Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar 14. maí 2025 10:32 Undanfarnar vikur hefur ný ríkisstjórn talað hátt og snjallt um aðgerðir gegn húsnæðisskorti, en í skjóli þess hefur hún lagt fram frumvarp sem skerðir verulega möguleika bænda til að stunda heimagistingu – eina af fáum tekjulindum sem styður við búsetu í dreifbýli. Á þingi liggur núna frumvarp sem stjórnarliðar segja að sé lausn á húsnæðisvandanum og takmarki heimagistingu um allt land. En það er ekki rétt. Þannig að eina sem hægt er að takmarka núna er það sem var skilið eftir síðast. Það er dreifbýlið. Hvað gerði síðasta ríkisstjórn? Framsókn hafði áður lagt fram frumvarp sem samþykkt var á síðasta kjörtímabili. Það var til að takmarka Airbnb-útleigu í þéttbýli. Þar var markmiðið að draga úr þrýstingi á leigumarkaðinn og tryggja að íbúðarhúsnæði nýtist frekar til búsetu en sem Airbnb gisting. Ég, sem framsögumaður málsins í atvinnuveganefnd, lagði mikla áherslu á að þessi takmörkun skyldi einungis eiga við um þéttbýli – ekki um bændur og aðra í dreifbýli sem hafa nýtt heimagistingu sem tekjuauka. Í upphaflegu frumvarpi átti þessi takmörkun við um allt land, bæði dreifbýli og þéttbýli. Við fengum fjölmargar ábendingar um þetta og breyttum frumvarpinu. Það tryggði að bændur þyrftu ekki að fara í kostnaðarsamar deiliskipulagsbreytingar fyrir smáhýsi eða bústaði á jörðum sínum. Þetta var mikilvægt og markviss stuðningur við atvinnu í dreifbýli. Ég er mjög stolt af þeirri vinnu sem við fórum í sem skilaði þeirri niðurstöðu að heimagisting er takmörkuð allverulega í þéttbýli en bændur geta enn haft heimagistingu á jörð sinni. Hér má sjá þegar ég flutti framsöguræðu um málið eftir að það var búið í atvinnuveganefnd. Hér má sjá þegar þáverandi ráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mælti fyrir frumvarpinu. Hvað þýða hugmyndir nýju ríkisstjórnarinnar í alvöru? En nú hefur ný ríkisstjórn – undir forystu Samfylkingarinnar – ákveðið að snúa þessari vernd við. Nýtt frumvarp leggur til að heimagisting verði aðeins heimiluð á lögheimili viðkomandi og í einni annarri fasteign utan þéttbýlis. Þessi breyting beinist beint gegn bændum – þeim sem eru með tvö til þrjú smáhýsi eða fleiri – og skerðir möguleika þeirra til að byggja upp litla, sjálfbæra ferðaþjónustu á eigin jörð. Í greinargerð nýja frumvarpsins stendur: „Með frumvarpi þessu er lögð til sú breyting að skráningarskyld heimagisting afmarkist við lögheimili einstaklings og eina aðra fasteign í eigu hans utan þéttbýlis, en húsnæðisvandi sem leitast er við að greiða úr með frumvarpinu á ekki við utan þéttbýlissvæða.“ Akkúrat! Húsnæðisvandinn á ekki við utan þéttbýlissvæða! Af hverju eru þá áhrif nýja frumvarpsins nær eingöngu utan þéttbýlissvæða? Er það vegna þess að það var búið að herða lögin á öllum öðrum sviðum og því var þetta það eina sem var eftir? Þau þurftu að koma bara með eitthvað til að fólk myndi trúa því að þau væru að fara í raunverulegar aðgerðir fyrir húsnæðismarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu. Sem þau eru ekki að gera. Eina stóra takmörkunin sem hægt er að fara í - varðar bændur Þetta er því ekki bara tæknilegt atriði í húsnæðismálum – heldur pólitísk aðgerð gegn landsbyggðinni. Það var sérstaklega biturt að heyra atvinnuvegaráðherra flytja framsöguræðu um þetta mál þar sem aðeins er rætt um leigumarkað og fjárfesta í þéttbýli, en ekkert minnst á þá sem verða raunverulega fyrir áhrifum: bændur á landsbyggðinni, fyrr en í andsvörum alveg í lokin og það svar varð ekki til þess að minnka áhyggjur mínar. Ég vil ekki trúa því að ríkisstjórnin ætli í alvöru að sparka svona harkalega í bændur - en ef þau taka þetta úr frumvarpinu þá er frumvarpið orðið mjög þunnt. Þetta er árás á dreifbýlið. Höfundur er varaþingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Byggðamál Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Alþingi Ferðaþjónusta Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur ný ríkisstjórn talað hátt og snjallt um aðgerðir gegn húsnæðisskorti, en í skjóli þess hefur hún lagt fram frumvarp sem skerðir verulega möguleika bænda til að stunda heimagistingu – eina af fáum tekjulindum sem styður við búsetu í dreifbýli. Á þingi liggur núna frumvarp sem stjórnarliðar segja að sé lausn á húsnæðisvandanum og takmarki heimagistingu um allt land. En það er ekki rétt. Þannig að eina sem hægt er að takmarka núna er það sem var skilið eftir síðast. Það er dreifbýlið. Hvað gerði síðasta ríkisstjórn? Framsókn hafði áður lagt fram frumvarp sem samþykkt var á síðasta kjörtímabili. Það var til að takmarka Airbnb-útleigu í þéttbýli. Þar var markmiðið að draga úr þrýstingi á leigumarkaðinn og tryggja að íbúðarhúsnæði nýtist frekar til búsetu en sem Airbnb gisting. Ég, sem framsögumaður málsins í atvinnuveganefnd, lagði mikla áherslu á að þessi takmörkun skyldi einungis eiga við um þéttbýli – ekki um bændur og aðra í dreifbýli sem hafa nýtt heimagistingu sem tekjuauka. Í upphaflegu frumvarpi átti þessi takmörkun við um allt land, bæði dreifbýli og þéttbýli. Við fengum fjölmargar ábendingar um þetta og breyttum frumvarpinu. Það tryggði að bændur þyrftu ekki að fara í kostnaðarsamar deiliskipulagsbreytingar fyrir smáhýsi eða bústaði á jörðum sínum. Þetta var mikilvægt og markviss stuðningur við atvinnu í dreifbýli. Ég er mjög stolt af þeirri vinnu sem við fórum í sem skilaði þeirri niðurstöðu að heimagisting er takmörkuð allverulega í þéttbýli en bændur geta enn haft heimagistingu á jörð sinni. Hér má sjá þegar ég flutti framsöguræðu um málið eftir að það var búið í atvinnuveganefnd. Hér má sjá þegar þáverandi ráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mælti fyrir frumvarpinu. Hvað þýða hugmyndir nýju ríkisstjórnarinnar í alvöru? En nú hefur ný ríkisstjórn – undir forystu Samfylkingarinnar – ákveðið að snúa þessari vernd við. Nýtt frumvarp leggur til að heimagisting verði aðeins heimiluð á lögheimili viðkomandi og í einni annarri fasteign utan þéttbýlis. Þessi breyting beinist beint gegn bændum – þeim sem eru með tvö til þrjú smáhýsi eða fleiri – og skerðir möguleika þeirra til að byggja upp litla, sjálfbæra ferðaþjónustu á eigin jörð. Í greinargerð nýja frumvarpsins stendur: „Með frumvarpi þessu er lögð til sú breyting að skráningarskyld heimagisting afmarkist við lögheimili einstaklings og eina aðra fasteign í eigu hans utan þéttbýlis, en húsnæðisvandi sem leitast er við að greiða úr með frumvarpinu á ekki við utan þéttbýlissvæða.“ Akkúrat! Húsnæðisvandinn á ekki við utan þéttbýlissvæða! Af hverju eru þá áhrif nýja frumvarpsins nær eingöngu utan þéttbýlissvæða? Er það vegna þess að það var búið að herða lögin á öllum öðrum sviðum og því var þetta það eina sem var eftir? Þau þurftu að koma bara með eitthvað til að fólk myndi trúa því að þau væru að fara í raunverulegar aðgerðir fyrir húsnæðismarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu. Sem þau eru ekki að gera. Eina stóra takmörkunin sem hægt er að fara í - varðar bændur Þetta er því ekki bara tæknilegt atriði í húsnæðismálum – heldur pólitísk aðgerð gegn landsbyggðinni. Það var sérstaklega biturt að heyra atvinnuvegaráðherra flytja framsöguræðu um þetta mál þar sem aðeins er rætt um leigumarkað og fjárfesta í þéttbýli, en ekkert minnst á þá sem verða raunverulega fyrir áhrifum: bændur á landsbyggðinni, fyrr en í andsvörum alveg í lokin og það svar varð ekki til þess að minnka áhyggjur mínar. Ég vil ekki trúa því að ríkisstjórnin ætli í alvöru að sparka svona harkalega í bændur - en ef þau taka þetta úr frumvarpinu þá er frumvarpið orðið mjög þunnt. Þetta er árás á dreifbýlið. Höfundur er varaþingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun