„Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Siggeir Ævarsson skrifar 5. maí 2025 22:46 Jóhann Þór er þjálfari Grindavíkur. Honum var heitt í hamsi eftir leik Vísir/Anton Brink Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ansi ósáttur við dómgæsluna í kvöld þegar hann mætti í viðtal við Andra Más eftir tap gegn Stjörnunni 74-70 í oddaleik. Jóhann var spurður hvar leikurinn hefði tapast en honum var efst í huga ræða Baldurs eftir síðasta leik um dómgæsluna í þeim leik. „Voðalega erfitt að segja svona strax eftir leik. En ég verð bara að koma inn á það, að ræðan hjá Baldri eftir síðasta leik hún virkaði heldur betur og þetta er annar oddaleikurinn á tveimur árum þar sem við lendum í algjörri þvælu. Þetta er bara ekki boðlegt. Ég er að reyna að halda ró minni.“ „Auðvitað eru þetta víti og tapaðir boltar í fyrri hálfleik. Við búum okkur til opin skot og erum of stuttir, eins og það vantaði smá orku í okkur. Lykilmenn kannski orðnir þreyttir, getur vel verið, eða það var þannig. Ég er ekki sáttur.“ Jóhann var beðinn um að útskýra nánar hvað hann ætti við með þessari vísun í ræðu Baldurs og var honum þá nokkuð heitt í hamsi. „Þú heyrðir hvað hann sagði. Hann kenndi dómurunum um að þeir hefðu tapað. Þeir hefðu verið með okkur í liði og allt það. Hvað má segja? Má þetta bara? Er engin aganefnd eða neitt þannig? Hann áskar dómarana um að vera með okkur í liði og það hafði heldur betur áhrif á þrjá hérna í kvöld. Það eru bara dómarar hérna 50/50 sem falla allir Stjörnumegin. „No call“ hinumegin sem eru brot hér. Ég næ þessu ekki. Þetta var líka svona á Hlíðarenda fyrir ári síðan.“ „En bara til hamingju Stjarnan. Bara geggjað að vera komnir í gegn, loksins fyrir þá. Vonandi verður þetta bara geggjuð sería og íslenskum körfubolta til sóma.“ Hvaða atvik áttu við? „Bara síðustu tvær mínúturnar. Skoðaðu þetta bara aftur. Til dæmis þegar Arnór tekur frákastið og Orri brýtur á honum. Svo svörin sem maður fær, „Já, þetta má hérna líka“, þetta bara heldur ekki vatni.“ Jóhann var að lokum spurður hvort hann yrði áfram með lið Grindavíkur. „Ég veit það ekki, ég var bara á leiðinni á Krókinn á fimmtudaginn. Ég er ekkert búinn að pæla neitt í því, það bara kemur í ljós.“ Hann fékk svo sömu spurningu um DeAndre Kane. „Aftur, ég bara veit það ekki, vonandi.“ Bónus-deild karla Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Jóhann var spurður hvar leikurinn hefði tapast en honum var efst í huga ræða Baldurs eftir síðasta leik um dómgæsluna í þeim leik. „Voðalega erfitt að segja svona strax eftir leik. En ég verð bara að koma inn á það, að ræðan hjá Baldri eftir síðasta leik hún virkaði heldur betur og þetta er annar oddaleikurinn á tveimur árum þar sem við lendum í algjörri þvælu. Þetta er bara ekki boðlegt. Ég er að reyna að halda ró minni.“ „Auðvitað eru þetta víti og tapaðir boltar í fyrri hálfleik. Við búum okkur til opin skot og erum of stuttir, eins og það vantaði smá orku í okkur. Lykilmenn kannski orðnir þreyttir, getur vel verið, eða það var þannig. Ég er ekki sáttur.“ Jóhann var beðinn um að útskýra nánar hvað hann ætti við með þessari vísun í ræðu Baldurs og var honum þá nokkuð heitt í hamsi. „Þú heyrðir hvað hann sagði. Hann kenndi dómurunum um að þeir hefðu tapað. Þeir hefðu verið með okkur í liði og allt það. Hvað má segja? Má þetta bara? Er engin aganefnd eða neitt þannig? Hann áskar dómarana um að vera með okkur í liði og það hafði heldur betur áhrif á þrjá hérna í kvöld. Það eru bara dómarar hérna 50/50 sem falla allir Stjörnumegin. „No call“ hinumegin sem eru brot hér. Ég næ þessu ekki. Þetta var líka svona á Hlíðarenda fyrir ári síðan.“ „En bara til hamingju Stjarnan. Bara geggjað að vera komnir í gegn, loksins fyrir þá. Vonandi verður þetta bara geggjuð sería og íslenskum körfubolta til sóma.“ Hvaða atvik áttu við? „Bara síðustu tvær mínúturnar. Skoðaðu þetta bara aftur. Til dæmis þegar Arnór tekur frákastið og Orri brýtur á honum. Svo svörin sem maður fær, „Já, þetta má hérna líka“, þetta bara heldur ekki vatni.“ Jóhann var að lokum spurður hvort hann yrði áfram með lið Grindavíkur. „Ég veit það ekki, ég var bara á leiðinni á Krókinn á fimmtudaginn. Ég er ekkert búinn að pæla neitt í því, það bara kemur í ljós.“ Hann fékk svo sömu spurningu um DeAndre Kane. „Aftur, ég bara veit það ekki, vonandi.“
Bónus-deild karla Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira