Meirihluti vill stöðva málþóf á Alþingi Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2025 10:06 Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, hefur verið framarlega í flokki þeirra sem tala gegn bókun 35 á Alþingi. Flestir telja þá umræðu einkennast af málþófi og að það sé sóun á tíma þingmanna og starfsmanna þingsins. Vísir/Vilhelm Um sextíu prósent svarenda í skoðanakönnun segjast vilja að Alþingi taki upp reglur sem komi í veg fyrir málþóf. Sama hlutfall lítur á umræður um bókun 35 á þingi síðustu daga sem málþóf en aðeins fjórðungur telur eðlilegt að minnihlutinn á þingi geti notað málþóf til að stöðva mál. Spurt var út í afstöðu fólks til umræðna um bókun 35 og almennt um málþóf á Alþingi í könnun Maskínu sem var gerð í þessari viku og þeirri síðustu. Stjórnarandstaðan á þingi hefur verið sökuð um að halda uppi málþófi til þess að stöðva framgang þess máls og veiðigjaldafrumvarps ríkisstjórnarinnar. Þegar spurt var hvort fólki liti á umræður um bókun 35 sem málþóf sögðust 61 prósent sammála en fimmtungur ósammála. Fæstir töldu sig þó hafa góða þekkingu á hvað bókun 35 er. Fimmtungur sagðist þekkja vel til hennar, jafnmargir og sögðust ekkert þekkja til hennar. Þriðjungur sagðist þekkja illa til hennar og fjórðungur í meðallagi vel. Bókun 35 snýst um að tryggja stöðu evrópska reglna sem Ísland hefur leitt inn í lög í gegnum EES-samninginn gagvart öðrum landslögum. Hún hefur verið hluti af EES-samningnum frá upphafi. Eftirlitsstofnun EFTA hefur haft innleiðingu og framkvæmd bóknunarinnar til skoðunar frá 2011 og komst að þeirri niðurstöðu árið 2020 að hún væri ekki í samræmi við EES-samninginn. Sóun á tíma þingmanna og starfsmanna þingsins Varðandi málþóf almennt sagðist rúmur helmingur svarenda ósammála því að það væri eðlilegt að minnihluti á Alþingi gæti notað málþóf til þess að stöðva mál sem hann er á móti. Tæpur fjórðungur taldi það eðlilegt. Rétt tæp sextíu prósent sögðust fylgjandi því að Alþingi innleiddi starfsreglur sem kæmu í veg fyrir málþóf. Fimmtungur sagðist á móti því. Þá töldu 65 prósent svarenda að málþóf væri sóun á tíma alþingismanna og starfsmanna þingsins. Innan við fimmtungur sagðist ósammála því. Miklir flokkadrættir Ekki þarf að koma á óvart að afstaða til umræðunnar um bókun 35 litast sterklega af stjórnmálaskoðunum svarenda. Þannig telja langflestir þeirra sem sögðust kjósa ríkisstjórnarflokkana telja umræðurnar málþóf en aðeins fimmtungur kjósenda Sjálfstæðisflokksins og fjórðungur kjósenda Miðflokksins. Afstaðan til málþófs sem slíks er sama marki brennd. Kjósendur flokkanna sem eru í minnihluta á þingi eru mun líklegri til þess að telja það eðlilegt að minnihluti nýti málþóf til þess að stöðva mál sem honum þóknast ekki. Rúmur helmingur kjósenda Miðflokksins, 47,9 prósent Sjálfstæðisflokksins og fjörutíu prósent Framsóknarflokksins sögðust þeirrar skoðunar. Innan við tíu prósent kjósenda Samfylkingar og Viðreisnar töldu málþóf réttlætanlegt og fimmtán prósent kjósenda Flokks fólksins. Yfir áttatíu og fimm prósent kjósenda ríkisstjórnarflokkana töldu málþóf tímasóun á móti 28,2 prósent miðflokksfólks og 40,8 prósent sjálfstæðisfólks. Tæpur helmingur framsóknarfólks taldi málþóf sóun á tíma þingmanna og starfsmanna þingsins. Afgerandi meirihluti kjósenda ríkisstjórnarflokkanna telur rétt að setja reglur til að koma í veg fyrir málþóf, tæp áttatíu prósent hjá Samfylkingu og Viðreisn en rúm 72 prósent hjá Flokki fólksins. Á milli þrjátíu og fjörutíu prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins, Miðflokks og Framsóknarflokks sögðust fylgjandi slíkum reglum. Alþingi Skoðanakannanir Bókun 35 Evrópusambandið Tengdar fréttir „Það gengur ekki að þingið sé tekið í gíslingu“ Atvinnuvegaráðherra telur að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi tekið þingið í gíslingu í umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Hún er samt bjartsýn á að það takist að klára aðra umræðu fyrir sumarfrí. 23. júní 2025 13:41 Þinglok hvergi í augsýn: „Málþóf! Málþóf!“ Fjöldi mála bíður afgreiðslu á þinginu og þingmenn segjast ýmist reiðubúnir að funda langt fram á sumar eða hvetja til þess að mál komist til atkvæðagreiðslu. Stjórnarandstaða vill meina að vanbúnaði meirihlutans sé að kenna um tafirnar en meirihlutinn segir stjórnarandstöðuna ætla sér að málþæfa hækkun veiðigjalda í kaf. 20. júní 2025 22:02 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Sjá meira
Spurt var út í afstöðu fólks til umræðna um bókun 35 og almennt um málþóf á Alþingi í könnun Maskínu sem var gerð í þessari viku og þeirri síðustu. Stjórnarandstaðan á þingi hefur verið sökuð um að halda uppi málþófi til þess að stöðva framgang þess máls og veiðigjaldafrumvarps ríkisstjórnarinnar. Þegar spurt var hvort fólki liti á umræður um bókun 35 sem málþóf sögðust 61 prósent sammála en fimmtungur ósammála. Fæstir töldu sig þó hafa góða þekkingu á hvað bókun 35 er. Fimmtungur sagðist þekkja vel til hennar, jafnmargir og sögðust ekkert þekkja til hennar. Þriðjungur sagðist þekkja illa til hennar og fjórðungur í meðallagi vel. Bókun 35 snýst um að tryggja stöðu evrópska reglna sem Ísland hefur leitt inn í lög í gegnum EES-samninginn gagvart öðrum landslögum. Hún hefur verið hluti af EES-samningnum frá upphafi. Eftirlitsstofnun EFTA hefur haft innleiðingu og framkvæmd bóknunarinnar til skoðunar frá 2011 og komst að þeirri niðurstöðu árið 2020 að hún væri ekki í samræmi við EES-samninginn. Sóun á tíma þingmanna og starfsmanna þingsins Varðandi málþóf almennt sagðist rúmur helmingur svarenda ósammála því að það væri eðlilegt að minnihluti á Alþingi gæti notað málþóf til þess að stöðva mál sem hann er á móti. Tæpur fjórðungur taldi það eðlilegt. Rétt tæp sextíu prósent sögðust fylgjandi því að Alþingi innleiddi starfsreglur sem kæmu í veg fyrir málþóf. Fimmtungur sagðist á móti því. Þá töldu 65 prósent svarenda að málþóf væri sóun á tíma alþingismanna og starfsmanna þingsins. Innan við fimmtungur sagðist ósammála því. Miklir flokkadrættir Ekki þarf að koma á óvart að afstaða til umræðunnar um bókun 35 litast sterklega af stjórnmálaskoðunum svarenda. Þannig telja langflestir þeirra sem sögðust kjósa ríkisstjórnarflokkana telja umræðurnar málþóf en aðeins fimmtungur kjósenda Sjálfstæðisflokksins og fjórðungur kjósenda Miðflokksins. Afstaðan til málþófs sem slíks er sama marki brennd. Kjósendur flokkanna sem eru í minnihluta á þingi eru mun líklegri til þess að telja það eðlilegt að minnihluti nýti málþóf til þess að stöðva mál sem honum þóknast ekki. Rúmur helmingur kjósenda Miðflokksins, 47,9 prósent Sjálfstæðisflokksins og fjörutíu prósent Framsóknarflokksins sögðust þeirrar skoðunar. Innan við tíu prósent kjósenda Samfylkingar og Viðreisnar töldu málþóf réttlætanlegt og fimmtán prósent kjósenda Flokks fólksins. Yfir áttatíu og fimm prósent kjósenda ríkisstjórnarflokkana töldu málþóf tímasóun á móti 28,2 prósent miðflokksfólks og 40,8 prósent sjálfstæðisfólks. Tæpur helmingur framsóknarfólks taldi málþóf sóun á tíma þingmanna og starfsmanna þingsins. Afgerandi meirihluti kjósenda ríkisstjórnarflokkanna telur rétt að setja reglur til að koma í veg fyrir málþóf, tæp áttatíu prósent hjá Samfylkingu og Viðreisn en rúm 72 prósent hjá Flokki fólksins. Á milli þrjátíu og fjörutíu prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins, Miðflokks og Framsóknarflokks sögðust fylgjandi slíkum reglum.
Alþingi Skoðanakannanir Bókun 35 Evrópusambandið Tengdar fréttir „Það gengur ekki að þingið sé tekið í gíslingu“ Atvinnuvegaráðherra telur að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi tekið þingið í gíslingu í umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Hún er samt bjartsýn á að það takist að klára aðra umræðu fyrir sumarfrí. 23. júní 2025 13:41 Þinglok hvergi í augsýn: „Málþóf! Málþóf!“ Fjöldi mála bíður afgreiðslu á þinginu og þingmenn segjast ýmist reiðubúnir að funda langt fram á sumar eða hvetja til þess að mál komist til atkvæðagreiðslu. Stjórnarandstaða vill meina að vanbúnaði meirihlutans sé að kenna um tafirnar en meirihlutinn segir stjórnarandstöðuna ætla sér að málþæfa hækkun veiðigjalda í kaf. 20. júní 2025 22:02 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Sjá meira
„Það gengur ekki að þingið sé tekið í gíslingu“ Atvinnuvegaráðherra telur að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi tekið þingið í gíslingu í umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Hún er samt bjartsýn á að það takist að klára aðra umræðu fyrir sumarfrí. 23. júní 2025 13:41
Þinglok hvergi í augsýn: „Málþóf! Málþóf!“ Fjöldi mála bíður afgreiðslu á þinginu og þingmenn segjast ýmist reiðubúnir að funda langt fram á sumar eða hvetja til þess að mál komist til atkvæðagreiðslu. Stjórnarandstaða vill meina að vanbúnaði meirihlutans sé að kenna um tafirnar en meirihlutinn segir stjórnarandstöðuna ætla sér að málþæfa hækkun veiðigjalda í kaf. 20. júní 2025 22:02