Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. apríl 2025 14:37 Albert Jónsson var sendiherra í Bandaríkjunum árin 2006 til 2009, og í Rússlandi 2011 til 2016. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra segir vopnahlé sem boðað var milli Rússlands og Úkraínu yfir páskana litlu máli skipta. Ásakanir hafa gengið milli aðila um brot á vopnahléinu. Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska herinn ekki hafa haft í heiðri vopnahléið sem Rússlandsforseti boðaði í gær að yrði í gildi um páskana. Það átti að taka gildi klukkan sex í gærkvöldi. Selenskí segir að á fyrstu sex klukkustundunum hafi Rússar fjölda stórskotaliðsárása, áhlaupa og drónaárása í Úkraínu. Í nótt hafi verið gerðar fleiri stórskotaliðsárásir og áhlaup víða á víglínunni, í Dónetsk, Pokrovsk og Sapórísjíu. Selenskí greindi frá þessu á samfélagsmiðlum, og sagði Rússaher reyna að skapa ímynd vopnahlés, á meðan hann héldi áfram tilraunum til landvinninga. Rússar gefi ekkert eftir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi og Bandaríkjunum, segir vopnahléið í raun litlu skipta. Friðarviðræður til lengri tíma séu aðalmálið. „Það er tvennt sem stendur upp úr að mínu mati, í stóru myndinni. Annars vegar er ekkert sem bendir til þess að Rússar ætli, á þessu stigi, að gefa neitt eftir. Þeir hafa ekki gefið neitt eftir á meðan Trump-stjórnin virðist reiðubúin í meiriháttar eftirgjöf, varðandi hugsanlega Nató-aðild Úkraínu, og tilbúin til að gefa eftir úkraínskt land. Hins vegar virðist Trump-stjórnin einfaldlega ekki hafa neitt plan. Enga friðaráætlun fyrir Úkraínu,“ segir Albert. Stefnan á skjön við einu raunhæfu áætlunina Allur þrýstingur Bandaríkjanna sé settur á Úkraínu. „Nú síðast felst þrýstingurinn í því að Trump-stjórnin segist ætla að hætta þátttöku í öllum friðarviðræðum ef ekki kemur árangur. Þeir láta líta út eins og það standi á Rússum að færa fram árangur á næstu dögum, en það er bara ekkert sem bendir til þess að það sé raunverulega stefnan.“ Bandaríkin hafi hætt nánast öllum vopnasendingum til Úkraínu. „Eina raunhæfa friðaráætlunin fyrir Úkraínu væri að láta þá hafa þann stuðning sem þarf til þess að knýja Rússana í vopnahlé. Láta Úkraínu hafa það sem þarf til að halda aftur af rússneska hernum í framhaldinu. Stefna Trump-stjórnarinnar er hvergi nálægt því, eftir því sem ég fæ séð og margir aðrir. Þvert á móti.“ Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska herinn ekki hafa haft í heiðri vopnahléið sem Rússlandsforseti boðaði í gær að yrði í gildi um páskana. Það átti að taka gildi klukkan sex í gærkvöldi. Selenskí segir að á fyrstu sex klukkustundunum hafi Rússar fjölda stórskotaliðsárása, áhlaupa og drónaárása í Úkraínu. Í nótt hafi verið gerðar fleiri stórskotaliðsárásir og áhlaup víða á víglínunni, í Dónetsk, Pokrovsk og Sapórísjíu. Selenskí greindi frá þessu á samfélagsmiðlum, og sagði Rússaher reyna að skapa ímynd vopnahlés, á meðan hann héldi áfram tilraunum til landvinninga. Rússar gefi ekkert eftir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi og Bandaríkjunum, segir vopnahléið í raun litlu skipta. Friðarviðræður til lengri tíma séu aðalmálið. „Það er tvennt sem stendur upp úr að mínu mati, í stóru myndinni. Annars vegar er ekkert sem bendir til þess að Rússar ætli, á þessu stigi, að gefa neitt eftir. Þeir hafa ekki gefið neitt eftir á meðan Trump-stjórnin virðist reiðubúin í meiriháttar eftirgjöf, varðandi hugsanlega Nató-aðild Úkraínu, og tilbúin til að gefa eftir úkraínskt land. Hins vegar virðist Trump-stjórnin einfaldlega ekki hafa neitt plan. Enga friðaráætlun fyrir Úkraínu,“ segir Albert. Stefnan á skjön við einu raunhæfu áætlunina Allur þrýstingur Bandaríkjanna sé settur á Úkraínu. „Nú síðast felst þrýstingurinn í því að Trump-stjórnin segist ætla að hætta þátttöku í öllum friðarviðræðum ef ekki kemur árangur. Þeir láta líta út eins og það standi á Rússum að færa fram árangur á næstu dögum, en það er bara ekkert sem bendir til þess að það sé raunverulega stefnan.“ Bandaríkin hafi hætt nánast öllum vopnasendingum til Úkraínu. „Eina raunhæfa friðaráætlunin fyrir Úkraínu væri að láta þá hafa þann stuðning sem þarf til þess að knýja Rússana í vopnahlé. Láta Úkraínu hafa það sem þarf til að halda aftur af rússneska hernum í framhaldinu. Stefna Trump-stjórnarinnar er hvergi nálægt því, eftir því sem ég fæ séð og margir aðrir. Þvert á móti.“
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira