Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Lillý Valgerður Pétursdóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 7. maí 2025 19:09 Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna hyggjast efla eftirlit á áfengissölu á íþróttaleikjum. Vísir/Sigurjón/Hulda Margrét Misbrestur er á að leyfi íþróttafélaga til að selja áfengi á kappleikjum sínum séu í lagi og dæmi eru um að lögregla hafi verið kölluð til vegna átaka. Lögreglan ætlar að efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaviðburðum. Íþróttafélögin selja mörg hver áfengi í tengslum við kappleiki hjá meistaraflokkum sínum. Á fjölmennustu leikjunum eru dæmi um að seldir séu þúsundir lítra af bjór. „Áfengisneysla á íþróttakappleikjum hefur aukist. Við sjáum þetta bara í sjónvarpinu og í umfjöllun fjölmiðla. Við höfum líka farið í eftirlit á staði og séð að þetta er bara að gerast í raunveruleikanum,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hefur vegna þessa meðal annars fundað með íþróttahreyfingunni. Sýslumannsembættin sjá um að úthluta leyfum sem félögin þurfa til að selja áfengi á íþróttaviðburðum. Ýmiss konar misbrestir á áfengissölu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið að skoða með sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hvort að leyfi íþróttafélaganna séu til staðar og í lagi. „Það hefur verið misbrestur á því. Allt frá því að ekkert leyfi hefur verið til staðar og yfir í það að leyfi hefur verið til staðar en áfengissalan og neyslan ekki verið í þeim rýmum sem að leyfið kvað á um,“ segir Ásmundur. Þannig hafa félögin ekki öll leyfi fyrir því að fólk megi drekka áfengi í stúkunni. Ásmundur segir lögregluna ætla að efla eftirlit með áfengissölu íþróttafélaganna. „Við leggjum aðaláhersluna á það að íþróttafélögin séu með þau leyfi sem þarf til þess mega selja áfengi og veita áfengi.“ Dæmi eru um að lögreglan hafi verið kölluð til vegna áfengisneyslu á kappleikjum. „Það hafa komið verkefni inn á borð lögreglu sem má kannski rekja til þess að áfengisneysla er á þessum íþróttakappleikjum og við höfum alveg dæmi um það að lögreglan hefur þurft að fara til þess að skakka leikinn þegar jafnvel hefur komið til átaka á milli fólks. Þó kannski að það sé erfitt að rekja það beint en það má svona leiða að því líkur.“ Félögin farin að skutla áfengi heim Á leikjunum séu yfirleitt fjölmörg börn. „Það er bara mjög eðlilegt að foreldrar kannski spyrji sig spurninga hvort að þetta umhverfi, að vera að neyta áfengi á íþróttakappleikjum, samræmist það að vera með börin sín meðferðis en ég ætla svo sem bara að eftirláta foreldrum að gera það upp við sig,“ segir Ásmundur. Þá hafa lögreglu borist ábendingar um að sum íþróttafélaganna hafi gengið lengra og séu farin að selja áfengi merkt félögunum í fjáröflunarskyni og keyra heim til fólks. „Það er allavega þannig að áfengissalan, ef það er hægt að kalla þetta svo, er ekki bara að fara fram á íþróttakappleikjunum. Hún er líka að fara fram, ef að þessi grunur er á rökum reistur, með heimskutli á áfengi.“ Áfengi Lögreglumál Fíkn Fótbolti Körfubolti Handbolti Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Sjá meira
Íþróttafélögin selja mörg hver áfengi í tengslum við kappleiki hjá meistaraflokkum sínum. Á fjölmennustu leikjunum eru dæmi um að seldir séu þúsundir lítra af bjór. „Áfengisneysla á íþróttakappleikjum hefur aukist. Við sjáum þetta bara í sjónvarpinu og í umfjöllun fjölmiðla. Við höfum líka farið í eftirlit á staði og séð að þetta er bara að gerast í raunveruleikanum,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hefur vegna þessa meðal annars fundað með íþróttahreyfingunni. Sýslumannsembættin sjá um að úthluta leyfum sem félögin þurfa til að selja áfengi á íþróttaviðburðum. Ýmiss konar misbrestir á áfengissölu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið að skoða með sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hvort að leyfi íþróttafélaganna séu til staðar og í lagi. „Það hefur verið misbrestur á því. Allt frá því að ekkert leyfi hefur verið til staðar og yfir í það að leyfi hefur verið til staðar en áfengissalan og neyslan ekki verið í þeim rýmum sem að leyfið kvað á um,“ segir Ásmundur. Þannig hafa félögin ekki öll leyfi fyrir því að fólk megi drekka áfengi í stúkunni. Ásmundur segir lögregluna ætla að efla eftirlit með áfengissölu íþróttafélaganna. „Við leggjum aðaláhersluna á það að íþróttafélögin séu með þau leyfi sem þarf til þess mega selja áfengi og veita áfengi.“ Dæmi eru um að lögreglan hafi verið kölluð til vegna áfengisneyslu á kappleikjum. „Það hafa komið verkefni inn á borð lögreglu sem má kannski rekja til þess að áfengisneysla er á þessum íþróttakappleikjum og við höfum alveg dæmi um það að lögreglan hefur þurft að fara til þess að skakka leikinn þegar jafnvel hefur komið til átaka á milli fólks. Þó kannski að það sé erfitt að rekja það beint en það má svona leiða að því líkur.“ Félögin farin að skutla áfengi heim Á leikjunum séu yfirleitt fjölmörg börn. „Það er bara mjög eðlilegt að foreldrar kannski spyrji sig spurninga hvort að þetta umhverfi, að vera að neyta áfengi á íþróttakappleikjum, samræmist það að vera með börin sín meðferðis en ég ætla svo sem bara að eftirláta foreldrum að gera það upp við sig,“ segir Ásmundur. Þá hafa lögreglu borist ábendingar um að sum íþróttafélaganna hafi gengið lengra og séu farin að selja áfengi merkt félögunum í fjáröflunarskyni og keyra heim til fólks. „Það er allavega þannig að áfengissalan, ef það er hægt að kalla þetta svo, er ekki bara að fara fram á íþróttakappleikjunum. Hún er líka að fara fram, ef að þessi grunur er á rökum reistur, með heimskutli á áfengi.“
Áfengi Lögreglumál Fíkn Fótbolti Körfubolti Handbolti Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Sjá meira