Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar 25. nóvember 2025 11:33 Það er óhjákvæmilegt að straumurinn beri okkur með sér á hinni nýju árstíð. Nánar tiltekið fimmtu árstíðinni, eins og ég kýs að kalla hana, eða árstíð tilboða og óskalista. Íslendingar eru þekktir fyrir hjarðhegðun og elska flestir þessa nýju árstíð. Árstíðinni fylgir skuggi sem þarft er að varast – svik! Netsvik eru ekki á óskalistanum hjá neinum og það er ekki þannig að þau hendi eingöngu aðra en okkur, eins og okkur hættir til að hugsa. Það er síðan ekki víst að „þetta reddist“ ef við á annað borð lendum í svikum. Mikilvægt er að hafa í huga að „klikka ekki“ og klikka því ekki á SMS-hlekki nema við séum viss um að hlekkurinn sé ekki sprengja í dulargervi og við sitjum eftir með sárt ennið og fjártjón. Mikilvægt er að hafa í huga að bæði vinaleg og ákveðin SMS-skilaboð frá sendlinum okkar eða póstdreifingafyrirtæki eru oft á tíðum frá einhverjum allt öðrum. Aðilum sem þú vilt ekki kynnast. Því miður hafa SMS-svik færst í aukana og á bak við þau eru oft óprúttnir aðilar að reyna að svíkja af okkur fé og komast yfir upplýsingar um okkur. Þegar við fjölskyldan dvöldum við háskólanám í Bandaríkjunum, fyrir rúmum áratug, var netverslun ekki sérlega útbreidd á Íslandi, og þá hafði hin nýja árstíð ekki fest sig í sessi hér heima. Á þessum tíma duttum við (auðvitað) í þá hjarðhegðun Bandaríkjamanna að panta allt á netinu og nutum hinnar fimmtu árstíðar alveg í botn. Við kynntumst sendlinum okkar, í póstnúmeri 33134, honum Julian hjá UPS, óhjákvæmilega sérlega vel. Mögulega vandræðalega vel. Julian var nánast orðinn einn af fjölskyldunni. Alltaf jafn kurteis og fyndinn, vinkaði okkur og flautaði úti á götu, syni okkar til mikillar hrifningar. Þegar hann kom við á aðfangadag með síðustu jólasendinguna buðum við honum upp á Nóa konfekt. Við hjónin höfum, eins og flestir aðrir, fengið SMS-hlekki í skilaboðum og þá segjum við gjarnan: „Mundu að það er enginn eins og Julian – hann er alvöru“. Nú þegar „svartur föstudagur“ og „netmánudagur“ nálgast óðfluga fyllist netið af tilboðum – og því miður líka af svikatilraunum! Óheiðarlegir aðilar senda falskar SMS-tilkynningar sem aldrei fyrr. Þeir segjast oft þurfa greiðslu fyrir sendingu, eða biðja um að þú smellir á hlekk til að staðfesta pöntun og setja inn kortanúmer eða aðrar persónuupplýsingar. Á bak við slíka hlekki leynast oftar en ekki gildrur. Um þekkta leið er að ræða til að komast yfir kortanúmer eða persónuupplýsingar. Enginn vill lenda í netsvikum, en við getum öll orðið fyrir þeim. Stýrum áhættunni, verum á varðbergi og smellum ekki á hlekki í SMS nema við séum jafn viss og þegar við athugum hvort hurðin sé læst… tvisvar eða jafnvel þrisvar. Aldrei er of varlega farið í þessum efnum og það er ekkert grín að láta hafa af sér fé. Mikilvægt er að hafa í huga: Smelltu aldrei á hlekki í SMS eða tölvupóstum nema þú sért 100% viss um upprunann. Varastu SMS sem tala um greiðslur eða „ógreiddar sendingar“. Athugaðu netfang sendanda, símanúmerið og stafsetningu. Svikapóstar eða -skilaboð innihalda oft lítil frávik, sem er ætlað að blekkja augað. Ekki smella á hlekki sem koma úr símanúmerum sem þú þekkir ekki. Hafðu sérstakan vara á þér gagnvart númerum sem þú þekkir ekki og sérstaklega erlendum símanúmerum. Þú getur valið að svara ekki símanúmerum sem þú þekkir ekki. Ef þú svarar vertu þá á varðbergi ef þú ert beðinn um einhverjar persónulegar upplýsingar og leggðu á ef þig grunar eitthvað misjafnt. Og síðast en ekki síst: Ef eitthvað hljómar of gott til að vera satt, þá er það yfirleitt ekki satt! Gylliboð úr takt við raunveruleikann eru oft ekki annað en gildrur til þess að svíkja út úr okkur fé. Um leið og læðist að þér grunur að þú hafir orðið fyrir svikum er nauðsynlegt að bregðast við tafarlaust. Hafðu samband við bankann eða kortafyrirtækið og lögreglu eftir atvikum. Það getur verið mikilvægt að loka kortunum strax og breyta lykilorðum. Á heimasíðu Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, sff.is, má finna fleiri hollráð gegn netsvikum sem og próf til að kanna þína þekkingu á vörnum gegn netsvikum. Höfundur er yfirlögfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Netglæpir Fjármálafyrirtæki Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Það er óhjákvæmilegt að straumurinn beri okkur með sér á hinni nýju árstíð. Nánar tiltekið fimmtu árstíðinni, eins og ég kýs að kalla hana, eða árstíð tilboða og óskalista. Íslendingar eru þekktir fyrir hjarðhegðun og elska flestir þessa nýju árstíð. Árstíðinni fylgir skuggi sem þarft er að varast – svik! Netsvik eru ekki á óskalistanum hjá neinum og það er ekki þannig að þau hendi eingöngu aðra en okkur, eins og okkur hættir til að hugsa. Það er síðan ekki víst að „þetta reddist“ ef við á annað borð lendum í svikum. Mikilvægt er að hafa í huga að „klikka ekki“ og klikka því ekki á SMS-hlekki nema við séum viss um að hlekkurinn sé ekki sprengja í dulargervi og við sitjum eftir með sárt ennið og fjártjón. Mikilvægt er að hafa í huga að bæði vinaleg og ákveðin SMS-skilaboð frá sendlinum okkar eða póstdreifingafyrirtæki eru oft á tíðum frá einhverjum allt öðrum. Aðilum sem þú vilt ekki kynnast. Því miður hafa SMS-svik færst í aukana og á bak við þau eru oft óprúttnir aðilar að reyna að svíkja af okkur fé og komast yfir upplýsingar um okkur. Þegar við fjölskyldan dvöldum við háskólanám í Bandaríkjunum, fyrir rúmum áratug, var netverslun ekki sérlega útbreidd á Íslandi, og þá hafði hin nýja árstíð ekki fest sig í sessi hér heima. Á þessum tíma duttum við (auðvitað) í þá hjarðhegðun Bandaríkjamanna að panta allt á netinu og nutum hinnar fimmtu árstíðar alveg í botn. Við kynntumst sendlinum okkar, í póstnúmeri 33134, honum Julian hjá UPS, óhjákvæmilega sérlega vel. Mögulega vandræðalega vel. Julian var nánast orðinn einn af fjölskyldunni. Alltaf jafn kurteis og fyndinn, vinkaði okkur og flautaði úti á götu, syni okkar til mikillar hrifningar. Þegar hann kom við á aðfangadag með síðustu jólasendinguna buðum við honum upp á Nóa konfekt. Við hjónin höfum, eins og flestir aðrir, fengið SMS-hlekki í skilaboðum og þá segjum við gjarnan: „Mundu að það er enginn eins og Julian – hann er alvöru“. Nú þegar „svartur föstudagur“ og „netmánudagur“ nálgast óðfluga fyllist netið af tilboðum – og því miður líka af svikatilraunum! Óheiðarlegir aðilar senda falskar SMS-tilkynningar sem aldrei fyrr. Þeir segjast oft þurfa greiðslu fyrir sendingu, eða biðja um að þú smellir á hlekk til að staðfesta pöntun og setja inn kortanúmer eða aðrar persónuupplýsingar. Á bak við slíka hlekki leynast oftar en ekki gildrur. Um þekkta leið er að ræða til að komast yfir kortanúmer eða persónuupplýsingar. Enginn vill lenda í netsvikum, en við getum öll orðið fyrir þeim. Stýrum áhættunni, verum á varðbergi og smellum ekki á hlekki í SMS nema við séum jafn viss og þegar við athugum hvort hurðin sé læst… tvisvar eða jafnvel þrisvar. Aldrei er of varlega farið í þessum efnum og það er ekkert grín að láta hafa af sér fé. Mikilvægt er að hafa í huga: Smelltu aldrei á hlekki í SMS eða tölvupóstum nema þú sért 100% viss um upprunann. Varastu SMS sem tala um greiðslur eða „ógreiddar sendingar“. Athugaðu netfang sendanda, símanúmerið og stafsetningu. Svikapóstar eða -skilaboð innihalda oft lítil frávik, sem er ætlað að blekkja augað. Ekki smella á hlekki sem koma úr símanúmerum sem þú þekkir ekki. Hafðu sérstakan vara á þér gagnvart númerum sem þú þekkir ekki og sérstaklega erlendum símanúmerum. Þú getur valið að svara ekki símanúmerum sem þú þekkir ekki. Ef þú svarar vertu þá á varðbergi ef þú ert beðinn um einhverjar persónulegar upplýsingar og leggðu á ef þig grunar eitthvað misjafnt. Og síðast en ekki síst: Ef eitthvað hljómar of gott til að vera satt, þá er það yfirleitt ekki satt! Gylliboð úr takt við raunveruleikann eru oft ekki annað en gildrur til þess að svíkja út úr okkur fé. Um leið og læðist að þér grunur að þú hafir orðið fyrir svikum er nauðsynlegt að bregðast við tafarlaust. Hafðu samband við bankann eða kortafyrirtækið og lögreglu eftir atvikum. Það getur verið mikilvægt að loka kortunum strax og breyta lykilorðum. Á heimasíðu Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, sff.is, má finna fleiri hollráð gegn netsvikum sem og próf til að kanna þína þekkingu á vörnum gegn netsvikum. Höfundur er yfirlögfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun