Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar 1. maí 2025 10:31 Í dag 1. maí fögnum við alþjóðlegum baráttudegi verkafólks. Dagurinn á sér kæran sess í hugum okkar jafnaðarmanna og munum við Samfylkingarfólk koma saman um land allt í tilefni dagsins sem fyrr. Baráttan tekur á sig breyttar myndir nú þegar flokkurinn heldur um taumana í ríkisstjórnarsamstarfi og verkefni okkar er að mæta kröfum vinnandi fólks um bætt kjör og koma áherslum okkar í framkvæmd. Frá niðurstöðum kosninga hefur stjórnmálaumræðan hins vegar tekið stakkaskiptum í kjölfar vendinga á alþjóðlega sviðinu. Umræða um öryggis- og varnarmál hefur aldrei verið ofar á baugi og af góðri ástæðu – öryggi okkar og barátta fyrir því að geta frjálst um höfuð strokið í lýðræðisþjóðfélagi þar sem félagslegt réttlæti er í forgrunni, er og verður grundvallarbaráttumál jafnaðarflokka um allan heim. Evrópusambandsaðild Íslands væri kjaramál Þess vegna er eðlilegt að öryggis og varnarmál og umræða um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu sé dregin fram í samhengi við fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu sem ráðgert er að fari fram ekki síðar en árið 2027. Hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu snýst hins vegar öðru fremur um fjölmarga aðra hagsmunaþætti sem eiga sér skírskotun í baráttu verkalýðshreyfinga og hagsmunasamtaka sem ættu að láta sig málefnið varða með afdráttarlausari hætti. Það er því mjög viðeigandi á baráttudegi verkalýðshreyfingarinnar að minnast á mikilvægi þess að umræðan um hugsanlega upptöku aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið fari fram á vettvangi verkalýðshreyfingarinnar og hún láti málefnið sig varða með afgerandi hætti. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar hefur talað einart fyrir mikilvægi þess að ef við viljum ná árangri í umræðunni þurfa stjórnmálaflokkar liðsstyrk í henni frá hagsmunasamtökum og ekki síst verkalýðshreyfingunni. Fordæmi frá Svíþjóð og Noregi eru vitnisburður um að skýr aðkoma launafólks að umræðunni er til þess fallin að auka skilning almennings á því sem er undir og hvernig aðildin gæti orðið til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag, eða öfugt. Verkalýðshreyfingin áfram á breiðum grunni Við vitum að umræðuefnið getur valdið skautun og félagar hreyfinganna eru ekki á einu máli um hvort aðildarviðræður geti leitt af sér betra samfélag hér á landi í heimi sem ört tekur breytingum. Tollaálögur Bandaríkjastjórnar á heimsvísu eru því síður til þess fallnar að skýra myndina í alþjóðaviðskiptum og hvort breytingar yrðu á sambandi okkar við Bandaríkin. Verkalýðshreyfingin á þrátt fyrir það ekki að láta sitt eftir liggja. Áttum okkur á því að með fullri aðild að sambandinu skapast skýr vettvangur til raunverulegrar hagsmunagæslu með íslenskum kjörnum fulltrúum á Evrópuþinginu, í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, í Ráðherraráðinu eða á vettvangi Evrópudómstólsins. Norræna vinnumarkaðsmódelið þarf á málsvörum að halda á evrópskum vettvangi. Málefni innri markaðarins alls varða launafólk í landinu svo um munar. Þá eigum við eftir að byrja að ræða áskoranir og óvissuþætti sem varða samningsstöðu landsins í þeim málaflokkum sem falla utan EES-samningsins, þ.e. gjaldmiðilsmál, tollamál, landbúnaðarmál og ekki síst sjávarútvegsmál. Þessir kaflar voru ekki opnaðir í umsóknarferlinu á sínum tíma. Það skiptir líka máli að huga að umræðunni í Noregi og gefa því gaum hver örlög EES-samningsins yrðu ef Norðmenn líta í átt að fullri aðild með hugsanlegri upptöku aðildarviðræðna að loknum þingkosningum sem fara þar fram síðar á árinu. Verkó – við verðum að heyra frá ykkur Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur er skýr. Það verður af þjóðaratkvæðagreiðslunni um hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið skuli fram haldið áður en kjörtímabilið er úti. Tíminn líður hratt og við megum ekki láta slá okkur út af laginu. Hugsanleg Evrópusambandsaðild Íslands er risavaxið kjaramál en er að sjálfsögðu engin töfralausn á þeim efnahagslegu áskorunum sem steðja að íslenskum vinnumarkaði. Það verður í senn umræðunni og íslenskum kjósendum í hag ef leiðtogar íslenskrar kjarabaráttu hefjast handa svo fljótt sem verða má. Línan er svo sannarlega opin. Ég biðla því til verkalýðshreyfingarinnar um að gefa sig að því hvernig Ísland getur best gert ítrustu kröfur fyrir hagsmuni íslensks launafólks. Kæru félagar - boltinn er ykkar! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjört Hákonardóttir Vinnumarkaður Stéttarfélög Evrópusambandið Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Í dag 1. maí fögnum við alþjóðlegum baráttudegi verkafólks. Dagurinn á sér kæran sess í hugum okkar jafnaðarmanna og munum við Samfylkingarfólk koma saman um land allt í tilefni dagsins sem fyrr. Baráttan tekur á sig breyttar myndir nú þegar flokkurinn heldur um taumana í ríkisstjórnarsamstarfi og verkefni okkar er að mæta kröfum vinnandi fólks um bætt kjör og koma áherslum okkar í framkvæmd. Frá niðurstöðum kosninga hefur stjórnmálaumræðan hins vegar tekið stakkaskiptum í kjölfar vendinga á alþjóðlega sviðinu. Umræða um öryggis- og varnarmál hefur aldrei verið ofar á baugi og af góðri ástæðu – öryggi okkar og barátta fyrir því að geta frjálst um höfuð strokið í lýðræðisþjóðfélagi þar sem félagslegt réttlæti er í forgrunni, er og verður grundvallarbaráttumál jafnaðarflokka um allan heim. Evrópusambandsaðild Íslands væri kjaramál Þess vegna er eðlilegt að öryggis og varnarmál og umræða um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu sé dregin fram í samhengi við fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu sem ráðgert er að fari fram ekki síðar en árið 2027. Hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu snýst hins vegar öðru fremur um fjölmarga aðra hagsmunaþætti sem eiga sér skírskotun í baráttu verkalýðshreyfinga og hagsmunasamtaka sem ættu að láta sig málefnið varða með afdráttarlausari hætti. Það er því mjög viðeigandi á baráttudegi verkalýðshreyfingarinnar að minnast á mikilvægi þess að umræðan um hugsanlega upptöku aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið fari fram á vettvangi verkalýðshreyfingarinnar og hún láti málefnið sig varða með afgerandi hætti. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar hefur talað einart fyrir mikilvægi þess að ef við viljum ná árangri í umræðunni þurfa stjórnmálaflokkar liðsstyrk í henni frá hagsmunasamtökum og ekki síst verkalýðshreyfingunni. Fordæmi frá Svíþjóð og Noregi eru vitnisburður um að skýr aðkoma launafólks að umræðunni er til þess fallin að auka skilning almennings á því sem er undir og hvernig aðildin gæti orðið til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag, eða öfugt. Verkalýðshreyfingin áfram á breiðum grunni Við vitum að umræðuefnið getur valdið skautun og félagar hreyfinganna eru ekki á einu máli um hvort aðildarviðræður geti leitt af sér betra samfélag hér á landi í heimi sem ört tekur breytingum. Tollaálögur Bandaríkjastjórnar á heimsvísu eru því síður til þess fallnar að skýra myndina í alþjóðaviðskiptum og hvort breytingar yrðu á sambandi okkar við Bandaríkin. Verkalýðshreyfingin á þrátt fyrir það ekki að láta sitt eftir liggja. Áttum okkur á því að með fullri aðild að sambandinu skapast skýr vettvangur til raunverulegrar hagsmunagæslu með íslenskum kjörnum fulltrúum á Evrópuþinginu, í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, í Ráðherraráðinu eða á vettvangi Evrópudómstólsins. Norræna vinnumarkaðsmódelið þarf á málsvörum að halda á evrópskum vettvangi. Málefni innri markaðarins alls varða launafólk í landinu svo um munar. Þá eigum við eftir að byrja að ræða áskoranir og óvissuþætti sem varða samningsstöðu landsins í þeim málaflokkum sem falla utan EES-samningsins, þ.e. gjaldmiðilsmál, tollamál, landbúnaðarmál og ekki síst sjávarútvegsmál. Þessir kaflar voru ekki opnaðir í umsóknarferlinu á sínum tíma. Það skiptir líka máli að huga að umræðunni í Noregi og gefa því gaum hver örlög EES-samningsins yrðu ef Norðmenn líta í átt að fullri aðild með hugsanlegri upptöku aðildarviðræðna að loknum þingkosningum sem fara þar fram síðar á árinu. Verkó – við verðum að heyra frá ykkur Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur er skýr. Það verður af þjóðaratkvæðagreiðslunni um hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið skuli fram haldið áður en kjörtímabilið er úti. Tíminn líður hratt og við megum ekki láta slá okkur út af laginu. Hugsanleg Evrópusambandsaðild Íslands er risavaxið kjaramál en er að sjálfsögðu engin töfralausn á þeim efnahagslegu áskorunum sem steðja að íslenskum vinnumarkaði. Það verður í senn umræðunni og íslenskum kjósendum í hag ef leiðtogar íslenskrar kjarabaráttu hefjast handa svo fljótt sem verða má. Línan er svo sannarlega opin. Ég biðla því til verkalýðshreyfingarinnar um að gefa sig að því hvernig Ísland getur best gert ítrustu kröfur fyrir hagsmuni íslensks launafólks. Kæru félagar - boltinn er ykkar! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun