Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Lovísa Arnardóttir skrifar 14. apríl 2025 10:14 Ferðamennirnir þorðu ekki að bíða í bílnum því hann hallaði svo á veginum. Björgunarsveit var komin á vettvang um klukkustund eftir að þau fengu tilkynningu um málið. Landsbjörg Björgunarsveitir á Norðurlandi voru kallaðar út í tvö aðskilin útköll í gærkvöldi vegna ferðafólks sem var í vandræðum vegna færðar og veðurs. Hríðarveður gekk yfir norðan- og vestanvert landið í gær og er gul viðvörun í gangi á Norður- og Vesturlandi þar til á morgun og til klukkan 22 við Faxaflóa. Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að Hjálparsveit skáta í Reykjadal hafi einnig verið kölluð út um klukkan 22 í gær vegna ferðafólks sem lent hafði utan vegar á Fljótsheiðinni austanverðri. Fljótsheiði er leiðin frá Goðafossi, eða Skjálfandafljóti yfir í Reykjadal og liggur um 250 metra yfir sjávarmáli. Fólkið hafði samkvæmt tilkynningu misst bíl sinn út af veginum á leið niður af heiðinni austanverðri. Þar sem bíllinn hallaði talsvert óttaðist fólkið að hann myndi velta og treysti sér ekki til að vera inn í bílnum. Þar sem veður var ekki gott, nokkuð hvasst, skafrenningur og hitastig undir frostmarki, var áríðandi að koma fólkinu í skjól. Björgunarsveitin var komin á staðinn um klukkustund síðar, um klukkan 23, og flutti fólkið niður að Laugum í húsnæði sveitarinnar. Bílinn var svo spilaður aftur upp á veg. Fólkið gat svo haldið ferð sinni áfram í nótt. Fólk lenti einnig í vandræðum á Siglufjarðarvegi á svipuðum tíma og voru aðstoðuð af meðlimum í Björgunarsveitinni Stráka frá Siglufirði. Samkvæmt tilkynningu lauk þeirri aðgerð um klukkan tvö í nótt. Björgunarsveitir Fjallabyggð Þingeyjarsveit Ferðaþjónusta Veður Færð á vegum Tengdar fréttir Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Vegfarendur eru hvattir til að vera vakandi fyrir vaxandi hríðarveðri norðaustan lands og einnig á Norðurlandi og á Vestfjörðum þegar líða tekur á daginn. Viðbúið er að einhverjir vegir verði ófærir eftir að þjónustutíma Vegagerðarinnar lýkur í kvöld og fram eftir morgni í fyrramálið. Þó er útlit fyrir „ekta páskaveður“ um næstu helgi. 13. apríl 2025 13:48 Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Djúp lægð er nú við austurströndina og veldur hún allhvassri eða hvassri norðanátt á landinu. Gular viðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra vegna norðan hríðar og má víða búast við lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum. 14. apríl 2025 07:19 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Mild sunnanátt og dálítil væta Sjá meira
Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að Hjálparsveit skáta í Reykjadal hafi einnig verið kölluð út um klukkan 22 í gær vegna ferðafólks sem lent hafði utan vegar á Fljótsheiðinni austanverðri. Fljótsheiði er leiðin frá Goðafossi, eða Skjálfandafljóti yfir í Reykjadal og liggur um 250 metra yfir sjávarmáli. Fólkið hafði samkvæmt tilkynningu misst bíl sinn út af veginum á leið niður af heiðinni austanverðri. Þar sem bíllinn hallaði talsvert óttaðist fólkið að hann myndi velta og treysti sér ekki til að vera inn í bílnum. Þar sem veður var ekki gott, nokkuð hvasst, skafrenningur og hitastig undir frostmarki, var áríðandi að koma fólkinu í skjól. Björgunarsveitin var komin á staðinn um klukkustund síðar, um klukkan 23, og flutti fólkið niður að Laugum í húsnæði sveitarinnar. Bílinn var svo spilaður aftur upp á veg. Fólkið gat svo haldið ferð sinni áfram í nótt. Fólk lenti einnig í vandræðum á Siglufjarðarvegi á svipuðum tíma og voru aðstoðuð af meðlimum í Björgunarsveitinni Stráka frá Siglufirði. Samkvæmt tilkynningu lauk þeirri aðgerð um klukkan tvö í nótt.
Björgunarsveitir Fjallabyggð Þingeyjarsveit Ferðaþjónusta Veður Færð á vegum Tengdar fréttir Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Vegfarendur eru hvattir til að vera vakandi fyrir vaxandi hríðarveðri norðaustan lands og einnig á Norðurlandi og á Vestfjörðum þegar líða tekur á daginn. Viðbúið er að einhverjir vegir verði ófærir eftir að þjónustutíma Vegagerðarinnar lýkur í kvöld og fram eftir morgni í fyrramálið. Þó er útlit fyrir „ekta páskaveður“ um næstu helgi. 13. apríl 2025 13:48 Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Djúp lægð er nú við austurströndina og veldur hún allhvassri eða hvassri norðanátt á landinu. Gular viðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra vegna norðan hríðar og má víða búast við lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum. 14. apríl 2025 07:19 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Mild sunnanátt og dálítil væta Sjá meira
Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Vegfarendur eru hvattir til að vera vakandi fyrir vaxandi hríðarveðri norðaustan lands og einnig á Norðurlandi og á Vestfjörðum þegar líða tekur á daginn. Viðbúið er að einhverjir vegir verði ófærir eftir að þjónustutíma Vegagerðarinnar lýkur í kvöld og fram eftir morgni í fyrramálið. Þó er útlit fyrir „ekta páskaveður“ um næstu helgi. 13. apríl 2025 13:48
Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Djúp lægð er nú við austurströndina og veldur hún allhvassri eða hvassri norðanátt á landinu. Gular viðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra vegna norðan hríðar og má víða búast við lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum. 14. apríl 2025 07:19