gífurlegt og gjöreyðilegging möguleg. 8. apríl 2025 18:57