Sjávarútvegurinn standi höllum fæti Bjarki Sigurðsson skrifar 6. júní 2025 18:55 Jón Gunnarsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir höggin dynja á sjávarútvegi þessa dagana. Samdráttur í ráðgjöf til veiða á þorski kosti þjóðina milljarða króna. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir veiðar næsta fiskveiðiárs gerir ráð fyrir fjögurra prósenta lækkun á aflamarki þorsks. Aflinn fari úr 213 þúsund tonnum í 203 þúsund tonn. Þá er gert ráð fyrir að ráðlagt aflamark haldi áfram að lækka næstu tvö til þrjú ár. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gera ráð fyrir því að samdrátturinn kosti þjóðarbúið um sex til sjö milljarða króna í útflutningstekjur af þorski. Þó séu góð tíðindi í ráðgjöfinni, en þar má meðal annars finna 27 prósent hækkun í ráðgjöf sumargotsíldar. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir stöðuna grafalvarlega. „Það eru allar forsendur fyrir þeim bröttu hækkunum í veiðigjöldum sem eru boðaðar brostnar. Svo er tíu þúsund tonnum einhvern veginn ávísað til uppgjörs inn í framtíðina. Það er galið að ríkisstjórnin skuli við þessar vera að keyra þessi mál svona hratt áfram,“ segir Jón. Óvissa vegna samdráttar í ráðgjöf og vegna yfirvofandi frumvarpa um strandveiðar og veiðigjöld hafi strax mikil áhrif. „Það er þegar búið að setja stopp á framkvæmdir og fjárfestingar á tækjum og búnaði fyrir hundruð milljóna. Þannig óvissan er að gera sig um allt land. Það er þegar farið að bera á uppsögnum í þjónustugreinum við sjávarútveginn. Við höfum ekkert efni á þessu, okkar samfélag við þessar aðstæður, að vera svona brött og yfirlýsingaglöð eins og þessi ríkisstjórn er. Menn verða að fara að komast til raunveruleikans og hætta þessum darraðardansi,“ segir Jón. Það blasi við að sjávarútvegurinn standi höllum fæti. Hann vonast til þess að ríkisstjórnin bregðist við. „Ef það er einhver skynsemi til um borð hljóta þau að endurskoða hlutina núna. Annað er útilokað,“ segir Jón. Sjávarútvegur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hafrannsóknastofnun Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Sjá meira
Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir veiðar næsta fiskveiðiárs gerir ráð fyrir fjögurra prósenta lækkun á aflamarki þorsks. Aflinn fari úr 213 þúsund tonnum í 203 þúsund tonn. Þá er gert ráð fyrir að ráðlagt aflamark haldi áfram að lækka næstu tvö til þrjú ár. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gera ráð fyrir því að samdrátturinn kosti þjóðarbúið um sex til sjö milljarða króna í útflutningstekjur af þorski. Þó séu góð tíðindi í ráðgjöfinni, en þar má meðal annars finna 27 prósent hækkun í ráðgjöf sumargotsíldar. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir stöðuna grafalvarlega. „Það eru allar forsendur fyrir þeim bröttu hækkunum í veiðigjöldum sem eru boðaðar brostnar. Svo er tíu þúsund tonnum einhvern veginn ávísað til uppgjörs inn í framtíðina. Það er galið að ríkisstjórnin skuli við þessar vera að keyra þessi mál svona hratt áfram,“ segir Jón. Óvissa vegna samdráttar í ráðgjöf og vegna yfirvofandi frumvarpa um strandveiðar og veiðigjöld hafi strax mikil áhrif. „Það er þegar búið að setja stopp á framkvæmdir og fjárfestingar á tækjum og búnaði fyrir hundruð milljóna. Þannig óvissan er að gera sig um allt land. Það er þegar farið að bera á uppsögnum í þjónustugreinum við sjávarútveginn. Við höfum ekkert efni á þessu, okkar samfélag við þessar aðstæður, að vera svona brött og yfirlýsingaglöð eins og þessi ríkisstjórn er. Menn verða að fara að komast til raunveruleikans og hætta þessum darraðardansi,“ segir Jón. Það blasi við að sjávarútvegurinn standi höllum fæti. Hann vonast til þess að ríkisstjórnin bregðist við. „Ef það er einhver skynsemi til um borð hljóta þau að endurskoða hlutina núna. Annað er útilokað,“ segir Jón.
Sjávarútvegur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hafrannsóknastofnun Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Sjá meira