Erlent

Einn látinn eftir al­var­legt lestar­slys í Dan­mörku

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Danska lögreglan er á vettvangi. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Danska lögreglan er á vettvangi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. epa

Einn er látinn og að minnsta kosti átján eru slasaðir eftir að lest fór út af sporinu á suðurhluta Jótlands síðdegis. 

Af ljósmyndum sem fréttastofa TV2 hefur af vettvangi má sjá að að minnsta kosti tveir vagnar virðast hafa farið út af sporinu. Lestin var á leið frá Kaupmannahöfn til Sønderborg en fór út af sporinu á milli bæjanna Tinglev og Kliplev.

Um 95 farþegar voru um borð í lestinni þegar slysið átti sér stað en á meðal þeirra var hópur af grunnskólabörnum. 25 grunnskólabörn voru um borð í lestinni þar sem þau voru í skólaferðalagi. Fimmtán þeirra hafa verið flutt af vettvangi í rútu á sjúkrahús en tíu nemendur eru enn á vettvangi slyssins samkvæmt TV2. 

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×