Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar 14. september 2025 11:30 Virðulegi utanríkisráðherra, kæru alþingismenn, Ísland hefur löngum státað af því að standa vörð um mannréttindi og alþjóðalög. Nú stöndum við frammi fyrir prófraun sem krefst skýrrar afstöðu og raunverulegra aðgerða. Fólk sem hefur tekið þátt í vopnuðum átökum getur borið með sér alvarleg áföll, þar á meðal einkenni áfallastreituröskunar. Það er öryggismál fyrir Íslendinga ef ungir menn sem hafa tekið þátt í ógeðfelldum stríðsglæpum og jafnvel pyntingum, og má ætla að þjáist af áfallastreituröskun séu á götum borgarinnar, í fríi frá þjóðarmorði, jafnvel með áfengi um hönd. Það er nauðsynlegt að stjórnvöld meti og stýri slíkri áhættu með ábyrgum hætti. Víti til varnaðar má sjá í nýlegri ítalskri umfjöllun í dagblaðinu Il Fatto Quotidiano. Þar er lýst hvernig hópar hermanna úr ísraelska hernum hafa verið sendir til Marche-héraðs á Ítalíu til að ná sér eftir átök, þar sem þeir njóta sérstakrar verndar ítalskra öryggissveita, í trássi við vilja heimamanna. Sú umfjöllun vekur spurningar um hvernig ríki, sem líkt og Ísland eru bundin af samningi um þjóðarmorð og Rómarsamþykktinni, bregðast við þegar einstaklingar sem hafa tekið þátt í stríðsglæpum ferðast um Evrópu til hvíldar og afþreyingar. Alþjóðadómstóllinn (ICJ) hefur í bráðabirgðaúrskurði staðfest að trúverðugar líkur séu á því að aðgerðir Ísraels á Gaza fallist undir þjóðarmorð. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) hefur þegar gefið út ákærur á hendur forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, og varnarmálaráðherra Yoav Gallant, vegna stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyninu. Þeir sem framkvæma skipanir þeirra, hermenn ísraelska hersins (IDF), eru þar af leiðandi líka stríðsglæpamenn. Samkvæmt samningi Sameinuðu Þjóðanna um þjóðarmorð ber aðildarríkjum bæði skylda til að koma í veg fyrir og að refsa fyrir þjóðarmorð, óháð því hvar það á sér stað. Ísland er aðili að þessum samningi. Við getum ekki látið sem ekkert sé. Aðgerðaleysi getur falið í sér brot á 1. grein samningsins, þar sem kveðið er á um skyldur ríkja til að grípa til „alls þess sem í þeirra valdi stendur“ til að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Einnig er Ísland aðili að Rómarsamþykkt Alþjóðlega sakamáladómstólsins og skuldbindur sig þar með til að aðstoða við rannsóknir og handtökur vegna ákæra fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð. Ef við leyfum meðvitað einstaklingum sem hafa tekið þátt í aðgerðum sem Alþjóðlega sakamáladómstóllinn telur að feli í sér stríðsglæpi að koma hingað til lands, án nokkurra takmarkana, er hætta á að Ísland verði talið hafa brugðist samvinnuskyldu sinni og jafnvel sýnt meðábyrgð. Samkvæmt venjubundnum þjóðarétti, m.a. grein 16 í „Articles on State Responsibility“, getur ríki sem veitir aðstoð eða stuðning við alþjóðlega ólögmæta háttsemi talist meðábyrgt ef það veit eða á að vita að háttsemin á sér stað. Að veita óhindraðan aðgang til Íslands fyrir þá sem hafa tekið þátt í aðgerðum sem hafa verið stimplaðar sem stríðsglæpir og mögulegt þjóðarmorð fellur undir slíka hættu. Það er ekki nóg að lýsa áhyggjum eða gefa út yfirlýsingar. Ísland verður að sýna í verki að það tekur alþjóðalög og mannréttindi alvarlega. Ég hvet því ríkisstjórn Íslands og Alþingi til að: Setja tafarlaust tímabundnar ferðatakmarkanir á meðlimi ísraelska hersins sem hafa tekið þátt í hernaðaraðgerðum í Palestínu. Kalla eftir því að Ísland styðji við framkvæmd ákæru Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Móta skýra stefnu sem tryggir að Ísland verði ekki meðábyrgt með aðgerðaleysi í ljósi bráðabirgðaúrskurðar Alþjóðadómstólsins. Við höfum sem þjóð bæði siðferðilega og lagalega skyldu til að bregðast við. Ísland má ekki vera griðastaður þeirra sem kunna að bera ábyrgð á alvarlegustu alþjóðlegu glæpum samtímans. Virðingarfyllst, Helen Ólafsdóttir. Höfundur er ráðgjafi í öryggis- og varnarmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helen Ólafsdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Öryggis- og varnarmál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Virðulegi utanríkisráðherra, kæru alþingismenn, Ísland hefur löngum státað af því að standa vörð um mannréttindi og alþjóðalög. Nú stöndum við frammi fyrir prófraun sem krefst skýrrar afstöðu og raunverulegra aðgerða. Fólk sem hefur tekið þátt í vopnuðum átökum getur borið með sér alvarleg áföll, þar á meðal einkenni áfallastreituröskunar. Það er öryggismál fyrir Íslendinga ef ungir menn sem hafa tekið þátt í ógeðfelldum stríðsglæpum og jafnvel pyntingum, og má ætla að þjáist af áfallastreituröskun séu á götum borgarinnar, í fríi frá þjóðarmorði, jafnvel með áfengi um hönd. Það er nauðsynlegt að stjórnvöld meti og stýri slíkri áhættu með ábyrgum hætti. Víti til varnaðar má sjá í nýlegri ítalskri umfjöllun í dagblaðinu Il Fatto Quotidiano. Þar er lýst hvernig hópar hermanna úr ísraelska hernum hafa verið sendir til Marche-héraðs á Ítalíu til að ná sér eftir átök, þar sem þeir njóta sérstakrar verndar ítalskra öryggissveita, í trássi við vilja heimamanna. Sú umfjöllun vekur spurningar um hvernig ríki, sem líkt og Ísland eru bundin af samningi um þjóðarmorð og Rómarsamþykktinni, bregðast við þegar einstaklingar sem hafa tekið þátt í stríðsglæpum ferðast um Evrópu til hvíldar og afþreyingar. Alþjóðadómstóllinn (ICJ) hefur í bráðabirgðaúrskurði staðfest að trúverðugar líkur séu á því að aðgerðir Ísraels á Gaza fallist undir þjóðarmorð. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) hefur þegar gefið út ákærur á hendur forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, og varnarmálaráðherra Yoav Gallant, vegna stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyninu. Þeir sem framkvæma skipanir þeirra, hermenn ísraelska hersins (IDF), eru þar af leiðandi líka stríðsglæpamenn. Samkvæmt samningi Sameinuðu Þjóðanna um þjóðarmorð ber aðildarríkjum bæði skylda til að koma í veg fyrir og að refsa fyrir þjóðarmorð, óháð því hvar það á sér stað. Ísland er aðili að þessum samningi. Við getum ekki látið sem ekkert sé. Aðgerðaleysi getur falið í sér brot á 1. grein samningsins, þar sem kveðið er á um skyldur ríkja til að grípa til „alls þess sem í þeirra valdi stendur“ til að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Einnig er Ísland aðili að Rómarsamþykkt Alþjóðlega sakamáladómstólsins og skuldbindur sig þar með til að aðstoða við rannsóknir og handtökur vegna ákæra fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð. Ef við leyfum meðvitað einstaklingum sem hafa tekið þátt í aðgerðum sem Alþjóðlega sakamáladómstóllinn telur að feli í sér stríðsglæpi að koma hingað til lands, án nokkurra takmarkana, er hætta á að Ísland verði talið hafa brugðist samvinnuskyldu sinni og jafnvel sýnt meðábyrgð. Samkvæmt venjubundnum þjóðarétti, m.a. grein 16 í „Articles on State Responsibility“, getur ríki sem veitir aðstoð eða stuðning við alþjóðlega ólögmæta háttsemi talist meðábyrgt ef það veit eða á að vita að háttsemin á sér stað. Að veita óhindraðan aðgang til Íslands fyrir þá sem hafa tekið þátt í aðgerðum sem hafa verið stimplaðar sem stríðsglæpir og mögulegt þjóðarmorð fellur undir slíka hættu. Það er ekki nóg að lýsa áhyggjum eða gefa út yfirlýsingar. Ísland verður að sýna í verki að það tekur alþjóðalög og mannréttindi alvarlega. Ég hvet því ríkisstjórn Íslands og Alþingi til að: Setja tafarlaust tímabundnar ferðatakmarkanir á meðlimi ísraelska hersins sem hafa tekið þátt í hernaðaraðgerðum í Palestínu. Kalla eftir því að Ísland styðji við framkvæmd ákæru Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Móta skýra stefnu sem tryggir að Ísland verði ekki meðábyrgt með aðgerðaleysi í ljósi bráðabirgðaúrskurðar Alþjóðadómstólsins. Við höfum sem þjóð bæði siðferðilega og lagalega skyldu til að bregðast við. Ísland má ekki vera griðastaður þeirra sem kunna að bera ábyrgð á alvarlegustu alþjóðlegu glæpum samtímans. Virðingarfyllst, Helen Ólafsdóttir. Höfundur er ráðgjafi í öryggis- og varnarmálum.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun