Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 9. maí 2025 08:01 Grein rituð í tilefni Evrópudagsins, 9. maí Evrópudagurinn, sem haldinn er hátíðlegur 9. maí ár hvert, minnir okkur á mikilvægi samstöðu og samvinnu í Evrópu. Þann dag árið 1950 lagði franski utanríkisráðherrann Robert Schuman fram tillögu um sameiginlegt kol- og stálbandalag Evrópuríkja — sem varð upphafið að því sem síðar þróaðist í Evrópusambandið. Tillagan kom aðeins degi eftir að Evrópubúar minntust vopnahlésins sem batt enda á síðari heimsstyrjöldina í álfunni þann 8. maí 1945. Það er því engin tilviljun að Evrópudagurinn og friðarminningin haldast í hendur: markmið sambandsins frá upphafi hefur verið að koma í veg fyrir frekari styrjaldir í Evrópu. Ísland hefur hingað til ekki tekið þátt sem aðildarríki Evrópusambandsins, en hefur þó notið ávinnings af samstarfinu í gegnum EES-samninginn. Samningurinn tryggir Íslandi aðgang að sameiginlegum markaði ESB — en á sama tíma felur hann í sér að við tökum við reglugerðum og tilskipunum án þess að eiga aðkomu að mótun þeirra. Það fyrirkomulag hefur aldrei verið fyllilega lýðræðislegt, eins og vel er tíundað í umfangsmikilli skýrslu norskra stjórnvalda frá því í fyrra, en Noregur er í sömu stöðu og við. Nú liggur fyrir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að stefnt skuli að þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort taka eigi upp þráðinn í aðildarviðræðum við ESB eigi síðar en árið 2027. Það skapar einstakt tækifæri fyrir okkur Íslendinga til að taka upplýsta og yfirvegaða ákvörðun um framtíðarsamband okkar við Evrópu. Í gegnum EES hefur Ísland tekið upp þorra þeirra reglna sem gilda á innri markaði ESB og hefur verið býsna breið samstaða á þingi og meðal aðila vinnumarkaðarins um að þær hafi reynst okkur vel. Þær ná meðal annars til fjármála, samkeppnismála og neytendaverndar. En við höfum engin formleg áhrif á mótun þessara reglna. Með aðild að ESB myndi Ísland öðlast rödd innan stofnana sambandsins — í ráðherraráði, á Evrópuþinginu og innan framkvæmdastjórnarinnar. Þar gæti Ísland varið hagsmuni sína af meiri festu en hingað til hefur verið unnt og að sama skapi lagt til þekkingu sína og reynslu á þeim sviðum sem hún er til staðar. Ísland býr að öflugu atvinnulífi og að mörgu leiti sterkum samfélagslegum innviðum. En sveiflukenndur gjaldmiðill og háir vextir hafa verið þrálátur fylgifiskur íslensks efnahagslífs. Aðild að myntbandalagi Evrópu myndi ekki leysa öll vandamál, en gæti veitt traustari undirstöður í íslensku efnahagslífi, aukið fyrirsjáanleika og eflt stöðugleika til lengri tíma. Heimsmyndin hefur líka breyst mjög hratt. Innrás Rússlands í Úkraínu hefur endurvakið skilning Evrópuríkja á mikilvægi samstöðu. Ísland hefur notið góðs af aðildinni að NATO, þegar horft er til öryggis- og varnarmála, en ESB hefur á sama tíma byggt upp samstarf á sviði netöryggis, borgaralegra varna og stefnumörkunar í öryggismálum. Smáríki geta haft áhrif þar sem stofnanir virka og samráð ríkir — að því gefnu að þau séu við borðið. Það er ekki rétt að aðild að Evrópusambandinu þýði að Ísland glati fullveldi sínu. Aðildarríki halda sínu fullveldi og menningarlegri sérstöðu, eða hver getur haldið því fram í fullri alvöru að Svíþjóð og Danmörk, Frakkland og Spánn séu ekki fullvalda ríki? En þau taka sameiginlega ábyrgð á framtíð álfunnar. Að vera fullgildur þátttakandi í slíku samstarfi er ekki veikleiki — heldur staðfesting á trausti á eigin getu. Í tilefni Evrópudagsins og í ljósi þess að nú hillir undir þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarsamstarf Íslands við ESB, er tímabært að ræða þessa vegferð af yfirvegun og alvöru. Evrópusambandið hefur ásamt NATO stuðlað að friði í álfunni í 80 ár. Ísland getur orðið virkur þátttakandi í því samstarfi — ekki sem áhorfandi eins og hingað til, heldur sem fullgildur aðili með eigin rödd. Höfum við sjálfstraust til þess? Framtíðin er í okkar höndum. Spurningin er ekki hvort við séum Evrópuríki — heldur hvers konar Evrópuríki við viljum vera. Höfundur er Íslendingur og Evrópubúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Grein rituð í tilefni Evrópudagsins, 9. maí Evrópudagurinn, sem haldinn er hátíðlegur 9. maí ár hvert, minnir okkur á mikilvægi samstöðu og samvinnu í Evrópu. Þann dag árið 1950 lagði franski utanríkisráðherrann Robert Schuman fram tillögu um sameiginlegt kol- og stálbandalag Evrópuríkja — sem varð upphafið að því sem síðar þróaðist í Evrópusambandið. Tillagan kom aðeins degi eftir að Evrópubúar minntust vopnahlésins sem batt enda á síðari heimsstyrjöldina í álfunni þann 8. maí 1945. Það er því engin tilviljun að Evrópudagurinn og friðarminningin haldast í hendur: markmið sambandsins frá upphafi hefur verið að koma í veg fyrir frekari styrjaldir í Evrópu. Ísland hefur hingað til ekki tekið þátt sem aðildarríki Evrópusambandsins, en hefur þó notið ávinnings af samstarfinu í gegnum EES-samninginn. Samningurinn tryggir Íslandi aðgang að sameiginlegum markaði ESB — en á sama tíma felur hann í sér að við tökum við reglugerðum og tilskipunum án þess að eiga aðkomu að mótun þeirra. Það fyrirkomulag hefur aldrei verið fyllilega lýðræðislegt, eins og vel er tíundað í umfangsmikilli skýrslu norskra stjórnvalda frá því í fyrra, en Noregur er í sömu stöðu og við. Nú liggur fyrir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að stefnt skuli að þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort taka eigi upp þráðinn í aðildarviðræðum við ESB eigi síðar en árið 2027. Það skapar einstakt tækifæri fyrir okkur Íslendinga til að taka upplýsta og yfirvegaða ákvörðun um framtíðarsamband okkar við Evrópu. Í gegnum EES hefur Ísland tekið upp þorra þeirra reglna sem gilda á innri markaði ESB og hefur verið býsna breið samstaða á þingi og meðal aðila vinnumarkaðarins um að þær hafi reynst okkur vel. Þær ná meðal annars til fjármála, samkeppnismála og neytendaverndar. En við höfum engin formleg áhrif á mótun þessara reglna. Með aðild að ESB myndi Ísland öðlast rödd innan stofnana sambandsins — í ráðherraráði, á Evrópuþinginu og innan framkvæmdastjórnarinnar. Þar gæti Ísland varið hagsmuni sína af meiri festu en hingað til hefur verið unnt og að sama skapi lagt til þekkingu sína og reynslu á þeim sviðum sem hún er til staðar. Ísland býr að öflugu atvinnulífi og að mörgu leiti sterkum samfélagslegum innviðum. En sveiflukenndur gjaldmiðill og háir vextir hafa verið þrálátur fylgifiskur íslensks efnahagslífs. Aðild að myntbandalagi Evrópu myndi ekki leysa öll vandamál, en gæti veitt traustari undirstöður í íslensku efnahagslífi, aukið fyrirsjáanleika og eflt stöðugleika til lengri tíma. Heimsmyndin hefur líka breyst mjög hratt. Innrás Rússlands í Úkraínu hefur endurvakið skilning Evrópuríkja á mikilvægi samstöðu. Ísland hefur notið góðs af aðildinni að NATO, þegar horft er til öryggis- og varnarmála, en ESB hefur á sama tíma byggt upp samstarf á sviði netöryggis, borgaralegra varna og stefnumörkunar í öryggismálum. Smáríki geta haft áhrif þar sem stofnanir virka og samráð ríkir — að því gefnu að þau séu við borðið. Það er ekki rétt að aðild að Evrópusambandinu þýði að Ísland glati fullveldi sínu. Aðildarríki halda sínu fullveldi og menningarlegri sérstöðu, eða hver getur haldið því fram í fullri alvöru að Svíþjóð og Danmörk, Frakkland og Spánn séu ekki fullvalda ríki? En þau taka sameiginlega ábyrgð á framtíð álfunnar. Að vera fullgildur þátttakandi í slíku samstarfi er ekki veikleiki — heldur staðfesting á trausti á eigin getu. Í tilefni Evrópudagsins og í ljósi þess að nú hillir undir þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarsamstarf Íslands við ESB, er tímabært að ræða þessa vegferð af yfirvegun og alvöru. Evrópusambandið hefur ásamt NATO stuðlað að friði í álfunni í 80 ár. Ísland getur orðið virkur þátttakandi í því samstarfi — ekki sem áhorfandi eins og hingað til, heldur sem fullgildur aðili með eigin rödd. Höfum við sjálfstraust til þess? Framtíðin er í okkar höndum. Spurningin er ekki hvort við séum Evrópuríki — heldur hvers konar Evrópuríki við viljum vera. Höfundur er Íslendingur og Evrópubúi.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun