Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Agnar Már Másson skrifar 24. júlí 2025 15:03 Starfsfólki var boðin áfallahjálp daginn eftir, segja stjórnendur. Fjöldi fólks fylgdist með hjartahnoði sjúkraflutningamanna. Vísir/Agnar Starfsfólki Vínbúðarinnar í Austurstræti var gert að klára vinnudaginn sinn eftir að maður lést í versluninni í síðustu viku. Stjórnendur ÁTVR harma að svo illa hafi verið brugðist við en segja að starfsfólki hafi verið boðin áfallahjálp næsta dag. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri ÁTVR, staðfestir þetta við fréttastofu. Mbl.is greindi fyrst frá og segir að samkvæmt sínum upplýsingum hafi vaktstjóri hringt í skrifstofu ÁTVR og þaðan fengið fyrirmæli um að opna aftur verslunina eftir að hinn látni hafi verið fluttur af vettvangi. Lögregla sinnti útkalli í Vínbúðinni í Austurstræti í Reykjavík mánudaginn 14. júlí þar sem hún veitti manni hjartahnoð eftir að hann hafði að sögn sjónarvotts dottið í versluninni. Margir voru viðstaddir í miðbænum þennan dag og fylgdist fjöldi með aðgerð lögreglunnar, sem hafði lokað fyrir götuna meðan aðgerðin stóð yfir. Að lokum var hinn slasaði fluttur með sjúkrabíl. Frá lögregluaðgerðum á vettvangi mánudaginn 17. júlí. Margir fylgdust með í fjarska og sást í viðbragðsaðila gefa manninum hjartahnoð. Vísir/Agnar „Þetta voru mistök og okkur þykir þetta mjög leitt,“ segir Sigrún í samtali við fréttastofu. Í skriflegu svari segir hún enn fremur að atvik af þessum alvarleika séu sem betur fer mjög sjaldgæf. „Því miður gerðu stjórnendur mistök í kjölfar þessa atviks og rétt hefði verið að meta aðstæður betur. Það eru til verkferlar sem snúa að ýmsum öryggisfrávikum en í ljósi alvaleika atviksins hafa verkferlar verið yfirfarnir með það að leiðarljósi að gera betur,“ segir í skriflegu svari Sigrúnar. Hún segir að starfsfólki hafi verið boðin áfallahjálp daginn eftir en stjórnendum þyki miður að hafa ekki brugðist betur við í þessum erfiðu aðstæðum og muni leggja sig fram um að slíkt endurtaki sig ekki. Áfengi Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri ÁTVR, staðfestir þetta við fréttastofu. Mbl.is greindi fyrst frá og segir að samkvæmt sínum upplýsingum hafi vaktstjóri hringt í skrifstofu ÁTVR og þaðan fengið fyrirmæli um að opna aftur verslunina eftir að hinn látni hafi verið fluttur af vettvangi. Lögregla sinnti útkalli í Vínbúðinni í Austurstræti í Reykjavík mánudaginn 14. júlí þar sem hún veitti manni hjartahnoð eftir að hann hafði að sögn sjónarvotts dottið í versluninni. Margir voru viðstaddir í miðbænum þennan dag og fylgdist fjöldi með aðgerð lögreglunnar, sem hafði lokað fyrir götuna meðan aðgerðin stóð yfir. Að lokum var hinn slasaði fluttur með sjúkrabíl. Frá lögregluaðgerðum á vettvangi mánudaginn 17. júlí. Margir fylgdust með í fjarska og sást í viðbragðsaðila gefa manninum hjartahnoð. Vísir/Agnar „Þetta voru mistök og okkur þykir þetta mjög leitt,“ segir Sigrún í samtali við fréttastofu. Í skriflegu svari segir hún enn fremur að atvik af þessum alvarleika séu sem betur fer mjög sjaldgæf. „Því miður gerðu stjórnendur mistök í kjölfar þessa atviks og rétt hefði verið að meta aðstæður betur. Það eru til verkferlar sem snúa að ýmsum öryggisfrávikum en í ljósi alvaleika atviksins hafa verkferlar verið yfirfarnir með það að leiðarljósi að gera betur,“ segir í skriflegu svari Sigrúnar. Hún segir að starfsfólki hafi verið boðin áfallahjálp daginn eftir en stjórnendum þyki miður að hafa ekki brugðist betur við í þessum erfiðu aðstæðum og muni leggja sig fram um að slíkt endurtaki sig ekki.
Áfengi Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira