Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar 16. maí 2025 07:02 Á miðvikudag fór fram síðari umræða á Alþingi um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Konungsríkisins Taílands. Umræðan stóð yfir í rúmar fjórar klukkustundir, frá 16:50 til 20:59. Ég veit, ekki mjög spennandi umfjöllunarefni. En gefið mér smá séns! Samkvæmt samantekt minni á þinglegri meðferð fríverslunarsamninga EFTA er það nefnilega algjört einsdæmi að umræða um fríverslunarsamning taki slíkan tíma. Að minnsta kosti frá aldamótum. Þátttakendum í umræðunni tókst því að slá met í lengd umræðu um fríverslunarsamning á vegum EFTA-ríkjanna. Fyrra met mölbrotið Áður hafði verið rætt lengst um fullgildingu fríverslunarsamninga EFTA-ríkjanna við Tyrkland og Filippseyjar árið 2019. Umræða um hvorn samning tók rúmlega eina og hálfa klukkustund, samanlagt í fyrri og síðari umræðum. Efnisleg umræða um þessa tvo samninga fjallaði um hvort það væri góður bragur á því að Íslendingar fullgiltu samningana á sama tíma og stjórnvöld í þessum tveimur ríkjum, þar sem ríkisstjórnir Erdogans og Dutertes stæðu fyrir mannréttindabrotum. Þessir samningar voru afgreiddir úr utanríkismálanefnd með fyrirvara af sumum nefndarmönnum og sumir flokkar lögðust gegn fullgildingu samninganna við atkvæðagreiðslu í þinginu. Hvað er það þá við fríverslunarsamninginn við Taíland sem stóð svona í þingheimi? Stutta svarið: Ekkert. Fjögurra tíma tal um gagnsemi og möguleika Utanríkismálanefnd þingsins var þvert á móti einróma um fullgildingu samningsins í nefndaráliti sínu og allir viðstaddir þingmenn samþykktu þingsályktunartillöguna þegar hún var borin upp til atkvæða á þingfundi fyrir hádegi í gær. Þrátt fyrir þetta náðu þingmenn Sjálfstæðisflokks og Miðflokks að halda uppi umræðu um samninginn í rúmar fjórar klukkustundir í fyrradag. Aðallega um hvað þeir væru ánægðir með hann og öll tækifærin sem í honum fælust. Umræðan fór allvíða. Einn þingmaður minntist á að hann teldi að hljómsveitin Sigur Rós hefði verið á ferðalagi um Asíu fyrir skemmstu, þó hefði sveitin sennilega ekki spilað í Taílandi. Með aukinni velsæld Taílands og stækkandi millistétt myndu þó möguleikar Taílendinga til að taka á móti menningu aukist og mögulega gætu Íslendingar líka farið að kynna sér taílenskar bókmenntir í auknum mæli með auknum viðskiptatengslum þjóðanna. Það fer þó eftir því hvort Íslendingar muni geta lesið sér til gagns í framtíðinni, en umræðan spannst á einum tímapunkti yfir í samanburð á íslenska menntakerfinu og því taílenska. „Ef við höldum áfram sömu leið mun Taíland fara upp og við fara niður,“ sagði einn þingmaður í þeim upplýsandi samræðum. Þegar klukkan var farin að ganga níu í fyrrakvöld ræddu tveir þingmenn það sín á milli hvort íslenska kvótakerfið gæti nýst taílenskum sjávarútvegi. Hvort aflamarkskerfið okkar væri hreinlega sjálfstæð útflutningsvara. Í þeirri áhugaverðu umræðu var því meðal annars haldið til haga að þegar kæmi að nýtingu auðlinda sjávar skipti ekki öllu máli hvort þjóðir teldu 400 þúsund manns eða 70 milljónir. Grunnlögmálin væru þau sömu og fiskarnir syntu í sjónum óháð því hversu margir mennirnir væru í landi. Þingmaðurinn sem lét þau orð falla sló þó þann fyrirvara að hann væri ekki fræðimaður á sviðinu. Til hamingju! Bryndísi Haraldsdóttur, Njáli Trausta Friðbertssyni, Jóni Pétri Zimsen, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, Vilhjálmi Árnasyni, Þorsteini B. Sæmundssyni, Þorgrími Sigmundssyni, Sigríði Á. Andersen, Gísla Stefánssyni, Ólafi Adolfssyni og Karli Gauta Hjaltasyni óska ég hjartanlega til hamingju með umræðuna. Umræðu, sem er auðvitað bara ein nýjasta birtingarmynd þess að stjórnarandstaðan mun reyna hvað hún getur til þess að koma í veg fyrir að Alþingi geti starfað með eðlilegum hætti að þeim málum sem ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefur komið sér saman um að hrinda í verk, í þágu fólksins í landinu, með skýrt lýðræðislegt umboð að baki sér. Topp 10 lengstu umræður um fríverslunarsamninga EFTA á Alþingi frá aldamótum Samningur við Taíland (156. þing) – 4 tímar og 18 mínútur Samningur við Filippseyjar (149. þing) – 1 tími og 41 mínúta Samningur við Tyrkland (149. þing) – 1 tími og 37 mínútur Samningur við Georgíu (146. þing) – 46 mínútur Samvinnusamningur við Indland (156. þing) – 41 mínúta Samningur við Persaflóaríkin (140. þing) – 28 mínútur Samningur Ísl., Noregs og Liechtenstein við Bretland (152. þing) – 25 mínútur Samningur við Kanada (135. þing) – 22 mínútur Samningur og landbúnaðarsamningur við Kólumbíu (143. þing) – 18 mínútur Breytingar á samningi við Chile (156. þing) – 16 mínútur Höfundur starfar fyrir þingflokk Samfylkingarinnar og er áhugamaður um fríverslunarsamninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Ingólfsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Taíland Utanríkismál Alþingi Samfylkingin Mest lesið Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á miðvikudag fór fram síðari umræða á Alþingi um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Konungsríkisins Taílands. Umræðan stóð yfir í rúmar fjórar klukkustundir, frá 16:50 til 20:59. Ég veit, ekki mjög spennandi umfjöllunarefni. En gefið mér smá séns! Samkvæmt samantekt minni á þinglegri meðferð fríverslunarsamninga EFTA er það nefnilega algjört einsdæmi að umræða um fríverslunarsamning taki slíkan tíma. Að minnsta kosti frá aldamótum. Þátttakendum í umræðunni tókst því að slá met í lengd umræðu um fríverslunarsamning á vegum EFTA-ríkjanna. Fyrra met mölbrotið Áður hafði verið rætt lengst um fullgildingu fríverslunarsamninga EFTA-ríkjanna við Tyrkland og Filippseyjar árið 2019. Umræða um hvorn samning tók rúmlega eina og hálfa klukkustund, samanlagt í fyrri og síðari umræðum. Efnisleg umræða um þessa tvo samninga fjallaði um hvort það væri góður bragur á því að Íslendingar fullgiltu samningana á sama tíma og stjórnvöld í þessum tveimur ríkjum, þar sem ríkisstjórnir Erdogans og Dutertes stæðu fyrir mannréttindabrotum. Þessir samningar voru afgreiddir úr utanríkismálanefnd með fyrirvara af sumum nefndarmönnum og sumir flokkar lögðust gegn fullgildingu samninganna við atkvæðagreiðslu í þinginu. Hvað er það þá við fríverslunarsamninginn við Taíland sem stóð svona í þingheimi? Stutta svarið: Ekkert. Fjögurra tíma tal um gagnsemi og möguleika Utanríkismálanefnd þingsins var þvert á móti einróma um fullgildingu samningsins í nefndaráliti sínu og allir viðstaddir þingmenn samþykktu þingsályktunartillöguna þegar hún var borin upp til atkvæða á þingfundi fyrir hádegi í gær. Þrátt fyrir þetta náðu þingmenn Sjálfstæðisflokks og Miðflokks að halda uppi umræðu um samninginn í rúmar fjórar klukkustundir í fyrradag. Aðallega um hvað þeir væru ánægðir með hann og öll tækifærin sem í honum fælust. Umræðan fór allvíða. Einn þingmaður minntist á að hann teldi að hljómsveitin Sigur Rós hefði verið á ferðalagi um Asíu fyrir skemmstu, þó hefði sveitin sennilega ekki spilað í Taílandi. Með aukinni velsæld Taílands og stækkandi millistétt myndu þó möguleikar Taílendinga til að taka á móti menningu aukist og mögulega gætu Íslendingar líka farið að kynna sér taílenskar bókmenntir í auknum mæli með auknum viðskiptatengslum þjóðanna. Það fer þó eftir því hvort Íslendingar muni geta lesið sér til gagns í framtíðinni, en umræðan spannst á einum tímapunkti yfir í samanburð á íslenska menntakerfinu og því taílenska. „Ef við höldum áfram sömu leið mun Taíland fara upp og við fara niður,“ sagði einn þingmaður í þeim upplýsandi samræðum. Þegar klukkan var farin að ganga níu í fyrrakvöld ræddu tveir þingmenn það sín á milli hvort íslenska kvótakerfið gæti nýst taílenskum sjávarútvegi. Hvort aflamarkskerfið okkar væri hreinlega sjálfstæð útflutningsvara. Í þeirri áhugaverðu umræðu var því meðal annars haldið til haga að þegar kæmi að nýtingu auðlinda sjávar skipti ekki öllu máli hvort þjóðir teldu 400 þúsund manns eða 70 milljónir. Grunnlögmálin væru þau sömu og fiskarnir syntu í sjónum óháð því hversu margir mennirnir væru í landi. Þingmaðurinn sem lét þau orð falla sló þó þann fyrirvara að hann væri ekki fræðimaður á sviðinu. Til hamingju! Bryndísi Haraldsdóttur, Njáli Trausta Friðbertssyni, Jóni Pétri Zimsen, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, Vilhjálmi Árnasyni, Þorsteini B. Sæmundssyni, Þorgrími Sigmundssyni, Sigríði Á. Andersen, Gísla Stefánssyni, Ólafi Adolfssyni og Karli Gauta Hjaltasyni óska ég hjartanlega til hamingju með umræðuna. Umræðu, sem er auðvitað bara ein nýjasta birtingarmynd þess að stjórnarandstaðan mun reyna hvað hún getur til þess að koma í veg fyrir að Alþingi geti starfað með eðlilegum hætti að þeim málum sem ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefur komið sér saman um að hrinda í verk, í þágu fólksins í landinu, með skýrt lýðræðislegt umboð að baki sér. Topp 10 lengstu umræður um fríverslunarsamninga EFTA á Alþingi frá aldamótum Samningur við Taíland (156. þing) – 4 tímar og 18 mínútur Samningur við Filippseyjar (149. þing) – 1 tími og 41 mínúta Samningur við Tyrkland (149. þing) – 1 tími og 37 mínútur Samningur við Georgíu (146. þing) – 46 mínútur Samvinnusamningur við Indland (156. þing) – 41 mínúta Samningur við Persaflóaríkin (140. þing) – 28 mínútur Samningur Ísl., Noregs og Liechtenstein við Bretland (152. þing) – 25 mínútur Samningur við Kanada (135. þing) – 22 mínútur Samningur og landbúnaðarsamningur við Kólumbíu (143. þing) – 18 mínútur Breytingar á samningi við Chile (156. þing) – 16 mínútur Höfundur starfar fyrir þingflokk Samfylkingarinnar og er áhugamaður um fríverslunarsamninga.
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun