Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar 5. nóvember 2025 08:02 Ég er fædd og uppalin á höfuðborgarsvæðinu og erlendis en brenn fyrir búsetufrelsi. Eftir að dyr opnuðust fyrir aukinni fjarvinnu í kjölfar Covid-faraldursins lét ég draum rætast og valdi að flytja til Siglufjarðar án sérstakra tenginga þangað. Lykilforsenda þess að flytja þangað var að þar væru almennilegir innviðir. Í þessari viku tók ég sæti á Alþingi í fyrsta sinn sem varaþingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Í sveitarfélaginu mínu Fjallabyggð og á flestum sambærilegum stöðum í kjördæminu búum við vel, þar eru öflugir skólar og góð heilbrigðisþjónusta svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðiþjónustu þurfa íbúarnir að sækja annars staðar, en miðað við mörg byggðarlög utan höfuðborgarsvæðisins standa samfélögin í kjördæminu óvenju vel. Staðan er góð en hún er samt brothætt - eins og staðan í atvinnumálum Húsvíkinga í dag kennir okkur. Það má lítið bregða út af og það á ekki bara við um rekstrarumhverfi fyrirtækja sem eru mikilvæg sínum samfélögum. Í litlum samfélögum getur hver einstaklingur leikið stórt hlutverk. Það þarf til dæmis bara einn læknir að flytja annað til þess að mönnun á heilbrigðisstofnuninni fari í uppnám og ef einn leikskólakennari fer í veikindaleyfi getur það haft áhrif á vistunartíma allra barna. Ísland er mjög óvenjulegt þegar kemur að dreifingu byggðar, um 64% íbúa landsins búa á höfuðborgarsvæðinu og heil 80% í klukkutíma akstursfjarlægð frá því. Svona óvenju hátt hlutfall íbúa í höfuðborg er mjög sjaldgæft og er aðeins að finna í nokkrum löndum á borð við Djíbútí og Katar. Mér finnst að við megum alveg staldra við aðeins oftar og velta því fyrir okkur hvort þetta sé æskileg þróun. Þetta leiðir meðal annars til mikils þrýstings á fasteignaverð á litlu svæði, umferðaröngþveitis og biðlista eftir þjónustu á borð við leikskóla. Staðreyndin er sú að svona stór hluti þjóðarinnar vill ekkert endilega búa á Suðvesturhorninu heldur neyðist til þess, sökum atvinnutækifæra og/eða þjónustu á svæðinu. Í löndum sem við berum okkur saman við á borð við Noreg er gripið inn í þegar þróunin fer að fara í þessa óæskilegu átt. Við eigum að vera óhrædd við að feta svipaða braut. Við eigum að viðhalda alvöru búsetustefnu og bæta innviði til að stuðla að búsetufrelsi um allt land. Í þessu felst meðal annars að rjúfa kyrrstöðuna sem hefur ríkt og hefja jarðgangnagerð í landinu að nýju. Jarðgöng eru hins vegar tímafrek í framkvæmd og því ættum við ekki að hika við að nýta þær leiðir sem nú þegar standa til boða til þess að bæta innviði utan höfuðborgarsvæðisins. Þannig ættum við að nýta þær leiðir sem nú þegar eru heimildir fyrir í lögum, til dæmis námslánaafsláttinn sem þegar hefur verið skrifaður inn í lög um Menntasjóð námsmanna, þegar skortur er á sérfræðingum á landsbyggðinni. Ég hvet stjórnvöld til að virkja þessar sérstöku ívilnanir í námslánakerfinu, til að tryggja að sérhæfðar stéttir eins og heilbrigðisstarfsfólk sjái sér hag í að búa vítt og breitt um landið. Allir landsmenn eiga skilið að fá að velja sér búsetu eftir fremsta megni og við ættum að stuðla að því! Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Alþingi Byggðamál Sæunn Gísladóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er fædd og uppalin á höfuðborgarsvæðinu og erlendis en brenn fyrir búsetufrelsi. Eftir að dyr opnuðust fyrir aukinni fjarvinnu í kjölfar Covid-faraldursins lét ég draum rætast og valdi að flytja til Siglufjarðar án sérstakra tenginga þangað. Lykilforsenda þess að flytja þangað var að þar væru almennilegir innviðir. Í þessari viku tók ég sæti á Alþingi í fyrsta sinn sem varaþingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Í sveitarfélaginu mínu Fjallabyggð og á flestum sambærilegum stöðum í kjördæminu búum við vel, þar eru öflugir skólar og góð heilbrigðisþjónusta svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðiþjónustu þurfa íbúarnir að sækja annars staðar, en miðað við mörg byggðarlög utan höfuðborgarsvæðisins standa samfélögin í kjördæminu óvenju vel. Staðan er góð en hún er samt brothætt - eins og staðan í atvinnumálum Húsvíkinga í dag kennir okkur. Það má lítið bregða út af og það á ekki bara við um rekstrarumhverfi fyrirtækja sem eru mikilvæg sínum samfélögum. Í litlum samfélögum getur hver einstaklingur leikið stórt hlutverk. Það þarf til dæmis bara einn læknir að flytja annað til þess að mönnun á heilbrigðisstofnuninni fari í uppnám og ef einn leikskólakennari fer í veikindaleyfi getur það haft áhrif á vistunartíma allra barna. Ísland er mjög óvenjulegt þegar kemur að dreifingu byggðar, um 64% íbúa landsins búa á höfuðborgarsvæðinu og heil 80% í klukkutíma akstursfjarlægð frá því. Svona óvenju hátt hlutfall íbúa í höfuðborg er mjög sjaldgæft og er aðeins að finna í nokkrum löndum á borð við Djíbútí og Katar. Mér finnst að við megum alveg staldra við aðeins oftar og velta því fyrir okkur hvort þetta sé æskileg þróun. Þetta leiðir meðal annars til mikils þrýstings á fasteignaverð á litlu svæði, umferðaröngþveitis og biðlista eftir þjónustu á borð við leikskóla. Staðreyndin er sú að svona stór hluti þjóðarinnar vill ekkert endilega búa á Suðvesturhorninu heldur neyðist til þess, sökum atvinnutækifæra og/eða þjónustu á svæðinu. Í löndum sem við berum okkur saman við á borð við Noreg er gripið inn í þegar þróunin fer að fara í þessa óæskilegu átt. Við eigum að vera óhrædd við að feta svipaða braut. Við eigum að viðhalda alvöru búsetustefnu og bæta innviði til að stuðla að búsetufrelsi um allt land. Í þessu felst meðal annars að rjúfa kyrrstöðuna sem hefur ríkt og hefja jarðgangnagerð í landinu að nýju. Jarðgöng eru hins vegar tímafrek í framkvæmd og því ættum við ekki að hika við að nýta þær leiðir sem nú þegar standa til boða til þess að bæta innviði utan höfuðborgarsvæðisins. Þannig ættum við að nýta þær leiðir sem nú þegar eru heimildir fyrir í lögum, til dæmis námslánaafsláttinn sem þegar hefur verið skrifaður inn í lög um Menntasjóð námsmanna, þegar skortur er á sérfræðingum á landsbyggðinni. Ég hvet stjórnvöld til að virkja þessar sérstöku ívilnanir í námslánakerfinu, til að tryggja að sérhæfðar stéttir eins og heilbrigðisstarfsfólk sjái sér hag í að búa vítt og breitt um landið. Allir landsmenn eiga skilið að fá að velja sér búsetu eftir fremsta megni og við ættum að stuðla að því! Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun