Innlent

Boðar fund um tolla Trumps og ESB

Agnar Már Másson skrifar
Pawel Bartoszek er formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Pawel Bartoszek er formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Arnar

Utanríkismálanefnd Alþingis mun á fimmtudag koma saman til að ræða fyrirhugaða tolla sem lagðir verða á Ísland af hálfu Evrópusambandsins annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar.

Í síðustu viku tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti um tollahækkanir á nokkur lönd, þar á meðal Ísland, sem þarf að þola 15 prósenta toll af hálfu Bandaríkjastjórnar. Auk þess kom það í ljós í norskum miðlum í síðustu viku að Evrópusambandið hygðist leggja verndartolla á kísiljárn, jafnvel þó það kæmi frá EES-löndum eins og Íslandi. 

Á vef Alþingis má sjá að fundurinn sé á dagskrá en þar verða fyrirhugaðar verndarráðstafanir ESB vegna innflutnings á járnblendi annars vegar til umræðu og hins vegar tollahækkanir Bandaríkjastjórnar.

Pawel Bartozek, nefndarformaður (C), skrifar á Facebook að það sé „skylda okkar að gæta að hagsmunum Íslands gagnvart okkar stærstu viðskiptaþjóðum.“  Segist hann hafa boðað til fundarins til að nefndin geti fengið upplýsingar um bæði málin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×