Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. apríl 2025 20:04 Frú Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason, eiginmaður hennar, ásamt Soffíu Sveinsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands og Guðríði Helgadóttur, staðarhaldara á Reykjum þegar forsetahjónin mættu í opna húsið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forseta Íslands dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði því það er svo erfitt að stunda garðrækt í rokinu á staðnum. Kryddjurtir eru þó ræktaðir inni í gluggakistunum á Bessastöðum, sem eiginmaður forseta notar svo í matseld. Forseti Íslands og eiginmaður hennar voru heiðursgestir á opnu húsi í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta. Hópur barna tók á móti forsetanum og fékk myndir af sér með þeim og svo var haldið á hátíðarsamkomu í gróðurskála skólans þar sem forsetinn veitti nokkur garðyrkjuverðlaun. Garðyrkjubændurnir í garðyrkjustöðinni Heiðmörk í Laugarási í Bláskógabyggð fengu hvatningarverðlaun garðyrkjunnar og Bjarkarás, Svava Rafnsdóttir, garðyrkjufræðingur hluti verðlaun fyrir að vera besti verknámsstaður skólans en um er að ræða gróðurhús við Stjörnugróf í Reykjavík, sem er rekið af Ás styrktarfélagi. Loks fékk Ólafur Sturla Njálsson, garðyrkjusérfræðingur í Nátthaga í Ölfusi heiðursverðlaun garðyrkjunnar 2025 en þar rekur hann öfluga garðplöntustöð. Eigendur garðyrkjustöðvarinnar Heiðmerkur í Laugarási í Bláskógabyggð fengu Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar 2025 en það eru þau Óli Finnsson og Inga Sigríður Snorradóttir, sem eru hér með börnum sínum, Mána og Kríu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bjarkarás hlaut verðlaun fyrir að vera besti verknámsstaður Garðyrkjuskólans en um er að ræða gróðurhús við Stjörnugróf í Reykjavík, sem er rekið af Ás styrktarfélagi. Svava Rafnsdóttir er garðyrkjufræðingur þar og tók á móti verðlaununum úr hendi forseta Íslands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ólafur Sturla Njálsson, garðyrkjusérfræðingur í Nátthaga í Ölfusi fékk heiðursverðlaun garðyrkjunnar 2025 en þar rekur hann öfluga garðplöntustöð. Hér er hann með verðlaunagripinn og Höllu forseta, sem afhenti honum viðurkenninguna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Halla rifjaði upp sínar fyrstu gróður minningar sínar í ræðustólnum. „Mínar fyrstu gróðurminningar voru hér í Eden þannig að mér finnst þið eiga eitthvað hlutverk á landsvísu að halda áfram að leiða og minna okkur á fegurðina, skjólið, ánægjuna og næringuna, sem felst í því að við ræktum áfram garðinn okkar hér og á landinu öllu,“ sagði Halla. En hvað með Höllu sjálfa, hefur hún eitthvað vit á garðyrkju? „Nei, kannski ekki vit en áhuga og gleði, sérstaklega af kryddjurtarækt, það er eitthvað, sem ég hef alltaf haft gaman af og maðurinn eldar svo úr því. Það gengur illa í rokinu á Bessastöðum að gera eitthvað úti enn þá. Ég þarf eiginlega að koma mér upp gróðurhúsi en ég reyni að nota eldhúsgluggann aðeins já,” segir Halla kampakát. Forsetahjónin með nokkrum hressum krökkum, sem tóku á móti þeim þegar þau mættu í opna húsið í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mennta- og barnamálaráðherra, Guðmundur Ingi Kristinsson mætti líka í Garðyrkjuskólann en hann veitti umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar en þau fóru til fyrirtækisins „Livefodd” í Hveragerði, sem er fyrsta og eina grænkera ostagerðin á Íslandi en eigendur fyrirtækisins ery þau Erlendur Eiríksson og Fjóla Einarsdóttir, sem tóku á móti verðlaununum vegna framlags fyrirtækis þeirra til umhverfisvænnar og sjálfbærrar matvælaframleiðslu. Umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar fóru til fyrirtækisins „Livefodd” í Hveragerði, sem er fyrsta og eina grænkera ostagerðin á Íslandi en eigendur fyrirtækisins eru þau Erlendur Eiríksson og Fjóla Einarsdóttir. Þau eru hér með forseta Íslands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Garðyrkja Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Landbúnaður Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Forseti Íslands og eiginmaður hennar voru heiðursgestir á opnu húsi í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta. Hópur barna tók á móti forsetanum og fékk myndir af sér með þeim og svo var haldið á hátíðarsamkomu í gróðurskála skólans þar sem forsetinn veitti nokkur garðyrkjuverðlaun. Garðyrkjubændurnir í garðyrkjustöðinni Heiðmörk í Laugarási í Bláskógabyggð fengu hvatningarverðlaun garðyrkjunnar og Bjarkarás, Svava Rafnsdóttir, garðyrkjufræðingur hluti verðlaun fyrir að vera besti verknámsstaður skólans en um er að ræða gróðurhús við Stjörnugróf í Reykjavík, sem er rekið af Ás styrktarfélagi. Loks fékk Ólafur Sturla Njálsson, garðyrkjusérfræðingur í Nátthaga í Ölfusi heiðursverðlaun garðyrkjunnar 2025 en þar rekur hann öfluga garðplöntustöð. Eigendur garðyrkjustöðvarinnar Heiðmerkur í Laugarási í Bláskógabyggð fengu Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar 2025 en það eru þau Óli Finnsson og Inga Sigríður Snorradóttir, sem eru hér með börnum sínum, Mána og Kríu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bjarkarás hlaut verðlaun fyrir að vera besti verknámsstaður Garðyrkjuskólans en um er að ræða gróðurhús við Stjörnugróf í Reykjavík, sem er rekið af Ás styrktarfélagi. Svava Rafnsdóttir er garðyrkjufræðingur þar og tók á móti verðlaununum úr hendi forseta Íslands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ólafur Sturla Njálsson, garðyrkjusérfræðingur í Nátthaga í Ölfusi fékk heiðursverðlaun garðyrkjunnar 2025 en þar rekur hann öfluga garðplöntustöð. Hér er hann með verðlaunagripinn og Höllu forseta, sem afhenti honum viðurkenninguna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Halla rifjaði upp sínar fyrstu gróður minningar sínar í ræðustólnum. „Mínar fyrstu gróðurminningar voru hér í Eden þannig að mér finnst þið eiga eitthvað hlutverk á landsvísu að halda áfram að leiða og minna okkur á fegurðina, skjólið, ánægjuna og næringuna, sem felst í því að við ræktum áfram garðinn okkar hér og á landinu öllu,“ sagði Halla. En hvað með Höllu sjálfa, hefur hún eitthvað vit á garðyrkju? „Nei, kannski ekki vit en áhuga og gleði, sérstaklega af kryddjurtarækt, það er eitthvað, sem ég hef alltaf haft gaman af og maðurinn eldar svo úr því. Það gengur illa í rokinu á Bessastöðum að gera eitthvað úti enn þá. Ég þarf eiginlega að koma mér upp gróðurhúsi en ég reyni að nota eldhúsgluggann aðeins já,” segir Halla kampakát. Forsetahjónin með nokkrum hressum krökkum, sem tóku á móti þeim þegar þau mættu í opna húsið í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mennta- og barnamálaráðherra, Guðmundur Ingi Kristinsson mætti líka í Garðyrkjuskólann en hann veitti umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar en þau fóru til fyrirtækisins „Livefodd” í Hveragerði, sem er fyrsta og eina grænkera ostagerðin á Íslandi en eigendur fyrirtækisins ery þau Erlendur Eiríksson og Fjóla Einarsdóttir, sem tóku á móti verðlaununum vegna framlags fyrirtækis þeirra til umhverfisvænnar og sjálfbærrar matvælaframleiðslu. Umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar fóru til fyrirtækisins „Livefodd” í Hveragerði, sem er fyrsta og eina grænkera ostagerðin á Íslandi en eigendur fyrirtækisins eru þau Erlendur Eiríksson og Fjóla Einarsdóttir. Þau eru hér með forseta Íslands. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Garðyrkja Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Landbúnaður Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent