Þjóð sem lætur kyrrt liggja? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 11. júní 2025 08:01 Við Íslendingar stöndum frammi fyrir einni af stærstu ákvörðunum í utanríkismálum Íslands í áratugi: Hvort þjóðin vilji endurvekja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ríkisstjórnin hefur boðað þjóðaratkvæðagreiðslu um málið eigi síðar en árið 2027. Nú er því rétti tíminn til að byrja að ræða málið opinskátt, af yfirvegun og með framtíðina að leiðarljósi. Í meira en þrjátíu ár höfum við átt í afar nánu samstarfi við Evrópusambandið. Með EES-samningnum höfum við aðgang að innri markaði ESB, og tökum upp meirihluta þess regluverks sem þar gildir. Við erum einnig hluti af Schengen-svæðinu, og tökum þátt í fjölmörgum evrópskum samstarfsverkefnum á sviði vísinda, menntunar og öryggismála. Við nýtum okkur vissulega ávinninginn af þessu samstarfi, en höfum ekki áhrifin. Við segjum okkur sjálfum að við séum fullvalda þjóð, en hvernig nýtum við fullveldið þar sem það skiptir máli? Ísland á ekki sæti við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar. Við eigum ekki okkar fulltrúa í ráðherraráði ESB, ekki í framkvæmdastjórninni, og ekki á Evrópuþinginu. Við fylgjum reglunum – en mótum þær ekki. Þetta er lýðræðishalli sem við verðum að ræða af fullri alvöru. Með aðild að Evrópusambandinu fengjum við ekki aðeins rödd við borðið, heldur myndu einnig skapast tækifæri fyrir íslenskan almenning til aukinnar lýðræðislegrar þátttöku í mótun evrópskrar löggjafar. Borgarar ESB geta beint erindum til Evrópuþingsins, tekið þátt í evrópskum borgarafrumkvæðum og leitað réttar síns fyrir dómstólum ESB, en þetta eru tæki sem við Íslendingar - ég og þú sem íslenskir ríkisborgarar - höfum ekki aðgang að í dag. Þarna myndi sérhver Íslendingur hafa nákvæmlega sama tækifæri og sömu stöðu og t.d. hver Dani, Frakki eða Þjóðverji. Nú eru liðin næstum sextán ár frá því Ísland sótti formlega um aðild að Evrópusambandinu árið 2009. Viðræður hófust en stöðvuðust vegna stöðunnar í stjórnmálunum hér heima árið 2013. Á þeim tíma sem síðan er liðinn hafa aðstæður breyst hratt – bæði innanlands og í Evrópu. Nú blasir nýtt landslag við. Evrópa hefur í millitíðinni tekist á við kreppur, Brexit, faraldur og stríð. En Evrópusambandið stendur enn – sem bandalag lýðræðisríkja sem vinna saman að sameiginlegum hagsmunum og gildum. Og það hefur ekki notið meiri stuðnings almennings í aðildarríkjunum í næstum 20 ár samkvæmt skoðanakönnun sem birtist í vikunni. Samvinnan hefur stuðlað að friði í álfunni okkar í áratugi og skapað öflugan ramma fyrir efnahagsþróun, mannréttindi og lýðræði, t.a.m. í suður- og austur Evrópu, þar sem lýðræðisskipulag, stutt af öflugri samvinnu við önnur lýðræðisríki í Evrópu, tók við af einræði og alræði. Við Íslendingar verðum að spyrja okkur hvar viljum við standa í þessari þróun? Viljum við áfram sitja hjá – eða taka fullan þátt og leggja okkar af mörkum við að standa vörð um þau gildi sem við trúum á? Viljum við virkja fullveldi okkar þar sem það skiptir máli - í samstarfi við þær þjóðir sem við eigum mesta samleið með. Vissulega er það svo að Ísland yrði að óbreyttu fámennasta ríki Evrópusambandsins. En dæmin sýna okkur að það yrði engan veginn áhrifalaust þrátt fyrir það. Við getum bara litið til reynslu landa eins og Lúxemborgar og Möltu í þeim efnum, en þau eru álíka fjölmenn og Ísland. Annað sem vert er að muna í þessu samhengi er að Evrópusambandið er ekki sambandsríki, heldur samstarf fullvalda ríkja. Ef við á einhverjum tímapunkti mætum það svo að það væri okkur ekki lengur í hag að vera aðili að þessu samstarfi, þá væri okkur frjálst að yfirgefa það, eins og dæmin sýna. Það er mín eindregna skoðun, eftir að hafa fylgst með störfum Evrópusambandsins í áratugi, að við gætum beitt okkur með mikið öflugri hætti á alþjóðavettvangi sem aðildarríki þess. Að sama skapi værum við í mun betri stöðu til að standa vörð um íslenska hagsmuni, hvort sem það væri í almennum efnahagsmálum, í sjávarútvegi, í landbúnaði og ekki síst þegar kemur að varnar- og öryggismálum, með sæti við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar og með rödd á þeim fundum þar sem stóru málin í álfunni okkar eru rædd - en með því að standa áfram utan Evrópusambandsins eins og við höfum gert. Ég hef aldrei séð neitt sem hefur getað sannfært mig um annað. Höfundur er prófessor í alþjóðastjórnmálum og formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar stöndum frammi fyrir einni af stærstu ákvörðunum í utanríkismálum Íslands í áratugi: Hvort þjóðin vilji endurvekja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ríkisstjórnin hefur boðað þjóðaratkvæðagreiðslu um málið eigi síðar en árið 2027. Nú er því rétti tíminn til að byrja að ræða málið opinskátt, af yfirvegun og með framtíðina að leiðarljósi. Í meira en þrjátíu ár höfum við átt í afar nánu samstarfi við Evrópusambandið. Með EES-samningnum höfum við aðgang að innri markaði ESB, og tökum upp meirihluta þess regluverks sem þar gildir. Við erum einnig hluti af Schengen-svæðinu, og tökum þátt í fjölmörgum evrópskum samstarfsverkefnum á sviði vísinda, menntunar og öryggismála. Við nýtum okkur vissulega ávinninginn af þessu samstarfi, en höfum ekki áhrifin. Við segjum okkur sjálfum að við séum fullvalda þjóð, en hvernig nýtum við fullveldið þar sem það skiptir máli? Ísland á ekki sæti við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar. Við eigum ekki okkar fulltrúa í ráðherraráði ESB, ekki í framkvæmdastjórninni, og ekki á Evrópuþinginu. Við fylgjum reglunum – en mótum þær ekki. Þetta er lýðræðishalli sem við verðum að ræða af fullri alvöru. Með aðild að Evrópusambandinu fengjum við ekki aðeins rödd við borðið, heldur myndu einnig skapast tækifæri fyrir íslenskan almenning til aukinnar lýðræðislegrar þátttöku í mótun evrópskrar löggjafar. Borgarar ESB geta beint erindum til Evrópuþingsins, tekið þátt í evrópskum borgarafrumkvæðum og leitað réttar síns fyrir dómstólum ESB, en þetta eru tæki sem við Íslendingar - ég og þú sem íslenskir ríkisborgarar - höfum ekki aðgang að í dag. Þarna myndi sérhver Íslendingur hafa nákvæmlega sama tækifæri og sömu stöðu og t.d. hver Dani, Frakki eða Þjóðverji. Nú eru liðin næstum sextán ár frá því Ísland sótti formlega um aðild að Evrópusambandinu árið 2009. Viðræður hófust en stöðvuðust vegna stöðunnar í stjórnmálunum hér heima árið 2013. Á þeim tíma sem síðan er liðinn hafa aðstæður breyst hratt – bæði innanlands og í Evrópu. Nú blasir nýtt landslag við. Evrópa hefur í millitíðinni tekist á við kreppur, Brexit, faraldur og stríð. En Evrópusambandið stendur enn – sem bandalag lýðræðisríkja sem vinna saman að sameiginlegum hagsmunum og gildum. Og það hefur ekki notið meiri stuðnings almennings í aðildarríkjunum í næstum 20 ár samkvæmt skoðanakönnun sem birtist í vikunni. Samvinnan hefur stuðlað að friði í álfunni okkar í áratugi og skapað öflugan ramma fyrir efnahagsþróun, mannréttindi og lýðræði, t.a.m. í suður- og austur Evrópu, þar sem lýðræðisskipulag, stutt af öflugri samvinnu við önnur lýðræðisríki í Evrópu, tók við af einræði og alræði. Við Íslendingar verðum að spyrja okkur hvar viljum við standa í þessari þróun? Viljum við áfram sitja hjá – eða taka fullan þátt og leggja okkar af mörkum við að standa vörð um þau gildi sem við trúum á? Viljum við virkja fullveldi okkar þar sem það skiptir máli - í samstarfi við þær þjóðir sem við eigum mesta samleið með. Vissulega er það svo að Ísland yrði að óbreyttu fámennasta ríki Evrópusambandsins. En dæmin sýna okkur að það yrði engan veginn áhrifalaust þrátt fyrir það. Við getum bara litið til reynslu landa eins og Lúxemborgar og Möltu í þeim efnum, en þau eru álíka fjölmenn og Ísland. Annað sem vert er að muna í þessu samhengi er að Evrópusambandið er ekki sambandsríki, heldur samstarf fullvalda ríkja. Ef við á einhverjum tímapunkti mætum það svo að það væri okkur ekki lengur í hag að vera aðili að þessu samstarfi, þá væri okkur frjálst að yfirgefa það, eins og dæmin sýna. Það er mín eindregna skoðun, eftir að hafa fylgst með störfum Evrópusambandsins í áratugi, að við gætum beitt okkur með mikið öflugri hætti á alþjóðavettvangi sem aðildarríki þess. Að sama skapi værum við í mun betri stöðu til að standa vörð um íslenska hagsmuni, hvort sem það væri í almennum efnahagsmálum, í sjávarútvegi, í landbúnaði og ekki síst þegar kemur að varnar- og öryggismálum, með sæti við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar og með rödd á þeim fundum þar sem stóru málin í álfunni okkar eru rædd - en með því að standa áfram utan Evrópusambandsins eins og við höfum gert. Ég hef aldrei séð neitt sem hefur getað sannfært mig um annað. Höfundur er prófessor í alþjóðastjórnmálum og formaður Evrópuhreyfingarinnar.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun