Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2025 11:07 Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Ölfusi. Hann sér fyrir sér þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35. Vísir/Egill Bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 sem mögulega lausn á ágreiningi stjórnar og stjórnarandstöðu um þinglok. Hægt væri að kjósa um hana samhliða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ekkert samkomulag liggur enn fyrir um þinglok en stjórnarandstaðan á þingi hefur haldið uppi málþófi um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar undanfarna daga og vikur. Áður hafði hún reynt að þæfa umræður um svonefnda bókun 35. Í aðsendri grein Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Ölfusi, sem birtist á Vísi í dag fer hann yfir þráteflið á þingi og helstu deilumálin, þar á meðal veiðigjöldin, strandveiðar og lífeyrismál. Þar segir hann bókun 35 eitt versta málið sem liggi fyrir þingi „fyrir okkur mörgum“. Með samþykkt þess yrðu erlend lög rétthærri á Íslandi en innlend. „Lausnin í þessu máli kann að liggja í því að kosið verði um bókun 35 samhliða þjóðaratkvæði um ESB. Þetta er ekki bara spurning um leið að þinglokum, heldur um að treysta íslensku þjóðinni til að taka upplýsta ákvörðun um framtíð landsins og sætta sjónarmið,“ skrifar Elliði. Ríkisstjórnin hefur boðað þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort taka eigi aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu upp aftur fyrir árið 2027. Aðeins fimmtungur svarenda skoðanakönnunar Maskínu sagðist þekkja vel til bókunar 35 í síðasta mánuði, jafnmargir og sögðust ekkert þekkja til hennar. Þriðjungur til viðbóitar sagðist þekkja illa til efnis hennar. Fjallar um forgang Evrópureglna sem eru orðnar íslenskar Bókun 35 vísar til hluta EES-samningsins. Hún snýst um að tryggja stöðu evrópskra reglna sem Ísland hefur leitt inn í lög í gegnum EES-samninginn gagvart öðrum landslögum. Eftirlitsstofnun EFTA hefur haft innleiðingu og framkvæmd bóknunarinnar til skoðunar frá 2011 og komst að þeirri niðurstöðu árið 2020 að hún væri ekki í samræmi við EES-samninginn. Frumvarpi utanríkisráðherra er ætlað að taka af tvímæli um þau tilfelli þar sem ákvæði EES-reglna sem hafa verið teknar upp í íslensk lög stangast á við önnur íslensk lög þannig að skýrt sé að lögin sem innleiddu EES-reglurnar hafi forgang nema Alþingi ákveði annað. Þrátt fyrir að frumvarpið fjalli í raun um forgangsröðun mismunandi íslenskra lagabálka halda andstæðingar bókunar 35 því fram að hún grafi undan fullveldi Íslands með því að láta erlend lög hafa forgang yfir íslensk lög. Bókun 35 Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Alþingi Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Ekkert samkomulag liggur enn fyrir um þinglok en stjórnarandstaðan á þingi hefur haldið uppi málþófi um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar undanfarna daga og vikur. Áður hafði hún reynt að þæfa umræður um svonefnda bókun 35. Í aðsendri grein Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Ölfusi, sem birtist á Vísi í dag fer hann yfir þráteflið á þingi og helstu deilumálin, þar á meðal veiðigjöldin, strandveiðar og lífeyrismál. Þar segir hann bókun 35 eitt versta málið sem liggi fyrir þingi „fyrir okkur mörgum“. Með samþykkt þess yrðu erlend lög rétthærri á Íslandi en innlend. „Lausnin í þessu máli kann að liggja í því að kosið verði um bókun 35 samhliða þjóðaratkvæði um ESB. Þetta er ekki bara spurning um leið að þinglokum, heldur um að treysta íslensku þjóðinni til að taka upplýsta ákvörðun um framtíð landsins og sætta sjónarmið,“ skrifar Elliði. Ríkisstjórnin hefur boðað þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort taka eigi aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu upp aftur fyrir árið 2027. Aðeins fimmtungur svarenda skoðanakönnunar Maskínu sagðist þekkja vel til bókunar 35 í síðasta mánuði, jafnmargir og sögðust ekkert þekkja til hennar. Þriðjungur til viðbóitar sagðist þekkja illa til efnis hennar. Fjallar um forgang Evrópureglna sem eru orðnar íslenskar Bókun 35 vísar til hluta EES-samningsins. Hún snýst um að tryggja stöðu evrópskra reglna sem Ísland hefur leitt inn í lög í gegnum EES-samninginn gagvart öðrum landslögum. Eftirlitsstofnun EFTA hefur haft innleiðingu og framkvæmd bóknunarinnar til skoðunar frá 2011 og komst að þeirri niðurstöðu árið 2020 að hún væri ekki í samræmi við EES-samninginn. Frumvarpi utanríkisráðherra er ætlað að taka af tvímæli um þau tilfelli þar sem ákvæði EES-reglna sem hafa verið teknar upp í íslensk lög stangast á við önnur íslensk lög þannig að skýrt sé að lögin sem innleiddu EES-reglurnar hafi forgang nema Alþingi ákveði annað. Þrátt fyrir að frumvarpið fjalli í raun um forgangsröðun mismunandi íslenskra lagabálka halda andstæðingar bókunar 35 því fram að hún grafi undan fullveldi Íslands með því að láta erlend lög hafa forgang yfir íslensk lög.
Bókun 35 Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Alþingi Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira