Jafnt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu fyrir öll Telma Sigtryggsdóttir skrifar 12. júní 2025 09:01 Flest okkar lenda í því á lífsleiðinni að glíma við þunglyndi, kvíða og áföll. Ef vandinn er vægur til miðlungs í alvarleika, þá er ætlast til þess að við sækjum aðstoð til heilsugæslunnar. Þar fer fram mat á vanda og eftir atvikum sálfræðimeðferð. Þetta er kallað innan heilbrigðisþjónustunnar fyrsta stigs úrræði. Á málþingi ÖBÍ réttindasamtaka í vor kom greinileg fram að úrræðið stendur ekki öllum til boða. Bæði búseta, önnur veikindi og fötlun getur sett strik í reikninginn og útilokað fólk frá sjálfsagðri heilbrigðisþjónustu. Það er mikilvægt að stjórnvöld og samfélagið í heild átti sig á því að fólk í hjólastól getur þurft á hópmeðferð að halda, að heyrnarlausir geti glímt við streitu og að fólk með þroskahömlun tekst líka á við missi. Þannig þarf að vera reynsla, sérhæfing og aðstaða til þess að taka á móti þeim fjölbreytta hópi sem gæti þurft á geðheilbrigðisþjónustu að halda. Það má sérstaklega benda á hóp einstaklinga með einhverfugreiningu sem festast í limbo í kerfinu. Því þegar einstaklingar eru komnir með greiningu og upplifa kvíða eða þunglyndi í kjölfar áfalls þá fá þeir ekki aðgang að þjónustu á fyrsta stigi þar sem að fáir innan heilsugæslunnar eru með menntun til þess að aðstoða, en jafnframt eru veikindin ekki nægilega mikil til þess að komast í sérhæfð úrræði. Þetta getur leitt til þess að í stað þess að hægt sé að grípa inn snemma og veita einstaklingnum þau bjargráð sem þarf þá ágerast veikindin. Þannig er hópur fatlaðs fólks útilokaður frá þjónustunni. Í aðgerðaráætlun núverandi ríkisstjórnar er tekið fram að sérstök áhersla verði lögð á aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þessu fagnar heilbrigðishópur ÖBÍ en við minnum á að slík áform þarf að þróa í þéttu samráði við hagsmunasamtök. Niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu þarf að vera til jafns á við aðra heilbrigðisþjónustu. Núverandi fyrirkomulag veldur því að aðgengi að þjónustunni er háð greiðslugetu einstaklinga, sem veldur misrétti. Þeir sem eiga fyrir því geta komist að fyrr hjá einkaaðilum á meðan aðrir þurfa að bíða. Þar á fatlað fólk undir högg að sækja. Góðu fréttirnar eru að snemmtæk íhlutun hefur jákvæð áhrif á samfélagið í heild, virkni eykst, kostnaður minnkar, almenn líðan batnar og ánægja eykst. Einstaklingar eru lengur á vinnumarkaði og lífsgæði aukast verulega. Það er engin spurning um það að ágóði þess að veita öllum jafnan aðgang að fyrsta stigs geðheilbrigðisþjónustu er mikill. Huga þarf að ólíkum hópum innan samfélagsins og gefa einstaklingum meira vald yfir eigin meðferð. Fjármagna þarf geðheilbrigðisáætlun til þess að hún verði að veruleika og að það góða samstarf sem hefur átt sér stað í geðheilbrigðisráði beri ávöxt. Við þurfum að fara að gera okkur grein fyrir því að meðferð við geðheilbrigðisvanda á að vera jafn rétthá og meðferð við öðrum líkamlegum kvillum. Góð geðheilsa er ekki munaðarvara – hún er mannréttindi. Höfundur er formaður heilbrigðishóps ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Flest okkar lenda í því á lífsleiðinni að glíma við þunglyndi, kvíða og áföll. Ef vandinn er vægur til miðlungs í alvarleika, þá er ætlast til þess að við sækjum aðstoð til heilsugæslunnar. Þar fer fram mat á vanda og eftir atvikum sálfræðimeðferð. Þetta er kallað innan heilbrigðisþjónustunnar fyrsta stigs úrræði. Á málþingi ÖBÍ réttindasamtaka í vor kom greinileg fram að úrræðið stendur ekki öllum til boða. Bæði búseta, önnur veikindi og fötlun getur sett strik í reikninginn og útilokað fólk frá sjálfsagðri heilbrigðisþjónustu. Það er mikilvægt að stjórnvöld og samfélagið í heild átti sig á því að fólk í hjólastól getur þurft á hópmeðferð að halda, að heyrnarlausir geti glímt við streitu og að fólk með þroskahömlun tekst líka á við missi. Þannig þarf að vera reynsla, sérhæfing og aðstaða til þess að taka á móti þeim fjölbreytta hópi sem gæti þurft á geðheilbrigðisþjónustu að halda. Það má sérstaklega benda á hóp einstaklinga með einhverfugreiningu sem festast í limbo í kerfinu. Því þegar einstaklingar eru komnir með greiningu og upplifa kvíða eða þunglyndi í kjölfar áfalls þá fá þeir ekki aðgang að þjónustu á fyrsta stigi þar sem að fáir innan heilsugæslunnar eru með menntun til þess að aðstoða, en jafnframt eru veikindin ekki nægilega mikil til þess að komast í sérhæfð úrræði. Þetta getur leitt til þess að í stað þess að hægt sé að grípa inn snemma og veita einstaklingnum þau bjargráð sem þarf þá ágerast veikindin. Þannig er hópur fatlaðs fólks útilokaður frá þjónustunni. Í aðgerðaráætlun núverandi ríkisstjórnar er tekið fram að sérstök áhersla verði lögð á aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þessu fagnar heilbrigðishópur ÖBÍ en við minnum á að slík áform þarf að þróa í þéttu samráði við hagsmunasamtök. Niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu þarf að vera til jafns á við aðra heilbrigðisþjónustu. Núverandi fyrirkomulag veldur því að aðgengi að þjónustunni er háð greiðslugetu einstaklinga, sem veldur misrétti. Þeir sem eiga fyrir því geta komist að fyrr hjá einkaaðilum á meðan aðrir þurfa að bíða. Þar á fatlað fólk undir högg að sækja. Góðu fréttirnar eru að snemmtæk íhlutun hefur jákvæð áhrif á samfélagið í heild, virkni eykst, kostnaður minnkar, almenn líðan batnar og ánægja eykst. Einstaklingar eru lengur á vinnumarkaði og lífsgæði aukast verulega. Það er engin spurning um það að ágóði þess að veita öllum jafnan aðgang að fyrsta stigs geðheilbrigðisþjónustu er mikill. Huga þarf að ólíkum hópum innan samfélagsins og gefa einstaklingum meira vald yfir eigin meðferð. Fjármagna þarf geðheilbrigðisáætlun til þess að hún verði að veruleika og að það góða samstarf sem hefur átt sér stað í geðheilbrigðisráði beri ávöxt. Við þurfum að fara að gera okkur grein fyrir því að meðferð við geðheilbrigðisvanda á að vera jafn rétthá og meðferð við öðrum líkamlegum kvillum. Góð geðheilsa er ekki munaðarvara – hún er mannréttindi. Höfundur er formaður heilbrigðishóps ÖBÍ.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun