Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. júlí 2025 15:48 Margrét Kristín Pálsdóttir er settur lögreglustjóri á Suðurnesjum. Hún hefur hvorki veitt fréttastofu viðtal í dag né í gær vegna eldsumbrotanna. Bæjarráð Grindavíkur hvetur Margréti Kristínu Pálsdóttur lögreglustjóra á Suðurnesjum til að endurskoða nú þegar ákvörðun gærdagsins um takmörkun á aðgengi að Grindavík. Heimamenn hafa mótmælt ákvörðuninni harðlega, telja um mismunun að ræða og jafnvel tilefni til að stefna ríkinu. Lögreglustjóri ákvað í gær að takmarka aðgengi að Grindavík alfarið við heimamenn sem eru alls ósáttir og telja sig til að mynda ekki sitja við sama borð og rekstraraðilar Bláa lónsins sem þó er staðsett töluvert nær eldsumbrotunum. „Bæjarráð hvetur lögreglustjórann á Suðurnesjum til þess að endurskoða nú þegar ákvörðun sem tilkynnt var að kvöldi miðvikudagsins 16. júlí, um takmörkun á aðgengi að Grindavík. Bæjarráð telur að í ákvörðuninni felist mikið ójafnræði gagnvart ferðaþjónustuaðilum í Grindavík, þar sem takmörkun á aðgengi tekur eingöngu til þéttbýlisins í Grindavík,“ segir í ályktuninni. Ekki verði með góðu móti séð á hvaða vísindalegum rökum ákvörðunin sé byggð. Grindvíkingar mótmæltu aðgerðunum með því að loka fyrir umferð um veginn að Bláa lóninu tímabundið eftir hádegi en létu af lokuninni eftir samtal við lögregluþjóna á svæðinu. „Grindavík stafar engin ógn af hraunrennsli frá eldstöðvunum, sem eru langt frá bænum. Ekki virðist heldur vera tilefni til að hafa áhyggjur af loftgæðum í Grindavík, þar sem vindar blása gosmekkinum í aðrar áttir. Aflögun á jarðvegi í bænum mælist engin í þessum atburði og því ekki frekar tilefni til þess að takmarka aðgengi ferðamanna vegna hættu á sprungum heldur en raunin var fyrir eldgosið.“ Bæjarráð hvetur lögreglustjóra til þess að taka ákvörðun sem fyrst um að aflétta takmörkunum á aðgengi að Grindavík. „Þannig að lágmarka megi það tjón sem hlýst af ákvörðuninni fyrir fyrirtæki sem berjast fyrir því að koma starfsemi í ferðaþjónustu í fullan gang, þrátt fyrir erfið rekstrarskilyrði vegna náttúruhamfara undanfarin misseri.“ Grindvíkingar mótmæltu aftur tímabundið á þriðja tímanum og virðist töluverður samhljómur meðal íbúa sem láta hærra í sér heyra en áður. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Lögreglustjóri ákvað í gær að takmarka aðgengi að Grindavík alfarið við heimamenn sem eru alls ósáttir og telja sig til að mynda ekki sitja við sama borð og rekstraraðilar Bláa lónsins sem þó er staðsett töluvert nær eldsumbrotunum. „Bæjarráð hvetur lögreglustjórann á Suðurnesjum til þess að endurskoða nú þegar ákvörðun sem tilkynnt var að kvöldi miðvikudagsins 16. júlí, um takmörkun á aðgengi að Grindavík. Bæjarráð telur að í ákvörðuninni felist mikið ójafnræði gagnvart ferðaþjónustuaðilum í Grindavík, þar sem takmörkun á aðgengi tekur eingöngu til þéttbýlisins í Grindavík,“ segir í ályktuninni. Ekki verði með góðu móti séð á hvaða vísindalegum rökum ákvörðunin sé byggð. Grindvíkingar mótmæltu aðgerðunum með því að loka fyrir umferð um veginn að Bláa lóninu tímabundið eftir hádegi en létu af lokuninni eftir samtal við lögregluþjóna á svæðinu. „Grindavík stafar engin ógn af hraunrennsli frá eldstöðvunum, sem eru langt frá bænum. Ekki virðist heldur vera tilefni til að hafa áhyggjur af loftgæðum í Grindavík, þar sem vindar blása gosmekkinum í aðrar áttir. Aflögun á jarðvegi í bænum mælist engin í þessum atburði og því ekki frekar tilefni til þess að takmarka aðgengi ferðamanna vegna hættu á sprungum heldur en raunin var fyrir eldgosið.“ Bæjarráð hvetur lögreglustjóra til þess að taka ákvörðun sem fyrst um að aflétta takmörkunum á aðgengi að Grindavík. „Þannig að lágmarka megi það tjón sem hlýst af ákvörðuninni fyrir fyrirtæki sem berjast fyrir því að koma starfsemi í ferðaþjónustu í fullan gang, þrátt fyrir erfið rekstrarskilyrði vegna náttúruhamfara undanfarin misseri.“ Grindvíkingar mótmæltu aftur tímabundið á þriðja tímanum og virðist töluverður samhljómur meðal íbúa sem láta hærra í sér heyra en áður.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira