VG skoðar samstarf við aðra flokka fyrir kosningar næsta vor Lovísa Arnardóttir skrifar 10. júní 2025 13:48 Svandís Svavarsdóttir er formaður Vinstri grænna. Hún segir flokkinn skoða mögulegt samstarf við aðra flokka í aðdraganda kosninga næsta vor. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir víða um land rætt um mögulegt samstarf í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga sem fara fram næsta vor. Hún vill ekki segja til um hvaða flokka sé að ræða en nefnir í þessu samhengi Kópavog, Árborg og Ísafjörð. „Það eru samtöl í gangi,“ segir Svandís. Alls eru starfandi um allt land sextán sveitarstjórnarfulltrúar á vegum VG. Það er á Akureyri, Skagafirði, Múlaþingi, Borgarbyggð, Norðurþingi, Garðabæ, Reykjavík og Ísafjarðarbæ. Aðeins í Reykjavík er flokkurinn í meirihlutasamstarfi. Svandís segir það ekki nýtt að VG skoði að bjóða fram með öðrum. Til dæmis hafi VG boðið fram með óháðum í Skagafirði, sem hluti af Í-Listanum á Ísafirði og á félagshyggjulista í Vestmannaeyjum. „Það er mikilvægt á þessum tímapunkti að hafa augun opin fyrir margs konar möguleikum til samstarfs og að horfa á stöðuna frekar sem tækifæri til opnunar og samvinnu heldur en lokunar eða einangrunar,“ segir Svandís Hún fjallaði um sama mál í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Þar fór hún yfir undirbúning flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar og almennt í flokknum. Vinstri græn hlutu 2,3 prósent atkvæða í þingkosningum síðasta haust og duttu því út af þingi. Það gerðu líka Píratar með aðeins þrjú prósent atkvæða. Sósíalistaflokkurinn var sá flokkur á vinstri væng sem var næstur því að ná inn á þing með fjögur prósent atkvæða. „Víða er nú þegar rætt um mögulegt samstarf við önnur stjórnmálasamtök til að tryggja sterk og samstillt framboð til sveitarstjórna í næstu kosningum. Þetta samstarf og samstaða eru lykillinn að árangri og áhrifum á næsta kjörtímabili,“ segir Svandís í færslunni. Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Akureyri Múlaþing Borgarbyggð Reykjavík Borgarstjórn Norðurþing Skagafjörður Garðabær Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
„Það eru samtöl í gangi,“ segir Svandís. Alls eru starfandi um allt land sextán sveitarstjórnarfulltrúar á vegum VG. Það er á Akureyri, Skagafirði, Múlaþingi, Borgarbyggð, Norðurþingi, Garðabæ, Reykjavík og Ísafjarðarbæ. Aðeins í Reykjavík er flokkurinn í meirihlutasamstarfi. Svandís segir það ekki nýtt að VG skoði að bjóða fram með öðrum. Til dæmis hafi VG boðið fram með óháðum í Skagafirði, sem hluti af Í-Listanum á Ísafirði og á félagshyggjulista í Vestmannaeyjum. „Það er mikilvægt á þessum tímapunkti að hafa augun opin fyrir margs konar möguleikum til samstarfs og að horfa á stöðuna frekar sem tækifæri til opnunar og samvinnu heldur en lokunar eða einangrunar,“ segir Svandís Hún fjallaði um sama mál í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Þar fór hún yfir undirbúning flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar og almennt í flokknum. Vinstri græn hlutu 2,3 prósent atkvæða í þingkosningum síðasta haust og duttu því út af þingi. Það gerðu líka Píratar með aðeins þrjú prósent atkvæða. Sósíalistaflokkurinn var sá flokkur á vinstri væng sem var næstur því að ná inn á þing með fjögur prósent atkvæða. „Víða er nú þegar rætt um mögulegt samstarf við önnur stjórnmálasamtök til að tryggja sterk og samstillt framboð til sveitarstjórna í næstu kosningum. Þetta samstarf og samstaða eru lykillinn að árangri og áhrifum á næsta kjörtímabili,“ segir Svandís í færslunni.
Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Akureyri Múlaþing Borgarbyggð Reykjavík Borgarstjórn Norðurþing Skagafjörður Garðabær Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira