Jafnt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu fyrir öll Telma Sigtryggsdóttir skrifar 12. júní 2025 09:01 Flest okkar lenda í því á lífsleiðinni að glíma við þunglyndi, kvíða og áföll. Ef vandinn er vægur til miðlungs í alvarleika, þá er ætlast til þess að við sækjum aðstoð til heilsugæslunnar. Þar fer fram mat á vanda og eftir atvikum sálfræðimeðferð. Þetta er kallað innan heilbrigðisþjónustunnar fyrsta stigs úrræði. Á málþingi ÖBÍ réttindasamtaka í vor kom greinileg fram að úrræðið stendur ekki öllum til boða. Bæði búseta, önnur veikindi og fötlun getur sett strik í reikninginn og útilokað fólk frá sjálfsagðri heilbrigðisþjónustu. Það er mikilvægt að stjórnvöld og samfélagið í heild átti sig á því að fólk í hjólastól getur þurft á hópmeðferð að halda, að heyrnarlausir geti glímt við streitu og að fólk með þroskahömlun tekst líka á við missi. Þannig þarf að vera reynsla, sérhæfing og aðstaða til þess að taka á móti þeim fjölbreytta hópi sem gæti þurft á geðheilbrigðisþjónustu að halda. Það má sérstaklega benda á hóp einstaklinga með einhverfugreiningu sem festast í limbo í kerfinu. Því þegar einstaklingar eru komnir með greiningu og upplifa kvíða eða þunglyndi í kjölfar áfalls þá fá þeir ekki aðgang að þjónustu á fyrsta stigi þar sem að fáir innan heilsugæslunnar eru með menntun til þess að aðstoða, en jafnframt eru veikindin ekki nægilega mikil til þess að komast í sérhæfð úrræði. Þetta getur leitt til þess að í stað þess að hægt sé að grípa inn snemma og veita einstaklingnum þau bjargráð sem þarf þá ágerast veikindin. Þannig er hópur fatlaðs fólks útilokaður frá þjónustunni. Í aðgerðaráætlun núverandi ríkisstjórnar er tekið fram að sérstök áhersla verði lögð á aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þessu fagnar heilbrigðishópur ÖBÍ en við minnum á að slík áform þarf að þróa í þéttu samráði við hagsmunasamtök. Niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu þarf að vera til jafns á við aðra heilbrigðisþjónustu. Núverandi fyrirkomulag veldur því að aðgengi að þjónustunni er háð greiðslugetu einstaklinga, sem veldur misrétti. Þeir sem eiga fyrir því geta komist að fyrr hjá einkaaðilum á meðan aðrir þurfa að bíða. Þar á fatlað fólk undir högg að sækja. Góðu fréttirnar eru að snemmtæk íhlutun hefur jákvæð áhrif á samfélagið í heild, virkni eykst, kostnaður minnkar, almenn líðan batnar og ánægja eykst. Einstaklingar eru lengur á vinnumarkaði og lífsgæði aukast verulega. Það er engin spurning um það að ágóði þess að veita öllum jafnan aðgang að fyrsta stigs geðheilbrigðisþjónustu er mikill. Huga þarf að ólíkum hópum innan samfélagsins og gefa einstaklingum meira vald yfir eigin meðferð. Fjármagna þarf geðheilbrigðisáætlun til þess að hún verði að veruleika og að það góða samstarf sem hefur átt sér stað í geðheilbrigðisráði beri ávöxt. Við þurfum að fara að gera okkur grein fyrir því að meðferð við geðheilbrigðisvanda á að vera jafn rétthá og meðferð við öðrum líkamlegum kvillum. Góð geðheilsa er ekki munaðarvara – hún er mannréttindi. Höfundur er formaður heilbrigðishóps ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Flest okkar lenda í því á lífsleiðinni að glíma við þunglyndi, kvíða og áföll. Ef vandinn er vægur til miðlungs í alvarleika, þá er ætlast til þess að við sækjum aðstoð til heilsugæslunnar. Þar fer fram mat á vanda og eftir atvikum sálfræðimeðferð. Þetta er kallað innan heilbrigðisþjónustunnar fyrsta stigs úrræði. Á málþingi ÖBÍ réttindasamtaka í vor kom greinileg fram að úrræðið stendur ekki öllum til boða. Bæði búseta, önnur veikindi og fötlun getur sett strik í reikninginn og útilokað fólk frá sjálfsagðri heilbrigðisþjónustu. Það er mikilvægt að stjórnvöld og samfélagið í heild átti sig á því að fólk í hjólastól getur þurft á hópmeðferð að halda, að heyrnarlausir geti glímt við streitu og að fólk með þroskahömlun tekst líka á við missi. Þannig þarf að vera reynsla, sérhæfing og aðstaða til þess að taka á móti þeim fjölbreytta hópi sem gæti þurft á geðheilbrigðisþjónustu að halda. Það má sérstaklega benda á hóp einstaklinga með einhverfugreiningu sem festast í limbo í kerfinu. Því þegar einstaklingar eru komnir með greiningu og upplifa kvíða eða þunglyndi í kjölfar áfalls þá fá þeir ekki aðgang að þjónustu á fyrsta stigi þar sem að fáir innan heilsugæslunnar eru með menntun til þess að aðstoða, en jafnframt eru veikindin ekki nægilega mikil til þess að komast í sérhæfð úrræði. Þetta getur leitt til þess að í stað þess að hægt sé að grípa inn snemma og veita einstaklingnum þau bjargráð sem þarf þá ágerast veikindin. Þannig er hópur fatlaðs fólks útilokaður frá þjónustunni. Í aðgerðaráætlun núverandi ríkisstjórnar er tekið fram að sérstök áhersla verði lögð á aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þessu fagnar heilbrigðishópur ÖBÍ en við minnum á að slík áform þarf að þróa í þéttu samráði við hagsmunasamtök. Niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu þarf að vera til jafns á við aðra heilbrigðisþjónustu. Núverandi fyrirkomulag veldur því að aðgengi að þjónustunni er háð greiðslugetu einstaklinga, sem veldur misrétti. Þeir sem eiga fyrir því geta komist að fyrr hjá einkaaðilum á meðan aðrir þurfa að bíða. Þar á fatlað fólk undir högg að sækja. Góðu fréttirnar eru að snemmtæk íhlutun hefur jákvæð áhrif á samfélagið í heild, virkni eykst, kostnaður minnkar, almenn líðan batnar og ánægja eykst. Einstaklingar eru lengur á vinnumarkaði og lífsgæði aukast verulega. Það er engin spurning um það að ágóði þess að veita öllum jafnan aðgang að fyrsta stigs geðheilbrigðisþjónustu er mikill. Huga þarf að ólíkum hópum innan samfélagsins og gefa einstaklingum meira vald yfir eigin meðferð. Fjármagna þarf geðheilbrigðisáætlun til þess að hún verði að veruleika og að það góða samstarf sem hefur átt sér stað í geðheilbrigðisráði beri ávöxt. Við þurfum að fara að gera okkur grein fyrir því að meðferð við geðheilbrigðisvanda á að vera jafn rétthá og meðferð við öðrum líkamlegum kvillum. Góð geðheilsa er ekki munaðarvara – hún er mannréttindi. Höfundur er formaður heilbrigðishóps ÖBÍ.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun