Reyna aftur að leggja niður Ríkisútvarpið ohf. Hópur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp um breytingu á ýmsum lögum vegna endurskoðunar á rekstrarumhverfi fjölmiðla. Verði frumvarpið samþykkt verður Ríkisútvarpið ohf. lagt niður og Ríkisútvarpið gert að ríkisstofnun. Frumvarpið var fyrst lagt fram á síðasta löggjafarþingi en hlaut ekki afgreiðslu. Innlent 10. október 2024 15:04
Óeðlilegt að Guðmundur Ingi hafi hringt í ríkislögreglustjóra Forsætisráðherra segir mjög óeðlilegt að ráðherra hringi beint í undirmann annars ráðherra líkt og Guðmundur Ingi Guðbrandsson gerði til þess að fresta mætti brottvísun Yasans Tamini. Innlent 10. október 2024 12:07
Riddari kannana mætir í Samtalið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins mætir í Samtalið með Heimi Má í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2-Vísi klukkan 14:00. Flokkur hans tapaði miklu fylgi í kosningunum 2021 en fer nú með himinskautum í könnunum. Innlent 10. október 2024 10:05
Dökk heimsmynd Jóhanns Páls Í ræðustól Alþingis á dögunum stóð Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og hélt því blákalt fram að ríkisstjórnarflokkarnir héldu samstarfi sínu gangandi einvörðungu til að tryggja sér háa styrki úr vösum skattgreiðenda, sem koma til greiðslu í janúar. Góðar samsæriskenningar geta verið safaríkar og spennandi en verra er þegar þær standast ekki minnstu skoðun. Skoðun 10. október 2024 08:33
Vísa á bug kenningu um að stjórnarsamstarfið tóri á styrkveitingum Þingflokksformenn VG og Sjálfstæðisflokks þverneita að fjárstyrkir til stjórnmálaflokkanna séu ástæða þess að ríkisstjórnin ætli að þrauka út kjörtímabilið. Flokkarnir eiga von á tugum, og jafnvel hundruð, milljóna styrkveitingu í lok janúar. Innlent 9. október 2024 21:03
Telur að Óli Björn líti svo á að VG hafi kastað stríðshanskanum Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að framganga Vinstri grænna sé með þeim hætti að útilokað sé að réttlæta áframhaldandi samstarf við þá í ríkisstjórn og segir hingað og ekki lengra. Stjórnmálafræðiprófessor segir stjórnarflokkana líta svo á að samstarfinu sé efnislega lokið og að þeir séu hættir málamiðlunum. Innlent 9. október 2024 12:05
Ríkisstjórnin á valdi „minnsta og veikasta“ flokksins „Framganga Vinstri grænna er með þeim hætti að útilokað er að réttlæta samstarf við þá í ríkisstjórn,“ segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Langlundargeð hans sé á þrotum. Innlent 9. október 2024 09:56
Vatn rennur ekki upp í móti Það er skiljanlegt að fólk sé reitt, og jafnvel brjálað, yfir vaxtahækkun bankanna á verðtryggðu lánunum á dögunum. Þetta er enn eitt vaxtahöggið fyrir fjölskyldurnar. Kjaftshögg sem kostar fólk tugi þúsunda á mánuði. Fólki finnst ranglátt að á sama tíma og það flýr svimandi háar afborganir óverðtryggðra lána sé því strax refsað með græðgishækkun bankanna á verðtryggðu lánunum. Það er einfaldlega hvergi skjól að fá. Skoðun 9. október 2024 07:32
Ekkert á hreinu um næstu kosningar Forsætisráðherra segir að ríkisstjórn sem ekki hafi burði til að ljúka málum, eigi að pakka saman. Formaður Vinstri grænna sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að oddvitar stjórnarflokkanna ættu eftir að ræða forgangsröðun mála og tímasetningu kosninga. Innlent 8. október 2024 19:21
Ólíkt hefst fólk að Alls ekki ætla ég að mæla því bót, sem þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis Þórunn Sveibjarnardóttir er nú sökuð um en það er frumkvæðisathugun á lögmæti netsölu áfengis og er sagt að nefndin hafi þar farið langt út fyrir valdheimildir sínar. Skoðun 8. október 2024 16:30
Milljónagreiðslur haldi stjórnarflokkunum saman Ríkisstjórnarflokkarnir ætla sér að hanga saman fram yfir 25. janúar 2025 til þess að þiggja ríkisstyrk miðað við núverandi þingstyrk, sem nemur mörg hundruð milljónum. Innlent 8. október 2024 15:59
„Þetta er bara órætt okkar á milli“ Forsætisráðherra segist ekkert hafa rætt hugsanlegar kosningar í vor við hina formenn ríkisstjórnarflokkanna. Landsfundur Vinstri grænna ályktaði um helgina að ganga verði til kosninga næsta vor. Innlent 8. október 2024 12:20
Skjáskotin hafi ekki farið í dreifingu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata segir að hvorki hún né þingflokkur Pírata hafi beitt sér gegn lýðræðislegra kjörinni framkvæmdastjórn flokksins. Hún segir því fara fjarri að hún eða þingflokkurinn hafi brotið persónuverndarlög, skjáskot af spjalli stjórnarmeðlima hafi ekki farið í neina dreifingu. Innlent 8. október 2024 11:29
Þorbjörg ætlar sér fyrsta sætið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sækist eftir fyrsta sætinu í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík sem fyrirhugað í tengslum við næstu alþingiskosningar sem munu að óbreyttu fara fram á næsta ári. Innlent 8. október 2024 08:58
Formenn stjórnarflokkanna hljóti að ræða framhaldið Nýkjörinn formaður Vinstri grænna segir forystufólk stjórnarflokkanna væntanlega setjast niður á næstunni til að ræða framhald stjórnarsamstarfsins fram að kosningum, sem Vinstri græn vilja að fari fram næsta vor. Forgangsraða verði málum á félagslegum forsendum. Innlent 7. október 2024 19:23
„Það er af og frá að ég hafi brotið lög“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki hafa brotið lög þegar hún frestaði brottvísun Yazans Tamimi í síðasta mánuði. Þá segir hún yfirlýsingar nýs formanns Vinstri grænna um að þingflokkur VG styðji ekki frekari breytingar á útlendingalögum ekki breyta neinu fyrir hana. Hún muni leggja fram þau mál sem eru á hennar þingmálaskrá. Innlent 7. október 2024 15:54
„Þingflokkur Pírata braut á mér“ Fyrrverandi starfsmaður Pírata segir þingflokkinn hafa brotið á honum og átta öðrum Pírötum, með því að skoða, dreifa og taka fyrir einkasamtöl hópsins um stjórnmálaþátttöku innan Pírata. Hann var látinn taka pokann sinn eftir umdeildan aðalfund flokksins. Innlent 7. október 2024 14:30
Þetta er allt að koma... „Þetta er allt að koma“ eru einkunnarorð ríkisstjórnarinnar varðandi viðvarandi verðbólgu og þá óboðlegu vaxtakúgun sem almenningur hefur þurft að þola undanfarin ár. Ísland er með hæstu stýrivexti í hinum vestræna heimi. Aðeins fjögur lönd í Evrópu eru með hærri stýrivexti en Ísland: Rússland, Úkraína, Hvíta-Rússland og Tyrkland. Skoðun 7. október 2024 12:47
Skiptar skoðanir um umtalaða bókun við EES-samninginn Álíka margir eru hlynntir því að lögfesta svonefnda bókun 35 við EES-samninginn og eru henni andvígir í skoðanakönnun sem andstæðingar ESB-aðildar létu gera. Þegar aðeins er litið til þeirra sem taka einhvers konar afstöðu eru ívíð fleiri á móti en með. Innlent 7. október 2024 09:12
Augljóst að ríkisstjórnarsamstarfið sé að nálgast leiðarlok Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir ekkert óvænt við samþykkt ályktunar á landsfundi Vinstri grænna um að ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sé að nálgast leiðarlok var. Í ályktuninni segir meðal annars að ganga verði til kosninga næsta vor. Hún telur ekki ástæðu til að ræða ályktunina á fundi þingflokks Framsóknar. Innlent 7. október 2024 09:01
Segir ráðherra neita að afhenda gögn um bókun 35 Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra hafa neitað skriflega að afhenda honum afrit af bréfum sem Guðlaugur Þór Þórðarson sendi ESA vegna bókunar 35. Innlent 7. október 2024 06:56
„Þetta er ekki endanlegt frumvarp“ Dómsmálaráðherra fagnar því að umræða um drög hennar að breytingu á áfengislögum, sem myndi leyfa innlenda netverslun með áfengi, sé á þá leið að starfsemin verði frjálsari. Hún muni taka umsagnir og athugasemdir til greina áður en málið rati á borð ríkisstjórnar. Innlent 6. október 2024 17:16
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast með tuttugu prósenta fylgi Ríkisstjórnarflokkarnir mælast sameiginlega með tuttugu prósenta fylgi í nýjustu könnun Prósents. Innlent 5. október 2024 08:54
Þorgerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er keppniskona með mikla reynslu af stjórnmálum og er kominn í hlaupaskóna fyrir næstu alþingiskosningar. Hún segir engann „ráðskonurass undir fólki í Viðreisn," sem taki almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Þegar Benedikt Jóhannesson, aðalhvatamaður að stofnun Viðreisnar og fyrsti formaður flokksins, sagði af sér formennskunni aðeins sautján dögum fyrir kosningarnar 2017, stökk Þorgerður Katrín upp í brú á þessu nýsjósetta skipi í ólgusjó íslenskra stjórnmála og kom því í höfn. Innlent 5. október 2024 08:00
Orlof húsmæðra: Barn síns tíma eða liður í jafnrétti? Meðlimur í orlofsnefnd húsmæðra mótmælir áformum þingmanna Sjálfstæðisflokksins um að afnema lög um orlof húsmæðra og segir að það yrði skerðing á lífsgæðum fjölmargra kvenna. Innlent 4. október 2024 21:02
Lögin um það sem er bannað Ólíkt því sem margir kunna að halda endurspeglast pólitísk sýn og stefna stjórnmálaflokka alla jafna ekki í frumvörpum ráðherra ríkisstjórnar, þ.e. í svokölluðum stjórnarmálum. Margvíslegar málamiðlanir geta skotið þar upp kollinum, sér í lagi í samstarfi við stjórnlynda flokka, svo dæmi sé tekið. Skoðun 4. október 2024 08:31
Segir nákvæmlega ekkert að óttast við atkvæðagreiðsluna Formaður Viðreisnar segir þjóðina skulda unga fólkinu í landinu að fá tækifæri til að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram. Hún horfi til þess þegar Bretland yfirgaf Evrópusambandið í andstöðu við vilja ungs fólks í því samhengi. Innlent 3. október 2024 16:39
Þjóðaróperan á Alþingi í nær 70 ár Nú þegar frumvarp liggur fyrir um stofnun Þjóðaróperu er mikilvægt að rifja upp áratuga langa sögu umræðu á Alþingi um óperustarfsemi á Íslandi. Hún hefur gjarnan tengst Þjóðleikhúsinu og síðar Íslensku óperunni, en fjöldi þingmanna úr öllum flokkum hefur lagt sitt til málanna. Skoðun 3. október 2024 11:31
Kona tveggja flokka í Samtalinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar mætir í Samtalið með Heimi Má í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14. Hún var vonarstjarna Sjálfstæðisflokksins og varaformaður flokksins um tíma en tók þátt í stofnun Viðreisnar sem hún hefur verið í forystu fyrir í sjö ár. Innlent 3. október 2024 10:42
Minna Íslendinga búsetta erlendis og vilja kjósa á að skrá sig Þjóðskrá hefur minnt Íslendinga sem búsettir eru erlendis og vilja vera tekna á kjörskrá fyrir tímabilið 1. desember 2024 til 1. desember 2028 að senda inn umsókn um slíkt fyrir 1. desember næstkomandi. Þingkosningar munu að óbreyttu fara fram á næsta ári. Innlent 3. október 2024 08:49