Innlent

Einn hand­tekinn eftir stunguárás

Jón Þór Stefánsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Einstaklingur var stunginn með eggvopni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi eða nótt. Einn var handtekinn á vettvangi og er málið í rannsókn.

Stunguárásin átti sér stað í umdæmi lögreglustöðvar þrjú, sem sér um löggæslu í Kópavogi og Breiðholti.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu. Í henni er einnig greint frá því að fimm hafi verið handteknir vegna þess að hleypt var af skotvopni í Reykjavík. Nánar má lesa um það mál hér.

Í Hafnarfirði gekk maður berserksgang og er sagður hafa brotið rúðu á bíl. Sá var vistaður í fangaklefa.

Og í umdæmi lögreglustöðvar þrjú var einn handtekinn grunaður um líkamsárás og húsbrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×