Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2025 13:49 Mike Johnson, þingforseti, og þeir Tom Emmer og Steve Scalise, sem leiða þingflokk Repúblikanaflokksins eiga ærið verk fyrir höndum. AP/J. Scott Applewhite Þingmenn Repúblikanaflokksins lögðu í gær fram gífurlega umfangsmikið lagafrumvarp um skattheimtu og málefni innflytjenda. Frumvarp þetta felur í sér skattalækkanir, fjármagnaðar með niðurskurði innan velferðarkerfisins og á grænum verkefnum og með því að fella úr gildi niðurfellingu Joes Biden á námslánum. Frumvarpið felur einnig í sér miklar fjárveitingar til landamæravörslu og varnarmála mikla hækkun skuldaþaksins svokallaða, svo eitthvað sé nefnt. Óljóst er hvort næg samstaða um frumvarpið finnist innan Repúblikanaflokksins til að koma frumvarpinu gegnum báðar deildir þingsins. Repúblikanar eru þó að leggja frumvarpið fram með þeim hætti að það þurfi eingöngu meirihluta atkvæða í öldungadeildinni en ekki sextíu atkvæði eins og flest frumvörp. Repúblikönum hefur gengið hægt að koma frumvörpum gegnum þingið á þessu kjörtímabili. Mikið púður hefur farið í innanflokksdeilur um fjárlög. Vonast er til þess að samþykkja frumvarpið í þremur nefndum seinna í dag. Sjá einnig: Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Hundruðum milljarða dala yrði samkvæmt frumvarpinu varið í að klára að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og í að þróa umfangsmikið og umdeilt eldflaugavarnarkerfi fyrir Bandaríkin. Þá yrðu skattalækkanir Trumps á fyrra kjörtímabili hans framlengdar og einnig skera verulega niður í sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, Medicaid. Þá yrði einnig stofnaður bankareikningur fyrir nýfædd börn með þúsund dala innstæðu. Þessir reikningar myndu á ensku heita „money account for growth and advancement“ eða „MAGA account“. Þjórfé verður skattfrjáls og yfirvinna sömuleiðis. Þinghús Bandaríkjanna.AP/J. Scott Applewhite Verði frumvarpið að lögum mun það að miklu leyti endurmóta alríkisyfirvöld Bandaríkjanna, samkvæmt frétt Washington Post. Harðlínumenn innan flokksins eru ósáttir við hvað miðjumenn fengu miklu ágengt í viðræðunum um frumvarpið og vilja frekari niðurskurði. Þeir hafa heitið því að standa í vegi frumvarpsins verði ekki farið í meiri niðurskurð. Einn þeirra er Chip Roy, frá Texas, sem segir að gera þurfi miklar breytingar á frumvarpinu svo hann styðji það. Politico segir að þeir gætu komið í veg fyrir samþykkt frumvarpsins. Punchbowl News, sem sérhæfir sig í málefnum bandaríska þingsins, segir litla samstöðu innan flokksins um frumvarpið. Íhaldsmenn vilji meiri niðurskurð á Medicaid og öðrum sviðum. Það óttast aðrir í flokknum og svo eru þingmenn í ríkjum sem halla til vinstri sem eru ósáttir við lítinn persónuafslátt í frumvarpinu. SPEAKER MIKE JOHNSON has said repeatedly over the last few months that he is in the "consensus building business."But as markups begin today, an objective view of the landscape is that Johnson does not have consensus.- SALT is still unresolved. NY/NJ/CA lawmakers are waiting…— Jake Sherman (@JakeSherman) May 13, 2025 Mike Johnson, þingforseti, er enn og aftur í erfiðri stöðu, þar sem meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni er mjög lítill. Ef fleiri en þrír þingmenn úr flokknum neita að greiða atkvæði með frumvarpinu verður það ekki samþykkt og hann vill leggja það fram strax í næstu viku. Lengi hefur verið deilt um það innan flokksins hvort ná eigi fram þessum markmiðum með mörgum frumvörpum eða fáum. Trump hefur krafist þess að þetta verði gert í einu frumvarpi. Frumvarpið hefur í ljósi þess fengið nafnið: „HIÐ EINA, STÓRA, FALLEGA FRUMVARP“. Áður en hann lagði af stað til Mið-Austurlanda birti Trump færslu á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sagði Repúblikana nauðsynlega þurfa að standa saman. Demókratar vildu gera út af við Bandaríkin og það þyrfti að standa gegn því. Þá sagði Trump að þegar hann sneri aftur myndi hann vinna með þingmönnum að því að leiða málið til lykta. „Frumvarpið er FRÁBÆRT,“ skrifaði Trump. „Við eigum engra kosta völ, VIÐ VERÐUM AÐ VINNA!“ Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Frumvarpið felur einnig í sér miklar fjárveitingar til landamæravörslu og varnarmála mikla hækkun skuldaþaksins svokallaða, svo eitthvað sé nefnt. Óljóst er hvort næg samstaða um frumvarpið finnist innan Repúblikanaflokksins til að koma frumvarpinu gegnum báðar deildir þingsins. Repúblikanar eru þó að leggja frumvarpið fram með þeim hætti að það þurfi eingöngu meirihluta atkvæða í öldungadeildinni en ekki sextíu atkvæði eins og flest frumvörp. Repúblikönum hefur gengið hægt að koma frumvörpum gegnum þingið á þessu kjörtímabili. Mikið púður hefur farið í innanflokksdeilur um fjárlög. Vonast er til þess að samþykkja frumvarpið í þremur nefndum seinna í dag. Sjá einnig: Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Hundruðum milljarða dala yrði samkvæmt frumvarpinu varið í að klára að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og í að þróa umfangsmikið og umdeilt eldflaugavarnarkerfi fyrir Bandaríkin. Þá yrðu skattalækkanir Trumps á fyrra kjörtímabili hans framlengdar og einnig skera verulega niður í sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, Medicaid. Þá yrði einnig stofnaður bankareikningur fyrir nýfædd börn með þúsund dala innstæðu. Þessir reikningar myndu á ensku heita „money account for growth and advancement“ eða „MAGA account“. Þjórfé verður skattfrjáls og yfirvinna sömuleiðis. Þinghús Bandaríkjanna.AP/J. Scott Applewhite Verði frumvarpið að lögum mun það að miklu leyti endurmóta alríkisyfirvöld Bandaríkjanna, samkvæmt frétt Washington Post. Harðlínumenn innan flokksins eru ósáttir við hvað miðjumenn fengu miklu ágengt í viðræðunum um frumvarpið og vilja frekari niðurskurði. Þeir hafa heitið því að standa í vegi frumvarpsins verði ekki farið í meiri niðurskurð. Einn þeirra er Chip Roy, frá Texas, sem segir að gera þurfi miklar breytingar á frumvarpinu svo hann styðji það. Politico segir að þeir gætu komið í veg fyrir samþykkt frumvarpsins. Punchbowl News, sem sérhæfir sig í málefnum bandaríska þingsins, segir litla samstöðu innan flokksins um frumvarpið. Íhaldsmenn vilji meiri niðurskurð á Medicaid og öðrum sviðum. Það óttast aðrir í flokknum og svo eru þingmenn í ríkjum sem halla til vinstri sem eru ósáttir við lítinn persónuafslátt í frumvarpinu. SPEAKER MIKE JOHNSON has said repeatedly over the last few months that he is in the "consensus building business."But as markups begin today, an objective view of the landscape is that Johnson does not have consensus.- SALT is still unresolved. NY/NJ/CA lawmakers are waiting…— Jake Sherman (@JakeSherman) May 13, 2025 Mike Johnson, þingforseti, er enn og aftur í erfiðri stöðu, þar sem meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni er mjög lítill. Ef fleiri en þrír þingmenn úr flokknum neita að greiða atkvæði með frumvarpinu verður það ekki samþykkt og hann vill leggja það fram strax í næstu viku. Lengi hefur verið deilt um það innan flokksins hvort ná eigi fram þessum markmiðum með mörgum frumvörpum eða fáum. Trump hefur krafist þess að þetta verði gert í einu frumvarpi. Frumvarpið hefur í ljósi þess fengið nafnið: „HIÐ EINA, STÓRA, FALLEGA FRUMVARP“. Áður en hann lagði af stað til Mið-Austurlanda birti Trump færslu á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sagði Repúblikana nauðsynlega þurfa að standa saman. Demókratar vildu gera út af við Bandaríkin og það þyrfti að standa gegn því. Þá sagði Trump að þegar hann sneri aftur myndi hann vinna með þingmönnum að því að leiða málið til lykta. „Frumvarpið er FRÁBÆRT,“ skrifaði Trump. „Við eigum engra kosta völ, VIÐ VERÐUM AÐ VINNA!“
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent