Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra hefst í dag Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. júní 2025 14:27 Frá hinsegin hátíðinni í Hrísey árið 2023. Drífa Snædal Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra hefst í dag og stendur til að halda fjölda viðburða um allan landshlutann. Verkefnastjóri menningarmála hjá Akureyrarbæ vill auka sýnileika hinsegin samfélagsins á svæðinu. „Þetta flotta framtak í Hrísey hófst fyrir þremur árum og hinsegin dagar í Hrísey verða haldnir í þriðja skipti í ár. Við hjá Akureyrarbæ vorum að ræða saman við ýmsa aðila í bænum og okkur fannst ekki væra nægur sýnileiki,“ segir Elísabet Ögn Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri menningarmála hjá Akureyrarbæ. Íbúar á Hrísey héldu fyrstu hinsegin hátíðina árið 2023 og mætti tvöfaldur íbúafjöldi til að fagna hinsegin samfélaginu. Sjá einnig: Tvöfaldur íbúafjöldi á hinsegin hátíð í Hrísey Nýtilkomið samstarfsnet menningarfulltrúa hjá sveitarfélögum á Norðurlandi eystra ákvað að koma sér saman og sótti um styrk til þess að halda sameiginlega hinsegin hátíð. Hátíðin stendur frá 18. til 21. júní. Elísabet Ögn Jóhannsdóttir og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, er hinsegin fánanum var flaggað í dag.Aðsend „Það er alltaf meiri máttur í að gera eitthvað saman upp á sýnileika og samstöðu. Við vorum svo heppin að fá þennan styrk og fórum af stað með þetta verkefni. Við erum að vona að þetta sé bara byrjunin,“ segir Elísabet. Dragdrottningar, tónlistarhald og bíósýningar Boðið verður upp á alls kyns viðburði um allan landshlutann. Til að mynda er fánasmiðja í menningarhúsinu Bergi á Dalvík í dag, fánagerð hjá Fab Lab á Húsavík og bíósýning á Akureyri. Einnig stendur til að halda ýmis konar tónlistarviðburði, til að mynda verður hinsegin tónlist flutt af hinsegin fólki í Hlöðunni á Akureyri á fimmtudag og mun tónlistarkonan Krassoff auk dansara stíga á svið á laugardagskvöld. „Okkur fannst mjög mikilvægt að gera viðburði í samstarfi við alls konar hópa,“ segir Elísabet. Öll sveitarfélög taka vissulega þátt en hægt er að fara sjá kvikmyndina The Rocky Horror Picture Show í búning á Þórshöfn og mála tröppur að sundlauginni á Þelamörk í regnbogalitum. Settar verða upp sýningarnar Út úr skuggunum og Bakslag á Safnahúsinu á Húsavík á föstudag. Í þeirri fyrrnefndu er dregið fram í dagsljósið áður ósagða sögu hinsegin fólks í Þingeyjarsýslu en sú síðarnefnda fjallar um bakslag réttinda hinsegin fólks á heimsvísu. Báðar sýningarnar verða til sýnis í mánuð. Þá verður auðvitað hátíðardagskrá í Hrísey líkt og ár áður en þar verður haldin regnbogamessa og gengin gleðiganga. Þá verður einnig hægt að hitta Margréti Erlu Maack og Gógó Starr, drottningarnar úr Kjallarakabarett í Þjóðleikhúskjallaranum og fara í sundlaugadiskó. „Mikilvægasta í þessu er að fólk tali um þetta og sjái fánann á lofti,“ segir Elísabet. Með hátíðinni vill hún og fulltrúar sveitarfélaganna dreifa boðskapnum um allt Norðurland eystra að þeir sem eru í hinsegin samfélaginu séu velkomnir. Dagskrá hátíðarinnar má finna á heimasíðu hátíðarinnar, hinseginhatid.is. Hinsegin Akureyri Norðurþing Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Þingeyjarsveit Eyjafjarðarsveit Hörgársveit Langanesbyggð Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur Tjörneshreppur Hrísey Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira
„Þetta flotta framtak í Hrísey hófst fyrir þremur árum og hinsegin dagar í Hrísey verða haldnir í þriðja skipti í ár. Við hjá Akureyrarbæ vorum að ræða saman við ýmsa aðila í bænum og okkur fannst ekki væra nægur sýnileiki,“ segir Elísabet Ögn Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri menningarmála hjá Akureyrarbæ. Íbúar á Hrísey héldu fyrstu hinsegin hátíðina árið 2023 og mætti tvöfaldur íbúafjöldi til að fagna hinsegin samfélaginu. Sjá einnig: Tvöfaldur íbúafjöldi á hinsegin hátíð í Hrísey Nýtilkomið samstarfsnet menningarfulltrúa hjá sveitarfélögum á Norðurlandi eystra ákvað að koma sér saman og sótti um styrk til þess að halda sameiginlega hinsegin hátíð. Hátíðin stendur frá 18. til 21. júní. Elísabet Ögn Jóhannsdóttir og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, er hinsegin fánanum var flaggað í dag.Aðsend „Það er alltaf meiri máttur í að gera eitthvað saman upp á sýnileika og samstöðu. Við vorum svo heppin að fá þennan styrk og fórum af stað með þetta verkefni. Við erum að vona að þetta sé bara byrjunin,“ segir Elísabet. Dragdrottningar, tónlistarhald og bíósýningar Boðið verður upp á alls kyns viðburði um allan landshlutann. Til að mynda er fánasmiðja í menningarhúsinu Bergi á Dalvík í dag, fánagerð hjá Fab Lab á Húsavík og bíósýning á Akureyri. Einnig stendur til að halda ýmis konar tónlistarviðburði, til að mynda verður hinsegin tónlist flutt af hinsegin fólki í Hlöðunni á Akureyri á fimmtudag og mun tónlistarkonan Krassoff auk dansara stíga á svið á laugardagskvöld. „Okkur fannst mjög mikilvægt að gera viðburði í samstarfi við alls konar hópa,“ segir Elísabet. Öll sveitarfélög taka vissulega þátt en hægt er að fara sjá kvikmyndina The Rocky Horror Picture Show í búning á Þórshöfn og mála tröppur að sundlauginni á Þelamörk í regnbogalitum. Settar verða upp sýningarnar Út úr skuggunum og Bakslag á Safnahúsinu á Húsavík á föstudag. Í þeirri fyrrnefndu er dregið fram í dagsljósið áður ósagða sögu hinsegin fólks í Þingeyjarsýslu en sú síðarnefnda fjallar um bakslag réttinda hinsegin fólks á heimsvísu. Báðar sýningarnar verða til sýnis í mánuð. Þá verður auðvitað hátíðardagskrá í Hrísey líkt og ár áður en þar verður haldin regnbogamessa og gengin gleðiganga. Þá verður einnig hægt að hitta Margréti Erlu Maack og Gógó Starr, drottningarnar úr Kjallarakabarett í Þjóðleikhúskjallaranum og fara í sundlaugadiskó. „Mikilvægasta í þessu er að fólk tali um þetta og sjái fánann á lofti,“ segir Elísabet. Með hátíðinni vill hún og fulltrúar sveitarfélaganna dreifa boðskapnum um allt Norðurland eystra að þeir sem eru í hinsegin samfélaginu séu velkomnir. Dagskrá hátíðarinnar má finna á heimasíðu hátíðarinnar, hinseginhatid.is.
Hinsegin Akureyri Norðurþing Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Þingeyjarsveit Eyjafjarðarsveit Hörgársveit Langanesbyggð Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur Tjörneshreppur Hrísey Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira