Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar 19. maí 2025 18:02 Það var athyglisvert að lesa orð Fritzi Horstman í Vísi nú laugardaginn 17 maí um að Ísland geti orðið fyrirmyndar ríki í fangelsis málum. Um leið er það eins og framtíðar draumur fyrir þróun í góða átt, miðað við hvernig viðhorfin voru gagnvart því að tjá sig um erfiða tilfinningalega reynslu fyrir meira en hálfri öld síðan. Það sem hún segir, er í anda fræðinga, eins og Thomas Hubl og fleiri sem hafa staðfest að erfiðar tilfinningar fari ekki upp í himingeyminn eins og virtist vera reynt að halda fram fyrr á tímum. Sem virtist vera til þess að enginn þyrfti að hugsa um tjáskipti sín. Erfiðar tilfinningar koma ekki bara frá hávaða eða líkamlegu ofbeldi. Þær koma líka frá allskonar erfiðri hegðun og viðhorfum í þeim sem umgangast börn og unglinga sem hafa ekki fengið þá innri vírun að finna sjálf sig og kunna að skilja hvað sé tekið inn sem sannleika holu í huganum, og hvað sé skilið eftir. Það getur til dæmis, líka verið frá langtíma pirringi foreldra yfir barni sem þau hefðu frekar viljað að hefði ekki fæðst. Af því að tilkoma þess setti þau út af draumum um annarskonar líf. Þessir einstaklingar, börn sem lenda í slíku. Verða ekki endilega vandræða mannverur og enda ekki endilega í fangelsi. En langtíma níð og að fá óánægju foreldris eða foreldra að sér um tilveru sýna árum saman, kemur oft niður á möguleika þess að upplifa sig hafa virði sem mannverur. Svo eru það hin endalausu og óteljandi tætandi skilaboð í síma ungmenna. Skilaboð frá ósýnilegum einstaklingum sem eru tegund af ofbeldi frá ósýnilegum sálartæturum. Þau eru að skapa mun meira af vandamálum af nýju eðli þar sem ekki er vitað hver gerandinn var. Þá getur hvert atvik fengið sitt hólf í heilanum, og hvar sem taugakerfin eru sem hafi líka fengið mengunina frá slæmu reynslunni. Svo að þau geta upplifað afleiðingarnar án vonar um ánægjulegt líf í framtíðinni. Það er ef þau hafa enga leið til að neita að taka slæmu orðin inn. Mikilvægi þess að fá leyfi til að orða innri líðan og reynslu er það sem fer þá að setja reynsluna í nýjan stað hið innra úr kássunni sem allt hefur farið í þegar hvaða slæm orð og gerðir komu að þeim. Þeim mun meiri tjáning sem fái tækifæri til að verða um það sem hafði verið sagt, frá því að hugsa og upplifa atvikin. Þá er það alla vega tækifæri til að byrja að raða smáhlutum á nýjan stað í sér. Um leið minnkar það tjónið við að slíkt komi of skaðlega að þeim. Mikilvægi sjálfsþekkingar getur gert gæfumuninn, af því að orkuhjúpurinn í mannveru með næga sjálfsþekkingu og vírað inn virði, virkar þannig að það neikvæða sem tilheyrir engu í viðkomandi einstaklingi. Nær þá ekki að. Með tímanum, og því að fá nýja sýn á það sem hafði gerst. Þá er það svo undirvitundarinnar að sjá um hvort að sagan hverfi eða fari á betri stað í einstaklingnum. Eða hvort eitthvað sérstakt þurfi að gerast um það atvik. Kannski að skoða atriði frá nýju sjónarhorni? Þegar slæma meðferðin er frá fólki sem þau þekkja Upplifun mín og viðhorf varðandi orðið og hugtakið „fyrirgefningu“ er að við fyrirgefum sjálfvirkt fyrir svo marga litla hluti, sem er auðvelt að gera. Svo kom ég upp með það að átta mig á að fyrir stærri og erfiðari atriðin væri rétt að snúa orðinu við. Og hafa þau „Hvaða einkunn á að gefa fyrir það atvik“ ? Af því að þau þurfi skoðun og vinnslu sem væri hin réttari og hollari leið fyrir stærri og erfiðari atvik. Ferli í hegðun sem sum gætu hafa verið í gangi í langan tíma vegna erfiðs ástands í gerendum. Atvik og hegðun sem krefðust þess að lært væri af þeim. Stundum er það bara þolandi sem nær að gera það, en í öðrum tilfellum hugsanlega báðir aðilar. Mitt stærsta uppgjör af því tagi var. Að ég var sú eina að minni vitneskju sem tók þann pól í hæðina. Það fór þá í nýtt hólf að loknu taugakerfis ferlinu sem þurfti að vinnast. Að minni upplifun og reynslu, þá geta viss langtíma atriði verið lengi í undirvitundinni. Og það þó að þolandi hafi upplifað röklegu hliðina af dæminu. En undirvitundin veit sitt um hvernig þarf að vefa nýju hugsuninni inn í hin ýmsu taugakerfi þannig að manneskjan nái þá að sjá og tjá það á nýjum grundvelli á réttan hátt á réttum tíma. Það getur ekki alltaf gerst snögglega á röksviði. Taugakerfin eru það sem fengu skammtana. Þau eiga það til að vera flóknari í þessu með að hreinsa sum atriði reynslu. Eins og hægfara smáatriða hreinsun úr taugakerfunum. Þegar svo er hægt að sjá reynsluna í þriðju vídd Svo á hinn veginn, að þá ná alla vega, sögur sumra atvika sem viðkomandi hefur fengið tækifæri til að tjá, þá stöðu með tímanum. Að það sé næstum eins og að sjá sumt frá fyrri tíma ævi sinnar að einhverju leyti eins og bíómynd sem hafi mun minni tilfinningalegan sársauka fylgjandi því að fræða aðra um það. Það hefur til dæmis tekið mig öll þessi ár að ná að skrifa um slíka reynslu á þennan hátt á þessu máli. Máli sem kennari í MH viðurkenndi að væri fátækt í tilfinningageiranum. Svo að af einhverri ástæðu hef ég smám saman náð að fá nægt innsæi í það með mig og líka hjá og í ótal mörgum öðrum einstaklingum til að geta lýst því sem hér er. Einstaklingar af minni kynslóð fædd um miðja síðustu öld og áður, ólust mikið upp við að eiga að þegja. Æ fleiri eru að læra að sjá og upplifa óhollustu þöggunar. Ég lærði að skilja í og frá sjálfri mér að sú þögn í svo mörg ár sendir svo margt í kássu hið innra. Kássu sem svo leyfir sér að fara að losa þegar líf manns róast. En mjög fáir af minni og eldri kynslóðum hafa haft það í sér að skrifa um slíka reynslu eða greinar í blöð. Það virðist sem það sé yngri kynslóðin sem er með eitt og annað sem lak inn í þau frá ósýnilegum gerendum sem og þeim sýnilegu. Thomas Hubl segir að erfiðu tilfinningarnar fari framhjá heilanum og beint inn í taugakerfin og svo niður kynslóðirnar. En nú á tímum þegar opnað hefur verið fyrir að fólk megi tala um reynslu sína og sem Peter A Levine sagði þau gagnlegu orð um: Að áfall sjokkeri heilann, lami tjáningu og frysti líkamann, eða í þýðingu myndi það frekar eiga við um að alla vega sum taugakerfin frjósi. Tjáningin gefur þeirri mengun losun. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langt skeið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Það var athyglisvert að lesa orð Fritzi Horstman í Vísi nú laugardaginn 17 maí um að Ísland geti orðið fyrirmyndar ríki í fangelsis málum. Um leið er það eins og framtíðar draumur fyrir þróun í góða átt, miðað við hvernig viðhorfin voru gagnvart því að tjá sig um erfiða tilfinningalega reynslu fyrir meira en hálfri öld síðan. Það sem hún segir, er í anda fræðinga, eins og Thomas Hubl og fleiri sem hafa staðfest að erfiðar tilfinningar fari ekki upp í himingeyminn eins og virtist vera reynt að halda fram fyrr á tímum. Sem virtist vera til þess að enginn þyrfti að hugsa um tjáskipti sín. Erfiðar tilfinningar koma ekki bara frá hávaða eða líkamlegu ofbeldi. Þær koma líka frá allskonar erfiðri hegðun og viðhorfum í þeim sem umgangast börn og unglinga sem hafa ekki fengið þá innri vírun að finna sjálf sig og kunna að skilja hvað sé tekið inn sem sannleika holu í huganum, og hvað sé skilið eftir. Það getur til dæmis, líka verið frá langtíma pirringi foreldra yfir barni sem þau hefðu frekar viljað að hefði ekki fæðst. Af því að tilkoma þess setti þau út af draumum um annarskonar líf. Þessir einstaklingar, börn sem lenda í slíku. Verða ekki endilega vandræða mannverur og enda ekki endilega í fangelsi. En langtíma níð og að fá óánægju foreldris eða foreldra að sér um tilveru sýna árum saman, kemur oft niður á möguleika þess að upplifa sig hafa virði sem mannverur. Svo eru það hin endalausu og óteljandi tætandi skilaboð í síma ungmenna. Skilaboð frá ósýnilegum einstaklingum sem eru tegund af ofbeldi frá ósýnilegum sálartæturum. Þau eru að skapa mun meira af vandamálum af nýju eðli þar sem ekki er vitað hver gerandinn var. Þá getur hvert atvik fengið sitt hólf í heilanum, og hvar sem taugakerfin eru sem hafi líka fengið mengunina frá slæmu reynslunni. Svo að þau geta upplifað afleiðingarnar án vonar um ánægjulegt líf í framtíðinni. Það er ef þau hafa enga leið til að neita að taka slæmu orðin inn. Mikilvægi þess að fá leyfi til að orða innri líðan og reynslu er það sem fer þá að setja reynsluna í nýjan stað hið innra úr kássunni sem allt hefur farið í þegar hvaða slæm orð og gerðir komu að þeim. Þeim mun meiri tjáning sem fái tækifæri til að verða um það sem hafði verið sagt, frá því að hugsa og upplifa atvikin. Þá er það alla vega tækifæri til að byrja að raða smáhlutum á nýjan stað í sér. Um leið minnkar það tjónið við að slíkt komi of skaðlega að þeim. Mikilvægi sjálfsþekkingar getur gert gæfumuninn, af því að orkuhjúpurinn í mannveru með næga sjálfsþekkingu og vírað inn virði, virkar þannig að það neikvæða sem tilheyrir engu í viðkomandi einstaklingi. Nær þá ekki að. Með tímanum, og því að fá nýja sýn á það sem hafði gerst. Þá er það svo undirvitundarinnar að sjá um hvort að sagan hverfi eða fari á betri stað í einstaklingnum. Eða hvort eitthvað sérstakt þurfi að gerast um það atvik. Kannski að skoða atriði frá nýju sjónarhorni? Þegar slæma meðferðin er frá fólki sem þau þekkja Upplifun mín og viðhorf varðandi orðið og hugtakið „fyrirgefningu“ er að við fyrirgefum sjálfvirkt fyrir svo marga litla hluti, sem er auðvelt að gera. Svo kom ég upp með það að átta mig á að fyrir stærri og erfiðari atriðin væri rétt að snúa orðinu við. Og hafa þau „Hvaða einkunn á að gefa fyrir það atvik“ ? Af því að þau þurfi skoðun og vinnslu sem væri hin réttari og hollari leið fyrir stærri og erfiðari atvik. Ferli í hegðun sem sum gætu hafa verið í gangi í langan tíma vegna erfiðs ástands í gerendum. Atvik og hegðun sem krefðust þess að lært væri af þeim. Stundum er það bara þolandi sem nær að gera það, en í öðrum tilfellum hugsanlega báðir aðilar. Mitt stærsta uppgjör af því tagi var. Að ég var sú eina að minni vitneskju sem tók þann pól í hæðina. Það fór þá í nýtt hólf að loknu taugakerfis ferlinu sem þurfti að vinnast. Að minni upplifun og reynslu, þá geta viss langtíma atriði verið lengi í undirvitundinni. Og það þó að þolandi hafi upplifað röklegu hliðina af dæminu. En undirvitundin veit sitt um hvernig þarf að vefa nýju hugsuninni inn í hin ýmsu taugakerfi þannig að manneskjan nái þá að sjá og tjá það á nýjum grundvelli á réttan hátt á réttum tíma. Það getur ekki alltaf gerst snögglega á röksviði. Taugakerfin eru það sem fengu skammtana. Þau eiga það til að vera flóknari í þessu með að hreinsa sum atriði reynslu. Eins og hægfara smáatriða hreinsun úr taugakerfunum. Þegar svo er hægt að sjá reynsluna í þriðju vídd Svo á hinn veginn, að þá ná alla vega, sögur sumra atvika sem viðkomandi hefur fengið tækifæri til að tjá, þá stöðu með tímanum. Að það sé næstum eins og að sjá sumt frá fyrri tíma ævi sinnar að einhverju leyti eins og bíómynd sem hafi mun minni tilfinningalegan sársauka fylgjandi því að fræða aðra um það. Það hefur til dæmis tekið mig öll þessi ár að ná að skrifa um slíka reynslu á þennan hátt á þessu máli. Máli sem kennari í MH viðurkenndi að væri fátækt í tilfinningageiranum. Svo að af einhverri ástæðu hef ég smám saman náð að fá nægt innsæi í það með mig og líka hjá og í ótal mörgum öðrum einstaklingum til að geta lýst því sem hér er. Einstaklingar af minni kynslóð fædd um miðja síðustu öld og áður, ólust mikið upp við að eiga að þegja. Æ fleiri eru að læra að sjá og upplifa óhollustu þöggunar. Ég lærði að skilja í og frá sjálfri mér að sú þögn í svo mörg ár sendir svo margt í kássu hið innra. Kássu sem svo leyfir sér að fara að losa þegar líf manns róast. En mjög fáir af minni og eldri kynslóðum hafa haft það í sér að skrifa um slíka reynslu eða greinar í blöð. Það virðist sem það sé yngri kynslóðin sem er með eitt og annað sem lak inn í þau frá ósýnilegum gerendum sem og þeim sýnilegu. Thomas Hubl segir að erfiðu tilfinningarnar fari framhjá heilanum og beint inn í taugakerfin og svo niður kynslóðirnar. En nú á tímum þegar opnað hefur verið fyrir að fólk megi tala um reynslu sína og sem Peter A Levine sagði þau gagnlegu orð um: Að áfall sjokkeri heilann, lami tjáningu og frysti líkamann, eða í þýðingu myndi það frekar eiga við um að alla vega sum taugakerfin frjósi. Tjáningin gefur þeirri mengun losun. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langt skeið.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar