Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann Lovísa Arnardóttir skrifar 16. maí 2025 11:22 Þessi köttur er ekki með neinn kraga en í sameiginlegri yfirlýsingu eru kattaeigendur hvattir til þess að setja kraga á kettina sína. Vísir/Vilhelm Fuglavernd, Kattavinafélag Íslands, Dýraverndarsamband Íslands, Dýraþjónusta Reykjavíkur og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hvetja kattaeigendur að sýna ábyrgð og taka tillit til fuglalífs með því að reyna að lágmarka fugladráp katta sinna á varptíma fugla. „Nú er vorið komið með tilheyrandi fuglasöng en varptími fugla er hafinn og stendur yfir frá maí fram í ágúst. Þetta er viðkvæmur tími hjá fuglunum en fjöldi fugla kemur hingað til lands í þeim tilgangi að fjölga sér,“ segir í sameiginlegri tilkynningu samtakanna um málið. Þar kemur fram að fuglarnir geri sér hreiður og liggi á eggjunum í um tvær til þrjár vikur áður en eggin klekjast og ungarnir skríða út. Varað er við því að kettir séu rándýr og ítrekað mikilvægi þess að hugi að því að kettirnir þeirra valdi ekki fugladauða. Í yfirlýsingunni er svo að finna góð ráð fyrir kattaeigendur. Þar er til dæmis lagt til að halda köttunum inni yfir kvöld og nótt, um það bil frá klukkan 17:00 til klukkan 09:00 að morgni. Þannig megi að miklu leyti koma í veg fyrir veiðar katta, en kettir sjá betur þegar það fer að rökkva og eiga þá betur með að veiða fugla. Kettirnir fara jafvel upp í tré til að sækja eggin komist þeir upp. Vísir/Vilhelm Til að venja ketti á að koma inn seinnipartinn sé hægt að gefa þeim eitthvað sem eigandinn veit að kisu finnst gott. Hafa þurfi þó í huga að kettir þurfi meiri leik og athygli heima við á þessum tíma. Þá segir að þeim sem séu miklar veiðiklær sé best að halda inni á varptíma fugla þar sem þeir fari jafnvel upp í hreiður til að drepa unga og geti veitt tugi fugla yfir sumartímann. Þá er í yfirlýsingunni bent á að rannsóknir hafi sýnt að kettir með litríka kraga drepa mun færri fugla en kettir án kraga. Fuglar koma fyrr auga á ketti með litríka kraga og eigi þá betur með að forða sér. Bjöllur geri eitthvað gagn við að minnka veiðar katta, en lítið á við kragana. Kragana sé hægt að fá á allnokkrum stöðum svo sem hjá Fuglavernd, í Kattholti, Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, gæludýraverslunum og hjá dýralæknum. Hægt er að kynna sér málið betur hér. Dýr Kettir Fuglar Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
„Nú er vorið komið með tilheyrandi fuglasöng en varptími fugla er hafinn og stendur yfir frá maí fram í ágúst. Þetta er viðkvæmur tími hjá fuglunum en fjöldi fugla kemur hingað til lands í þeim tilgangi að fjölga sér,“ segir í sameiginlegri tilkynningu samtakanna um málið. Þar kemur fram að fuglarnir geri sér hreiður og liggi á eggjunum í um tvær til þrjár vikur áður en eggin klekjast og ungarnir skríða út. Varað er við því að kettir séu rándýr og ítrekað mikilvægi þess að hugi að því að kettirnir þeirra valdi ekki fugladauða. Í yfirlýsingunni er svo að finna góð ráð fyrir kattaeigendur. Þar er til dæmis lagt til að halda köttunum inni yfir kvöld og nótt, um það bil frá klukkan 17:00 til klukkan 09:00 að morgni. Þannig megi að miklu leyti koma í veg fyrir veiðar katta, en kettir sjá betur þegar það fer að rökkva og eiga þá betur með að veiða fugla. Kettirnir fara jafvel upp í tré til að sækja eggin komist þeir upp. Vísir/Vilhelm Til að venja ketti á að koma inn seinnipartinn sé hægt að gefa þeim eitthvað sem eigandinn veit að kisu finnst gott. Hafa þurfi þó í huga að kettir þurfi meiri leik og athygli heima við á þessum tíma. Þá segir að þeim sem séu miklar veiðiklær sé best að halda inni á varptíma fugla þar sem þeir fari jafnvel upp í hreiður til að drepa unga og geti veitt tugi fugla yfir sumartímann. Þá er í yfirlýsingunni bent á að rannsóknir hafi sýnt að kettir með litríka kraga drepa mun færri fugla en kettir án kraga. Fuglar koma fyrr auga á ketti með litríka kraga og eigi þá betur með að forða sér. Bjöllur geri eitthvað gagn við að minnka veiðar katta, en lítið á við kragana. Kragana sé hægt að fá á allnokkrum stöðum svo sem hjá Fuglavernd, í Kattholti, Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, gæludýraverslunum og hjá dýralæknum. Hægt er að kynna sér málið betur hér.
Dýr Kettir Fuglar Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira