Hitnaði í hamsi: „Forseti er með orðið!“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. júní 2025 08:08 Þingfundur hófst klukkan 10:30 í gær og var slitið klukkan 02:05. Alþingi Til orðskipta kom milli Þórunnar Sveinbjarnardóttur forseta Alþingis og þingmanna Miðflokksins á fyrsta tímanum í nótt, þegar þingfundur hafði staðið yfir í rúman hálfan sólarhring. Þingmenn Miðflokksins hafa undanfarna daga rætt frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um innleiðingu bókunar 35 langt fram á nótt. Þingfundi var slitið á þriðja tímanum í nótt, þriðja daginn í röð. Á þingfundi gærdagsins skiptust þingmenn Miðflokksins á að setjast í ræðustól og kalla eftir því að utanríkisráðherra mæti meðan málið er til umræðu. Um miðnætti spurði Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis hversu lengi þingmenn væru tilbúnir að sitja fundinn. Þá sagði hún að til greina kæmi að halda þingfundinum áfram síðar í dag en þó væri ekkert ákveðið. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingmaður Miðflokksins steig síðar í pontu til að svara því. „Við þurfum að ræða þetta mál en af einhverjum ástæðum treystir meirihlutinn sér ekki til að tala fyrir málinu. Við erum að biðja um að hæstvirtur ráðherra komi og tali fyrir þessu máli. Og ef þetta er einhver sýndarleikur þá hleypið þið öðrum málum á dagskrá og takið þetta af dagskrá þar til þið eruð tilbúin að tala fyrir því. Og í því ljósi spyr ég, hver er staðgengill hæstvirts utanríkisráðherra? Ég fer fram á að ef þingfundur verður hér í nótt, að forseti sjái til þess að staðgengill komi hér í hús svo megi ljúka þessari umræðu einhvern tímann.“ Þá tók Þórunn aftur til máls. „Það er nokkuð langt síðan það var mælt fyrir þessum nefndarálitum. Framsögumaður meiri hluta hefur verið við þessa umræðu meira og minna allan tímann. Og ég veit ekki hvað...“ „Ekki allan!“ kallaði einhver úr þingsal. Þórunn svaraði um hvöss um hæl. „Forseti er með orðið.“ Í tvígang kallaði einhver úr salnum og þá ítrekaði Þórunn að forseti væri með orðið. Þá kynnti hún inn næsta ræðumann, Bergþór Ólason þingflokksformann Miðflokksins, sýnilega örg. Alþingi Miðflokkurinn Bókun 35 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins hafa undanfarna daga rætt frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um innleiðingu bókunar 35 langt fram á nótt. Þingfundi var slitið á þriðja tímanum í nótt, þriðja daginn í röð. Á þingfundi gærdagsins skiptust þingmenn Miðflokksins á að setjast í ræðustól og kalla eftir því að utanríkisráðherra mæti meðan málið er til umræðu. Um miðnætti spurði Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis hversu lengi þingmenn væru tilbúnir að sitja fundinn. Þá sagði hún að til greina kæmi að halda þingfundinum áfram síðar í dag en þó væri ekkert ákveðið. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingmaður Miðflokksins steig síðar í pontu til að svara því. „Við þurfum að ræða þetta mál en af einhverjum ástæðum treystir meirihlutinn sér ekki til að tala fyrir málinu. Við erum að biðja um að hæstvirtur ráðherra komi og tali fyrir þessu máli. Og ef þetta er einhver sýndarleikur þá hleypið þið öðrum málum á dagskrá og takið þetta af dagskrá þar til þið eruð tilbúin að tala fyrir því. Og í því ljósi spyr ég, hver er staðgengill hæstvirts utanríkisráðherra? Ég fer fram á að ef þingfundur verður hér í nótt, að forseti sjái til þess að staðgengill komi hér í hús svo megi ljúka þessari umræðu einhvern tímann.“ Þá tók Þórunn aftur til máls. „Það er nokkuð langt síðan það var mælt fyrir þessum nefndarálitum. Framsögumaður meiri hluta hefur verið við þessa umræðu meira og minna allan tímann. Og ég veit ekki hvað...“ „Ekki allan!“ kallaði einhver úr þingsal. Þórunn svaraði um hvöss um hæl. „Forseti er með orðið.“ Í tvígang kallaði einhver úr salnum og þá ítrekaði Þórunn að forseti væri með orðið. Þá kynnti hún inn næsta ræðumann, Bergþór Ólason þingflokksformann Miðflokksins, sýnilega örg.
Alþingi Miðflokkurinn Bókun 35 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira