Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. apríl 2025 13:50 Bjarndís Helga Tómasdóttir er formaður Samtakanna 78. Vísir Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í morgun að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki til trans kvenna. Formaður Samtakanna '78 segir dóminn vega að tilverurétti trans fólks. Hópur andstæðinga trans fólks hefur háð áralanga baráttu fyrir dómstólum til að fá þessa niðurstöðu fram en málið snerist um merkingu hugtakanna „kyns“, „karls“ og „konu“, í breskum jafnréttislögum. Samtök kvenna sem eru mótfallin trans fólki stefndu skoskum stjórnvöldum þegar þau samþykktu lög um jöfn kynjahlutföll í stjórnum opinberra stofnana árið 2018, sem gerðu ráð fyrir að trans konur teldust konur. Stjórnandi samtakanna hélt því fram að þannig gætu stjórnir opinberra stofnana verið skipaðar eingöngu körlum. Grafi undan tilverurétti trans fólks Segir í niðurstöðu dómsins að þó að orðið líffræðilegt komi ekki fram í lögunum megi lesa úr þeim að ákvæðin næðu yfir fólk sem hefði tilekin líffræðileg einkenni, sem gerði það annað hvort að körlum eða konum. Aðrar skilgreiningar á lögunum gerðu þau samhengislaus og óframfylgjaneg. Niðurstaðan snýst aðeins um túlkun á þessum lögum, ekki almenna skilgreiningu á kynjunum. „Við fyrstu sýn virðist þetta hafa áhrif á mjög takmörkuðu sviði en það sem þetta er í raun og veru og það sem er alvarlegast við þetta er að þetta er einn staksteinn í þeirri vegferð að grafa undan trans fólki. Grafa undan tilverurétti trans fólks,“ segir Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður Samtakanna 78. Hún nefnir að þettta sé nýjasta málið af mörgum, af svipuðum toga. „Við sjáum þetta auðvitað víðs vegar og úti um allan heim.Mest áberandi undanfarið hefur verið umræðan um það sem er að gerast í Bandaríkjunum því það er að gerast svo hratt og á svo stórum skalaen þetta er í rauninni sama vegferðin og við erum að sjá í Bretlandi og Ungverjalandi og mörgum fleiri löndum.“ Verði að líta til heimahaganna Ungversk stjórnvöld ákváðu fyrr í vikunni að banna fjöldasamkomur hinsegin fólks, þar á meðal gleðigönguna. Bjarndís segir þetta mikið áhyggjuefni, þarna sé verið að vega að réttindum hins almenna borgara. „Þetta er skipulagt, þetta er ekki að gerast organískt. Þetta er áhyggjuefni,“ segir Bjarndís. „Þetta er ekki eitthvað sem er að gerast í neinu tómarúmi. Þetta er vegferð sem, fyrir sjö árum síðan bannaði ríkisstjórn Victors Orban kynjafræði í háskólum. Ég held að það væri hollt fyrir okkur að setja þetta í samhengi við umræðuna hér á Íslandi, til dæmis sem við höfum séð á Alþingi nýlega.“ Hinsegin Bretland Ungverjaland Málefni trans fólks Mannréttindi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Hópur andstæðinga trans fólks hefur háð áralanga baráttu fyrir dómstólum til að fá þessa niðurstöðu fram en málið snerist um merkingu hugtakanna „kyns“, „karls“ og „konu“, í breskum jafnréttislögum. Samtök kvenna sem eru mótfallin trans fólki stefndu skoskum stjórnvöldum þegar þau samþykktu lög um jöfn kynjahlutföll í stjórnum opinberra stofnana árið 2018, sem gerðu ráð fyrir að trans konur teldust konur. Stjórnandi samtakanna hélt því fram að þannig gætu stjórnir opinberra stofnana verið skipaðar eingöngu körlum. Grafi undan tilverurétti trans fólks Segir í niðurstöðu dómsins að þó að orðið líffræðilegt komi ekki fram í lögunum megi lesa úr þeim að ákvæðin næðu yfir fólk sem hefði tilekin líffræðileg einkenni, sem gerði það annað hvort að körlum eða konum. Aðrar skilgreiningar á lögunum gerðu þau samhengislaus og óframfylgjaneg. Niðurstaðan snýst aðeins um túlkun á þessum lögum, ekki almenna skilgreiningu á kynjunum. „Við fyrstu sýn virðist þetta hafa áhrif á mjög takmörkuðu sviði en það sem þetta er í raun og veru og það sem er alvarlegast við þetta er að þetta er einn staksteinn í þeirri vegferð að grafa undan trans fólki. Grafa undan tilverurétti trans fólks,“ segir Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður Samtakanna 78. Hún nefnir að þettta sé nýjasta málið af mörgum, af svipuðum toga. „Við sjáum þetta auðvitað víðs vegar og úti um allan heim.Mest áberandi undanfarið hefur verið umræðan um það sem er að gerast í Bandaríkjunum því það er að gerast svo hratt og á svo stórum skalaen þetta er í rauninni sama vegferðin og við erum að sjá í Bretlandi og Ungverjalandi og mörgum fleiri löndum.“ Verði að líta til heimahaganna Ungversk stjórnvöld ákváðu fyrr í vikunni að banna fjöldasamkomur hinsegin fólks, þar á meðal gleðigönguna. Bjarndís segir þetta mikið áhyggjuefni, þarna sé verið að vega að réttindum hins almenna borgara. „Þetta er skipulagt, þetta er ekki að gerast organískt. Þetta er áhyggjuefni,“ segir Bjarndís. „Þetta er ekki eitthvað sem er að gerast í neinu tómarúmi. Þetta er vegferð sem, fyrir sjö árum síðan bannaði ríkisstjórn Victors Orban kynjafræði í háskólum. Ég held að það væri hollt fyrir okkur að setja þetta í samhengi við umræðuna hér á Íslandi, til dæmis sem við höfum séð á Alþingi nýlega.“
Hinsegin Bretland Ungverjaland Málefni trans fólks Mannréttindi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira