Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. nóvember 2025 09:47 Sweeney hefur loksins tjáð sig um havaríið í kringum auglýsingaherferð American Eagle í sumar. Getty Leikkonan Sydney Sweeney hefur loksins tjáð sig um umdeilda auglýsingaherferð American Eagle frá því í sumar og stuðningsyfirlýsingar Donalds Trump í hennar garð í kjölfarið. Herferðin var sögð innihalda rasíska undirtóna. Sweeney var í stóru forsíðuviðtali við GQ í gær til að ræða nýjustu myndir sínar tvær, ævisögumyndina Christy og sálfræðitryllinn The Housemaid, og var þá spurð út í gallabuxnaherferð fatamerkisins American Eagle sem Sweeney var hluti af. Gagnrýnin var hörð og ýkt, sumir gengu svo langt að lýsa auglýsingunni sem „nasistaáróðri“ vegna tals um gen. Blaðamaður GQ spurði Sweeney hvort viðbrögðin hefðu komið henni á óvart. „Ég gerði auglýsingu fyrir gallabuxur. Ég meina, viðbrögðin komu auðvitað á óvart, en ég elska gallabuxur. Allt sem ég klæðist eru gallabuxur. Ég er bókstaflega í gallabuxum og stuttermabol alla daga,“ svaraði leikkonan. Eftir mikla gagnrýni í sumar fékk Sweeney þó stuðning úr óvæntri átt. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist elska herferðina eftir að hann uppgötvaði að hún væri skráður Repúblikani. Sweeney var spurð út í stuðning Trump og lýsti honum sem súrrealískum. Blaðamaður GQ spurði þá hvort hún hefði ekki verið þakklát fyrir stuðning frá jafnvaldamiklu fólki og bæði forsetanum og varaforsetanum JD Vance. „Ég held ekki... Það er ekki að mér liði ekki þannig en ég hugsaði ekki um það þannig, eða neitt af því. Ég lagði símann eiginlega bara frá mér. Ég var í tökum alla daga. Ég var að taka upp Euphoria svo ég var að vinna sextán tíma vinnudag og ég tók símann ekki með mér á tökustað. Ég fór í vinnuna, fór heim og fór að sofa. Þannig ég sá ekki mikið af því,“ sagði hún. Hún var líka spurð út í gott gengi hlutabréfa American Eagle í kjölfar þess að herferðin fór í loftið og sagði að tölurnar, þær neikvæðu og jákvæðu, hefðu ekki haft nein áhrif á hana því í enda dags hefði þetta verið auglýsing fyrir „góðar gallabuxur“. Á öðrum stað í viðtalinu tjáði hún sig almennt um fjölmiðla og slúðurpressuna og af hverju hún fyndi ekki þörf hjá sér til að svara hlutum opinberlega. „Ég veit hver ég er. Ég veit hver gildi mín eru. Ég veit hvers konar manneskja ég er. Ég veit að ég elska mikið og ég veit að ég er spennt að sjá hvað kemur næst. Svo ég leyfi fólki ekki að skilgreina hver ég er,“ sagði Sweeney. Auglýsinga- og markaðsmál Donald Trump Tíska og hönnun Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
Sweeney var í stóru forsíðuviðtali við GQ í gær til að ræða nýjustu myndir sínar tvær, ævisögumyndina Christy og sálfræðitryllinn The Housemaid, og var þá spurð út í gallabuxnaherferð fatamerkisins American Eagle sem Sweeney var hluti af. Gagnrýnin var hörð og ýkt, sumir gengu svo langt að lýsa auglýsingunni sem „nasistaáróðri“ vegna tals um gen. Blaðamaður GQ spurði Sweeney hvort viðbrögðin hefðu komið henni á óvart. „Ég gerði auglýsingu fyrir gallabuxur. Ég meina, viðbrögðin komu auðvitað á óvart, en ég elska gallabuxur. Allt sem ég klæðist eru gallabuxur. Ég er bókstaflega í gallabuxum og stuttermabol alla daga,“ svaraði leikkonan. Eftir mikla gagnrýni í sumar fékk Sweeney þó stuðning úr óvæntri átt. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist elska herferðina eftir að hann uppgötvaði að hún væri skráður Repúblikani. Sweeney var spurð út í stuðning Trump og lýsti honum sem súrrealískum. Blaðamaður GQ spurði þá hvort hún hefði ekki verið þakklát fyrir stuðning frá jafnvaldamiklu fólki og bæði forsetanum og varaforsetanum JD Vance. „Ég held ekki... Það er ekki að mér liði ekki þannig en ég hugsaði ekki um það þannig, eða neitt af því. Ég lagði símann eiginlega bara frá mér. Ég var í tökum alla daga. Ég var að taka upp Euphoria svo ég var að vinna sextán tíma vinnudag og ég tók símann ekki með mér á tökustað. Ég fór í vinnuna, fór heim og fór að sofa. Þannig ég sá ekki mikið af því,“ sagði hún. Hún var líka spurð út í gott gengi hlutabréfa American Eagle í kjölfar þess að herferðin fór í loftið og sagði að tölurnar, þær neikvæðu og jákvæðu, hefðu ekki haft nein áhrif á hana því í enda dags hefði þetta verið auglýsing fyrir „góðar gallabuxur“. Á öðrum stað í viðtalinu tjáði hún sig almennt um fjölmiðla og slúðurpressuna og af hverju hún fyndi ekki þörf hjá sér til að svara hlutum opinberlega. „Ég veit hver ég er. Ég veit hver gildi mín eru. Ég veit hvers konar manneskja ég er. Ég veit að ég elska mikið og ég veit að ég er spennt að sjá hvað kemur næst. Svo ég leyfi fólki ekki að skilgreina hver ég er,“ sagði Sweeney.
Auglýsinga- og markaðsmál Donald Trump Tíska og hönnun Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira