Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. september 2025 17:16 Á bolunum stendur Frelsi sem er vísun í bolinn sem Charlie Kirk var í er hann var skotinn til bana fyrr í mánuðinum. Samsett Fjölmiðlamaðurinn Stefán Einar Stefánsson greiddi fyrir umdeilda boli sem Samband ungra Sjálfstæðismanna hyggst gefa þeim sem skrá sig á sambandsþing þeirra í október. Bolirnir eru vísun í bolinn sem Charlie Kirk, hægrisinnaður áhrifavaldur, klæddist er hann var skotinn til bana. Þetta staðfestir Viktor Pétur Finnsson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, í samtali við fréttastofu en Heimildin greindi fyrst frá. Hann segir að ónefndur stjórnarmaður hafi stungið upp á framleiðslu bolanna á fundi en Stefán Einar hafi upprunalega stungið upp á að framleiða umrædda boli í samtali við stjórnarmanninn. Hann bauðst þá einnig til að greiða fyrir bolina. „Ég veit ekki hvort að vinnan detti á mig að fara og framleiða þetta en þetta verður alla veganna í boði á þinginu,“ segir Viktor Pétur og hlær. „Við erum alltaf í fjáröflun og maður er alltaf að reyna að láta detta sér í hug eitthvað nýtt til að setja í sölu. Við erum búin að framleiða fjöldann allan af sokkum og glösum og þess háttar. Svo kemur þessi hugmynd að við förum að framleiða þetta og þetta er nefnt við mig að gera þessa boli. Þá vissi ég ekki að þetta væri frá honum. Svo seinna er mér sagt að hugmyndin sé frá [Stefáni Einari] og að hann ætli að bjóðast til að gefa þeim sem mæta á sambandsþingið,“ segir Viktor Pétur. Fyrst að þau ætli að framleiða bolina til að byrja með fyrir þingið er það til skoðunar hjá stjórn SUS að selja einnig bolina í fjáröflunarskyni. Bolirnir þýði ekki að hann sé sammála öllum skoðunum Kirk Viktor Pétur segir viðbrögð almennings við bolaframleiðslunni ekki koma á óvart, enda endi allt sem sambandið geri á milli tannanna á fólki. „Það kemur svo sem ekki á óvart því að eiginlega, hingað til, allt sem að SUS vekur athygli. Maður sér alltaf að fólk á það til að skrifa statusa og hneyksla sig á því sama hvað SUS gerir. Þannig að nei, þetta kemur ekki á óvart.“ Viktor Pétur segist jafnframt ekki sammála öllum skoðunum Charlie Kirk, sem voru umdeildar. Hann sé til dæmis ekki sammála skoðunum Kirk um kvenfrelsi og fóstureyðingar en þrátt fyrir að vera ósammála honum réttlæti það ekki morðið á Kirk. Sjá nánar: Hver var Charlie Kirk? „Ég er fylgjandi því að það eigi að ræða hlutina og ég er fylgjandi þeirri hugmynd hans að það eigi að ræða við fólk sem er ósammála manni um hina ýmsu hluti. Ég er fylgjandi því og því tjáningar- og málfrelsi sem að hann talaði fyrir. En hins vegar get ég ekki sagt að allar hans skoðanir séu mínar eða að allar hans skoðanir séu skoðanir SUS,“ segir hann. „Við fordæmum ofbeldi hvar sem það birtist og viljum að fólk geti rætt saman málefnalega um hugsanir og hugmyndir.“ Skilaboðin með bolunum eru að sýna að SUS séu á móti öllu ofbeldi, í sama hvaða mynd sem það er. Skoðanir Kirk sé ekki meginstefið með framleiðslu bolanna heldur eigi þeir að standa fyrir rétti fólks til að tjá sig. Sjálfstæðisflokkurinn Morðið á Charlie Kirk Bandaríkin Félagasamtök Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Þetta staðfestir Viktor Pétur Finnsson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, í samtali við fréttastofu en Heimildin greindi fyrst frá. Hann segir að ónefndur stjórnarmaður hafi stungið upp á framleiðslu bolanna á fundi en Stefán Einar hafi upprunalega stungið upp á að framleiða umrædda boli í samtali við stjórnarmanninn. Hann bauðst þá einnig til að greiða fyrir bolina. „Ég veit ekki hvort að vinnan detti á mig að fara og framleiða þetta en þetta verður alla veganna í boði á þinginu,“ segir Viktor Pétur og hlær. „Við erum alltaf í fjáröflun og maður er alltaf að reyna að láta detta sér í hug eitthvað nýtt til að setja í sölu. Við erum búin að framleiða fjöldann allan af sokkum og glösum og þess háttar. Svo kemur þessi hugmynd að við förum að framleiða þetta og þetta er nefnt við mig að gera þessa boli. Þá vissi ég ekki að þetta væri frá honum. Svo seinna er mér sagt að hugmyndin sé frá [Stefáni Einari] og að hann ætli að bjóðast til að gefa þeim sem mæta á sambandsþingið,“ segir Viktor Pétur. Fyrst að þau ætli að framleiða bolina til að byrja með fyrir þingið er það til skoðunar hjá stjórn SUS að selja einnig bolina í fjáröflunarskyni. Bolirnir þýði ekki að hann sé sammála öllum skoðunum Kirk Viktor Pétur segir viðbrögð almennings við bolaframleiðslunni ekki koma á óvart, enda endi allt sem sambandið geri á milli tannanna á fólki. „Það kemur svo sem ekki á óvart því að eiginlega, hingað til, allt sem að SUS vekur athygli. Maður sér alltaf að fólk á það til að skrifa statusa og hneyksla sig á því sama hvað SUS gerir. Þannig að nei, þetta kemur ekki á óvart.“ Viktor Pétur segist jafnframt ekki sammála öllum skoðunum Charlie Kirk, sem voru umdeildar. Hann sé til dæmis ekki sammála skoðunum Kirk um kvenfrelsi og fóstureyðingar en þrátt fyrir að vera ósammála honum réttlæti það ekki morðið á Kirk. Sjá nánar: Hver var Charlie Kirk? „Ég er fylgjandi því að það eigi að ræða hlutina og ég er fylgjandi þeirri hugmynd hans að það eigi að ræða við fólk sem er ósammála manni um hina ýmsu hluti. Ég er fylgjandi því og því tjáningar- og málfrelsi sem að hann talaði fyrir. En hins vegar get ég ekki sagt að allar hans skoðanir séu mínar eða að allar hans skoðanir séu skoðanir SUS,“ segir hann. „Við fordæmum ofbeldi hvar sem það birtist og viljum að fólk geti rætt saman málefnalega um hugsanir og hugmyndir.“ Skilaboðin með bolunum eru að sýna að SUS séu á móti öllu ofbeldi, í sama hvaða mynd sem það er. Skoðanir Kirk sé ekki meginstefið með framleiðslu bolanna heldur eigi þeir að standa fyrir rétti fólks til að tjá sig.
Sjálfstæðisflokkurinn Morðið á Charlie Kirk Bandaríkin Félagasamtök Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent