Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. apríl 2025 14:37 Albert Jónsson var sendiherra í Bandaríkjunum árin 2006 til 2009, og í Rússlandi 2011 til 2016. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra segir vopnahlé sem boðað var milli Rússlands og Úkraínu yfir páskana litlu máli skipta. Ásakanir hafa gengið milli aðila um brot á vopnahléinu. Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska herinn ekki hafa haft í heiðri vopnahléið sem Rússlandsforseti boðaði í gær að yrði í gildi um páskana. Það átti að taka gildi klukkan sex í gærkvöldi. Selenskí segir að á fyrstu sex klukkustundunum hafi Rússar fjölda stórskotaliðsárása, áhlaupa og drónaárása í Úkraínu. Í nótt hafi verið gerðar fleiri stórskotaliðsárásir og áhlaup víða á víglínunni, í Dónetsk, Pokrovsk og Sapórísjíu. Selenskí greindi frá þessu á samfélagsmiðlum, og sagði Rússaher reyna að skapa ímynd vopnahlés, á meðan hann héldi áfram tilraunum til landvinninga. Rússar gefi ekkert eftir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi og Bandaríkjunum, segir vopnahléið í raun litlu skipta. Friðarviðræður til lengri tíma séu aðalmálið. „Það er tvennt sem stendur upp úr að mínu mati, í stóru myndinni. Annars vegar er ekkert sem bendir til þess að Rússar ætli, á þessu stigi, að gefa neitt eftir. Þeir hafa ekki gefið neitt eftir á meðan Trump-stjórnin virðist reiðubúin í meiriháttar eftirgjöf, varðandi hugsanlega Nató-aðild Úkraínu, og tilbúin til að gefa eftir úkraínskt land. Hins vegar virðist Trump-stjórnin einfaldlega ekki hafa neitt plan. Enga friðaráætlun fyrir Úkraínu,“ segir Albert. Stefnan á skjön við einu raunhæfu áætlunina Allur þrýstingur Bandaríkjanna sé settur á Úkraínu. „Nú síðast felst þrýstingurinn í því að Trump-stjórnin segist ætla að hætta þátttöku í öllum friðarviðræðum ef ekki kemur árangur. Þeir láta líta út eins og það standi á Rússum að færa fram árangur á næstu dögum, en það er bara ekkert sem bendir til þess að það sé raunverulega stefnan.“ Bandaríkin hafi hætt nánast öllum vopnasendingum til Úkraínu. „Eina raunhæfa friðaráætlunin fyrir Úkraínu væri að láta þá hafa þann stuðning sem þarf til þess að knýja Rússana í vopnahlé. Láta Úkraínu hafa það sem þarf til að halda aftur af rússneska hernum í framhaldinu. Stefna Trump-stjórnarinnar er hvergi nálægt því, eftir því sem ég fæ séð og margir aðrir. Þvert á móti.“ Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska herinn ekki hafa haft í heiðri vopnahléið sem Rússlandsforseti boðaði í gær að yrði í gildi um páskana. Það átti að taka gildi klukkan sex í gærkvöldi. Selenskí segir að á fyrstu sex klukkustundunum hafi Rússar fjölda stórskotaliðsárása, áhlaupa og drónaárása í Úkraínu. Í nótt hafi verið gerðar fleiri stórskotaliðsárásir og áhlaup víða á víglínunni, í Dónetsk, Pokrovsk og Sapórísjíu. Selenskí greindi frá þessu á samfélagsmiðlum, og sagði Rússaher reyna að skapa ímynd vopnahlés, á meðan hann héldi áfram tilraunum til landvinninga. Rússar gefi ekkert eftir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi og Bandaríkjunum, segir vopnahléið í raun litlu skipta. Friðarviðræður til lengri tíma séu aðalmálið. „Það er tvennt sem stendur upp úr að mínu mati, í stóru myndinni. Annars vegar er ekkert sem bendir til þess að Rússar ætli, á þessu stigi, að gefa neitt eftir. Þeir hafa ekki gefið neitt eftir á meðan Trump-stjórnin virðist reiðubúin í meiriháttar eftirgjöf, varðandi hugsanlega Nató-aðild Úkraínu, og tilbúin til að gefa eftir úkraínskt land. Hins vegar virðist Trump-stjórnin einfaldlega ekki hafa neitt plan. Enga friðaráætlun fyrir Úkraínu,“ segir Albert. Stefnan á skjön við einu raunhæfu áætlunina Allur þrýstingur Bandaríkjanna sé settur á Úkraínu. „Nú síðast felst þrýstingurinn í því að Trump-stjórnin segist ætla að hætta þátttöku í öllum friðarviðræðum ef ekki kemur árangur. Þeir láta líta út eins og það standi á Rússum að færa fram árangur á næstu dögum, en það er bara ekkert sem bendir til þess að það sé raunverulega stefnan.“ Bandaríkin hafi hætt nánast öllum vopnasendingum til Úkraínu. „Eina raunhæfa friðaráætlunin fyrir Úkraínu væri að láta þá hafa þann stuðning sem þarf til þess að knýja Rússana í vopnahlé. Láta Úkraínu hafa það sem þarf til að halda aftur af rússneska hernum í framhaldinu. Stefna Trump-stjórnarinnar er hvergi nálægt því, eftir því sem ég fæ séð og margir aðrir. Þvert á móti.“
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira