Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson og Elías Blöndal Guðjónsson skrifa 3. janúar 2026 08:01 Ágætu nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar. Það hlýtur að vekja furðu kjósenda að heyra það haft eftir nefndarmönnum að málefni netverslunar með áfengi hafi ekki verið tekin til efnislegrar umræðu á vettvangi nefndarinnar. Á meðan nefndin situr hjá ríkir réttaróvissa sem hið opinbera hefur sjálft skapað og viðhaldið. Staðan er sú að lögregluyfirvöld reka nú sakamál gegn íslensku fyrirtæki og einstaklingi - mál sem ber öll merki þess að vera „prófmál“. Ákært er fyrir sölu á hvítvínsbelju til að knýja fram dómstólaleiðina. Í réttarríki er það grundvallarregla að borgararnir eigi að geta lesið lög og vitað hvað er refsivert og hvað ekki. Þegar lögreglan þarf að sækja „prófmál“ fyrir dómstólum til að fá úr því skorið hvort tiltekin atvinnustarfsemi sé lögleg þá er það skýrt merki um að löggjafinn hafi brugðist hlutverki sínu. Er það virkilega hlutverk dómstóla að móta áfengisstefnu þjóðarinnar vegna þess að Alþingi treystir sér ekki til að ræða málið? Öfug mismunun og atvinnufrelsi Núverandi ástand felur í sér mismunun sem stríðir gegn jafnræðisreglu og atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Íslenskir neytendur geta hindrunarlaust pantað áfengi frá erlendum netverslunum samkvæmt reglum EES samningsins um frjálst flæði vöru. Þegar þessir erlendu aðilar hyggjast veita neytendum betri þjónustu er þeim mætt með lögreglurannsókn og ákæru. Hvernig getur allsherjarnefnd Alþingis varið það ástand að íslenskum frumkvöðlum sé meinað að stunda viðskipti sem erlendum aðilum er heimilt að stunda við íslenska neytendur? Þá verður ekki framhjá því litið að ríkiseinokunin er í raun þegar fallin. Löggjafinn hefur nú þegar heimilað brugghúsum að selja áfengi beint til neytenda á framleiðslustað. Jafnframt sinnir einkarekið fyrirtæki áfengissölu í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, sem er stærsta áfengisverslun landsins. Þegar einkaaðilum er treyst fyrir sölu áfengis á flugvellinum og framleiðendum er treyst fyrir beinni sölu, á hvaða lögmætu rökum byggir þá bannið við því að aðrar innlendar verslanir stundi sambærilega starfsemi? Að eitt einkafyrirtæki megi starfa á hinum meinta einokunarmarkaði en öðrum sé meinað slíkt hið sama með lögregluvaldi hlýtur að kalla á skoðun nefndarinnar á því hvort 75. gr. stjórnarskrárinnar um atvinnufrelsi sé virt. Þessi mismunun er fullkomlega óásættanleg og það sætir furðu að nefndin hafi ekki þegar tekið þetta ósamræmi til skoðunar. Lýðheilsa eða verslunarhagsmunir? Einokun ÁTVR hefur jafnan verið réttlætt með lýðheilsusjónarmiðum og þeirri undanþágu sem Ísland nýtur frá EES samningnum. Sú undanþága byggði á því að ríkið ræki takmarkaðan fjölda verslana til að stýra aðgengi. Þegar undanþágan var veitt voru verslanirnar níu talsins en í dag rekur ÁTVR 52 verslanir auk sjö afhendingarstaða í matvöruverslunum og leggur áherslu á nútímalega þjónustu og vöruúrval. Ríkið hefur því í reynd færst frá því að vera verndari lýðheilsu yfir í að vera markaðsdrifið smásölufyrirtæki. Markmið ríkisstofnunarinnar er að auka aðgengi neytenda að áfengi en ekki hindra það. Þá verður ekki litið framhjá því að öryggi í aldurseftirliti er mun meira hjá netverslunum en í ríkisverslunum. Netverslanir nýta rafræn skilríki sem tryggja 100% vissu fyrir aldri kaupanda við pöntun. Á sama tíma byggir eftirlit ÁTVR á sjónmati starfsmanna, aðferð sem reglulega bregst samkvæmt eigin könnunum stofnunarinnar. Að halda því fram að einokun ríkisins sé nauðsynleg til að vernda ungmenni þegar einkaaðilar bjóða upp á tæknilega fullkomnari lausnir til aldursgreiningar stenst enga skoðun. Áskorun til nefndarinnar Það er ábyrgðarhluti að allsherjar- og menntamálanefnd hafi ekki tekið þessa stöðu til umræðu. Með aðgerðaleysi sínu samþykkir nefndin að lögregla og dómstólar móti löggjöfina í stað kjörinna fulltrúa. Við skorum á nefndina að taka málið þegar til meðferðar, greiða úr réttaróvissunni og tryggja að íslensk lög endurspegli nútímann, jafnræði og tækniframfarir. Það er óviðunandi staða að úrelt kerfi sé varið með lögregluvaldi. Virðingarfyllst,Arnar Sigurðsson og Elías Blöndal Guðjónsson Höfundur eru eigendur Sante. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi Netverslun með áfengi Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Ágætu nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar. Það hlýtur að vekja furðu kjósenda að heyra það haft eftir nefndarmönnum að málefni netverslunar með áfengi hafi ekki verið tekin til efnislegrar umræðu á vettvangi nefndarinnar. Á meðan nefndin situr hjá ríkir réttaróvissa sem hið opinbera hefur sjálft skapað og viðhaldið. Staðan er sú að lögregluyfirvöld reka nú sakamál gegn íslensku fyrirtæki og einstaklingi - mál sem ber öll merki þess að vera „prófmál“. Ákært er fyrir sölu á hvítvínsbelju til að knýja fram dómstólaleiðina. Í réttarríki er það grundvallarregla að borgararnir eigi að geta lesið lög og vitað hvað er refsivert og hvað ekki. Þegar lögreglan þarf að sækja „prófmál“ fyrir dómstólum til að fá úr því skorið hvort tiltekin atvinnustarfsemi sé lögleg þá er það skýrt merki um að löggjafinn hafi brugðist hlutverki sínu. Er það virkilega hlutverk dómstóla að móta áfengisstefnu þjóðarinnar vegna þess að Alþingi treystir sér ekki til að ræða málið? Öfug mismunun og atvinnufrelsi Núverandi ástand felur í sér mismunun sem stríðir gegn jafnræðisreglu og atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Íslenskir neytendur geta hindrunarlaust pantað áfengi frá erlendum netverslunum samkvæmt reglum EES samningsins um frjálst flæði vöru. Þegar þessir erlendu aðilar hyggjast veita neytendum betri þjónustu er þeim mætt með lögreglurannsókn og ákæru. Hvernig getur allsherjarnefnd Alþingis varið það ástand að íslenskum frumkvöðlum sé meinað að stunda viðskipti sem erlendum aðilum er heimilt að stunda við íslenska neytendur? Þá verður ekki framhjá því litið að ríkiseinokunin er í raun þegar fallin. Löggjafinn hefur nú þegar heimilað brugghúsum að selja áfengi beint til neytenda á framleiðslustað. Jafnframt sinnir einkarekið fyrirtæki áfengissölu í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, sem er stærsta áfengisverslun landsins. Þegar einkaaðilum er treyst fyrir sölu áfengis á flugvellinum og framleiðendum er treyst fyrir beinni sölu, á hvaða lögmætu rökum byggir þá bannið við því að aðrar innlendar verslanir stundi sambærilega starfsemi? Að eitt einkafyrirtæki megi starfa á hinum meinta einokunarmarkaði en öðrum sé meinað slíkt hið sama með lögregluvaldi hlýtur að kalla á skoðun nefndarinnar á því hvort 75. gr. stjórnarskrárinnar um atvinnufrelsi sé virt. Þessi mismunun er fullkomlega óásættanleg og það sætir furðu að nefndin hafi ekki þegar tekið þetta ósamræmi til skoðunar. Lýðheilsa eða verslunarhagsmunir? Einokun ÁTVR hefur jafnan verið réttlætt með lýðheilsusjónarmiðum og þeirri undanþágu sem Ísland nýtur frá EES samningnum. Sú undanþága byggði á því að ríkið ræki takmarkaðan fjölda verslana til að stýra aðgengi. Þegar undanþágan var veitt voru verslanirnar níu talsins en í dag rekur ÁTVR 52 verslanir auk sjö afhendingarstaða í matvöruverslunum og leggur áherslu á nútímalega þjónustu og vöruúrval. Ríkið hefur því í reynd færst frá því að vera verndari lýðheilsu yfir í að vera markaðsdrifið smásölufyrirtæki. Markmið ríkisstofnunarinnar er að auka aðgengi neytenda að áfengi en ekki hindra það. Þá verður ekki litið framhjá því að öryggi í aldurseftirliti er mun meira hjá netverslunum en í ríkisverslunum. Netverslanir nýta rafræn skilríki sem tryggja 100% vissu fyrir aldri kaupanda við pöntun. Á sama tíma byggir eftirlit ÁTVR á sjónmati starfsmanna, aðferð sem reglulega bregst samkvæmt eigin könnunum stofnunarinnar. Að halda því fram að einokun ríkisins sé nauðsynleg til að vernda ungmenni þegar einkaaðilar bjóða upp á tæknilega fullkomnari lausnir til aldursgreiningar stenst enga skoðun. Áskorun til nefndarinnar Það er ábyrgðarhluti að allsherjar- og menntamálanefnd hafi ekki tekið þessa stöðu til umræðu. Með aðgerðaleysi sínu samþykkir nefndin að lögregla og dómstólar móti löggjöfina í stað kjörinna fulltrúa. Við skorum á nefndina að taka málið þegar til meðferðar, greiða úr réttaróvissunni og tryggja að íslensk lög endurspegli nútímann, jafnræði og tækniframfarir. Það er óviðunandi staða að úrelt kerfi sé varið með lögregluvaldi. Virðingarfyllst,Arnar Sigurðsson og Elías Blöndal Guðjónsson Höfundur eru eigendur Sante.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun