Hörður Sigurbjarnarson er látinn Hörður Sigurbjarnarson, stofnandi Norðursiglingar á Húsavík, er látinn, 71 árs að aldri. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Mývatnssveit aðfararnótt síðasta sunnudags. Innlent 11. október 2023 10:50
Fleiri með Play í september en á sama tíma í fyrra Aukning varð á fjölda farþega sem ferðuðust með flugfélaginu Play í september í samanburði við sama mánuð í fyrra. Félagið flutti 163,784 farþega í september, sem er 77 prósenta aukning frá september 2022 þegar PLAY flutti 92.181 farþega. Viðskipti innlent 9. október 2023 13:34
Fleiri farþegar í september en á sama tíma í fyrra Icelandair flutti 416 þúsund farþega í september. Þeir voru átta prósentum fleiri en í sama mánuði í fyrra. Það sem af er ári hefur félagið flutt um 3,4 milljónir farþega, nítján prósentum fleiri en yfir sama tímabil í fyrra. Viðskipti innlent 6. október 2023 09:49
Fyrirsjáanleg fjölgun ferðamanna? „Fyrirsjáanleg fjölgun ferðamanna“? Það er árið 2023 og fjöldi ferðamanna er að ná nýjum hæðum. Bændastéttin kallar eftir aðgerðum og við blasir gjaldþrotahrina bænda ef ekkert verður að gert. Lítil fyrirtæki og einstaklingar eru að bugast undan endalausum vaxtahækkunum og verðbólgu. Skoðun 6. október 2023 08:01
Skrum um ferðaþjónustu Það er óumdeilt að stóra verkefnið fram undan er að ná niður verðbólgu og vaxtastigi í landinu. Til þess að vinna bug á vandamálum er nauðsynlegt að þekkja og horfast í augu við rót þeirra. Það er á hinn bóginn alveg ljóst að það er verulegur skortur á sameiginlegri sýn á rótum þess vanda sem við nú glímum við og hvað þá lausninni á honum. Skoðun 5. október 2023 18:31
Með hálendið í hjartanu Í hvert skiptið sem ég er á leið upp á hálendið til þess að sinna landvarðarstarfi sem ég hef tekið að mér á sumrin, er eftirvæntingin áþreifanleg. Ég er ekki fyrr sest við matarborðið hjá ömmu og afa en þau byrja að segja mér sögur. Skoðun 5. október 2023 12:01
Ofbauð verðið á kökusneiðum og kjötsúpu í Perlunni Viðskiptavinur Perlunnar segir verðlagningu á veitingum kaffihússins ósvífna. Tertusneið kostar 2.490 krónur og belgísk vaffla 2.790 krónur. Þá hafa nokkrir klórað sér í höfðinu yfir næstum fimm þúsund króna skammti af kjötsúpu, sem veitingastjóri staðarins segir sjálfur að sé okur. Neytendur 5. október 2023 10:44
Bjóða almenningi á þvernorrænt hakkaþon um framtíð hafsvæða Íslenski sjávarklasinn skipuleggur „hakkaþon“ næstu daga þar sem einstaklingar hvaðanæva af Norðurlöndum koma saman til að þróa sjálfbæra leið til að deila hafsvæðum. Að sögn framkvæmdastjóra Sjávarklasans kann að vera stutt í að stjórnvöld þurfi að meta hvernig svæðum á hafinu verði ráðstafað. Almenningi er boðið á föstudag kl. 17:00 að berja afrakstur hakkaþonsins augum. Viðskipti innlent 4. október 2023 06:46
Holan hugsanlega ólögleg en ekki endilega aksturinn Glæfralegur akstur þýsks ferðamanns á fjórtán tonna jeppa er kominn inn á borð Umhverfisstofnunar. Forstjóri hennar segir að atvikið skeri sig úr en ekki sé öruggt að aksturinn hafi verið ólögmætur. Innlent 3. október 2023 20:37
Trukkar flækist ítrekað um hálendið eftirlitslaust Formaður vina Þjórsárvera segir ljóst að hræðilegt slys hafi orðið á slóðanum sem þýskur hertrukkur festist á fyrr í mánuðinum. Hún segist ítrekað hafa kallað eftir úrbótum en talað fyrir lokuðum eyrum. Innlent 2. október 2023 20:21
Tvíeðli ferðamennskunnar: Ferðalag heimsku og uppljómunar? Heimur ferðamennskunnar er forvitnilegur. Rithöfundurinn D. DeLillo fjallar um í bók sinni „White Noise“, að það að vera ferðamaður sé að flýja ábyrgð og tileinka sér ákveðið stig heimsku og þegar einstaklingar ferðist um framandi lönd sé þeim yfirleitt fyrirgefin skortur á skilningi á staðbundnum siðum, tungumáli og félagslegum viðmiðum. Skoðun 2. október 2023 10:01
Vegurinn illa farinn eftir fjórtán tonna hertrukk Land í Þjórsárverum er illa farið eftir að þýskur ferðamaður ók fjórtán tonna hertrukk þar yfir og festist. Myndbönd sem ferðamaðurinn birti á netinu hafa vakið athygli. Innlent 1. október 2023 21:55
Guðni segir að ferðaþjónustan sé að drepa íslenskan landbúnað Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra gagnrýnir ríkisstjórnina og Alþingi harðlega fyrir sofandi hátt varðandi erfiða stöðu bænda og segir að hrina gjaldþrota blasi við verði ekkert gert. Þá segir hann ferðaþjónustuna vera að drepa hinn hefðbundna landbúnað. Innlent 30. september 2023 21:31
Booking.com í tugmilljóna skuld við danska hótelrekendur „Við höfum heyrt að það eru einhverjir aðilar sem eru ennþá að verða varir við þetta en við höfum ekki heyrt af því að vandamálið hafi aukist eða að það hafi batnað.“ Viðskipti innlent 28. september 2023 12:42
Fyrirbyggjum áreitni og ofbeldi innan ferðaþjónustunnar Það hefur sýnt sig að áreitni og ofbeldi á vinnustað geta haft veruleg áhrif á heilsu og vellíðan starfsfólks. Þolendur geta meðal annars upplifað streitu, þunglyndi, lágt sjálfsmat og minni starfsánægju. Allt getur þetta leitt til aukinnar fjarveru, ýtt undir starfsmannaveltu, og skapað neikvæðan starfsanda. Skoðun 28. september 2023 10:01
„Við lítum þetta mál grafalvarlegum augum“ Framkvæmdastjóri rútufyrirtækisins SBA - Norðurleið segir eftirlit með því hverjir mega aka rútum hér á landi ekki vera ábótavant. Hann segir mál rútubílstjóra sem ók rútu á þann hátt um helgina að farþegar þurftu áfallahjálp hafa verið afgreitt. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands segir mikilvægt að lærdómur sé dreginn af málinu, það sé litið alvarlegum augum, þó ferðafélagið sjálft beri ekki ábyrgð á akstrinum. Innlent 27. september 2023 23:01
„Fólk var farið að öskra“ Aðstandandi farþega um borð í rútu á vegum SBA sem keyrði á milli Landmannalauga og Reykjavíkur með farþega frá Ferðafélagi Íslands, vill að stjórnvöld skoði hverjir fái að keyra slíkar rútur. Farþegar hafi verið í áfalli vegna slæms aksturslags rútubílstjórans. Hann segir farþegum hafa verið boðin áfallahjálp þar sem margir hafi haldið að þetta yrði þeirra síðasta. Innlent 26. september 2023 23:20
Lygarinn, ég? Það er óþægilegt að vera kallaður lygari. Ég fór að gúgla og hér eru nokkrar perlur úr fréttatilkynningum ICELANDIA (lesist Kynnisferða). Athugið að Kynnisferðir áttu hvorki skráð firmanafn né skráð vörumerki þegar þessar yfirlýsingar birtust í fjölmiðlum. Skoðun 26. september 2023 15:00
Sakar Kynnisferðir um að hafa stolið Icelandia: „Við erum með þrjá hillumetra í ársreikningi, þú ert með eina A4 blaðsíðu“ Jón Ármann Steinsson, framkvæmdastjóri Icelandia ehf. sakar forsvarsmenn Kynnisferða um kennslastuld á nafninu Icelandia. Björn Ragnarsson, forstjóri Kynnisferða, segist vísa aðdróttunum og ásökunum Jóns til föðurhúsanna. Viðskipti innlent 25. september 2023 22:30
Ferðarisi að laumupúkast undir fölsku nafni Sunnudag í lok apríl í fyrra krullaði ég tærnar í sandfjöru suður í Króatíu. Síminn hringdi og forstjóri Kynnisferða var á línunni; „Sæll Jón. Viltu selja okkur firmanafnið ICELANDIA?” Skoðun 25. september 2023 14:00
Þriðjungur ferðast ekki innanlands Þriðjungur Íslendinga ferðaðist ekki innanlands í sumar. Hafa ekki færri ferðast innanlands í að minnsta kosti sautján ár. Því tekjuhærra sem fólk er, því líklegra er að það ferðist innanlands. Innlent 25. september 2023 11:21
Bæjarstjóri áhyggjufullur yfir fyrsta viðbragði Bæjarstjóri Hornafjarðar hefur miklar áhyggjur af öryggisinnviðum í sveitarfélaginu þegar ferðamenn eru annars vegar. Hann segir að fyrsta viðbragð eins og heilbrigðiskerfið og löggæsla hafa ekki fylgt mikilli fjölgun ferðamanna í sveitarfélaginu. Innlent 24. september 2023 15:03
Snjóflóðavarnargarðar verða útivistarparadís Því er spáð að nýir snjóflóðavarnargarðar á Patreksfirði verði útivistarparadís og aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Svo stoltir eru heimamenn af mannvirkinu að þeir buðu forseta Íslands að skoða veglegan útsýnispall sem búið er að smíða ofan á einum garðinum. Innlent 24. september 2023 06:17
Íbúum Snæfellsbæjar fjölgar smátt og smátt Íbúum Snæfellsbæjar er smátt og smátt að fjölga en vandamálið þar eins og svo víða í öðrum sveitarfélögum úti á landi er vöntun á húsnæði fyrir nýja íbúa. Þá hefur fjöldi ferðamanna í Snæfellsbæ sjaldan eða aldrei verið eins mikill og í sumar og haust. Innlent 23. september 2023 13:30
Minna vesen í öryggisleitinni með nýjum búnaði Ráðist verður í fjárfestingu á nýjum og byltingarkenndum búnaði fyrir öryggisleit Keflavíkurflugvallar sem bæði mun auka öryggi og þægindi farþega því með tilkomu búnaðarins munu farþegar ekki lengur þurfa að taka vökva og tölvur upp úr töskum sínum í öryggisleitinni. Miðað er við uppsetningu gegnumlýsisbúnaðarins um mitt ár 2025 en fjárfestingin hljóðar upp á einn og hálfan milljarð. Innlent 21. september 2023 14:15
„Áþreifanleg ruðningsáhrif“ vegna uppgangs í ferðaþjónustu Uppgangur ferðaþjónustu hefur stuðlað að litlu atvinnuleysi og sett mikinn þrýsting á aðra innviði, þar með talið húsnæðismarkað þar sem meirihluti nýs starfsfólks í ferðaþjónustu kemur erlendis frá, segir Seðlabankinn. Ruðningsáhrif atvinnugreinarinnar hafa því verið „áþreifanleg“ en hún hefur um leið átt mestan þátt í að stuðla að batnandi viðskiptajöfnuði. Innherji 20. september 2023 15:11
Hljóð og mynd fara ekki saman hjá stjórnvöldum varðandi ferðaþjónustu Ferðaþjónusta hefur staðið undir einna stærstum hluta gjaldeyris- og verðmætasköpunar þjóðarbúsins um árabil. Þegar litið er til mikilvægis ferðaþjónustu í þjóðhagslegu tilliti er ljóst að útgjöldum ríkissjóðs til málefnasviðs atvinnugreinarinnar er verulega ábótavant. Skoðun 20. september 2023 14:30
Hafa tröllatrú á fjórðungnum og opna heilsárshótel í Sælingsdal Eftir meira en tveggja áratuga óvissu um framtíð skólabygginganna að Laugum í Sælingsdal er búið að opna þar heilsárshótel. Hótelhaldarar segjast hafa tröllatrú á ferðaþjónustu á Vesturlandi og á Vestfjörðum. Innlent 19. september 2023 21:51
Landtengingar séu milljarðafjárfesting sem skili sér á allan hátt Fyrsta skemmtiferðaskipið var landtengt í Reykjavík í dag. Innviðaráðherra segir um milljarðafjárfestingu að ræða sem muni skila sér á allan hátt. Það sé rangt að orkuskiptin séu framtíðin, þau séu nútíðin. Innlent 19. september 2023 20:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent