Afhjúpa númerið hans Gylfa í gæsahúðarmyndbandi Gylfi Þór Sigurðsson sem skrifaði undir tveggja ára samning við Valsmenn fyrir skömmu mun leika sinn fyrsta leik fyrir félagið gegn ÍA í undanúrslitum Lengjubikarsins á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Fótbolti 20. mars 2024 11:01
Svona var fundur KSÍ fyrir EM-umspilið Åge Hareide landsliðsþjálfari og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Búdapest, daginn fyrir leik Íslands við Ísrael í umspilinu um sæti á EM í fótbolta. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. Fótbolti 20. mars 2024 10:46
Einn dagur í EM-umspil: Aðeins fimm voru með liðinu á síðasta EM Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar. Þetta er þó mikið breytt lið frá því sem skrifaði nýjan kafla í íslensku fótboltasöguna fyrir tæpum átta síðan. Fótbolti 20. mars 2024 10:30
Ísraelar segja Ísland vera að drukkna í krísu Á ísraelska vefmiðlinum One má finna ítarlegan greinarstúf sem ber nafnið Ísland í sídýpkandi krísu. Þar eru málavendingar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu undanfarin ár rekin en á morgun munu Ísrael og Ísland mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2024. Fótbolti 20. mars 2024 10:09
Telja minnstar líkur á að Ísland fari á EM Íslenska karlalandsliðið í fótbolta á erfitt verk fyrir höndum við að tryggja sér einn af síðustu farseðlunum á EM í Þýskalandi. Fótbolti 20. mars 2024 08:00
„Ég hata þau öll“ Sir Jim Ratcliffe, nýr minnihlutaeigandi Manchester United, skóf ekki ofan af því er hann var spurður hvaða lið hann vildi sjá vinna ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. „Ég hata þau öll“ var einfaldlega svarið. Enski boltinn 20. mars 2024 07:01
Ólíklegt að spilað verði í Grindavík í sumar Haukur Guðberg Einarsson formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur heimsótti bæinn í dag og sótti æfingabúnað fyrir fótboltafélagið. Hann verður fluttur yfir í Safamýri þar sem Grindavík hefur fótboltaaðstöðu í sumar. Hann telur ólíklegt að hægt verði að spila á Grindavíkurvelli í sumar. Innlent 19. mars 2024 23:56
Sir Alex heiðursmeðlimur Frankfurt svo lengi sem hann lifir Þýska úrvalsdeildarfélagið Eintracht Frankfurt gerði hinn goðsagnakennda Sir Alex Ferguson að heiðursmeðlim ásamt því að gefa honum treyju með nafni hans og númerinu 10. Fótbolti 19. mars 2024 23:31
„Meiddust“ allir á sama tíma í mismunandi leikjum Athyglisverð atvik áttu sér stað í lokaumferð hefðbundinnar deildarkeppni efstu deildar karla í knattspyrnu í Belgíu. Á sama tíma í þremur mismunandi leikjum „meiddust“ þrír markverðir. Það var þó engin tilviljun. Fótbolti 19. mars 2024 23:00
Lyon í góðri stöðu eftir nauman sigur í Portúgal Lyon lagði Benfica 2-1 ytra þegar liðin mættust í fyrri viðureign sinni í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu. Fótbolti 19. mars 2024 22:15
Sautján ára eftir allt saman og fær að spila á nýjan leik Wilfried Nathan Doualla hefur verið hreinsaður af ásökunum um að hafa logið til um aldur og fær að klára tímabilið í heimalandinu. Fótbolti 19. mars 2024 21:30
Courtois meiddur á nýjan leik Litlar líkur eru á því að Thibaut Courtois, markvörður Real Madríd og belgíska landsliðsins, nái að spila leik á þessari leiktíð. Hann sleit krossband í vinstra hné síðasta sumar og hefur nú meiðst að nýju. Fótbolti 19. mars 2024 20:30
Chelsea með annan fótinn í undanúrslitum Chelsea vann gríðarlega öruggan 3-0 útisigur á Ajax í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu. Fótbolti 19. mars 2024 20:00
„KSÍ stendur að sjálfsögðu með þolendum“ Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir stöðuna sem uppi er vegna máls Alberts Guðmundssonar vera langt í frá ákjósanlega. Stjórn sambandsins hafi viljað eyða óvissu í komandi verkefni með ákvörðun sinni þess efnis að Albert klári komandi leiki í umspili um sæti á EM. Fótbolti 19. mars 2024 18:31
Åge Hareide: Alls ekki ætlun mín að særa eða móðga neinn Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, segir það ekki hafa verið ætlun sína að móðga eða særa neinn með ummælum sem féllu á blaðamannafundi síðasta föstudag. Fótbolti 19. mars 2024 18:12
Ekki með Ítalíu eftir meinta kynþáttafordóma Francesco Acerbi, miðvörður toppliðs Inter Milan, hefur dregið sig úr landsliðshópi Ítalíu fyrir komandi verkefni eftir ásakanir um kynþáttafordóma í leik Inter og Napolí á dögunum. Fótbolti 19. mars 2024 17:45
Messi, Pele og Maradona allir hlið við hlið hjá CONMEBOL Suðurameríska knattspyrnusambandið lét gera vaxstyttur af þremur knattspyrnugoðsögnum frá Suður-Ameríku og þeir þremenningar taka nú á móti gestum í höfuðstöðvum CONMEBOL. Fótbolti 19. mars 2024 17:01
Dani Alves biður um að losna úr fangelsinu Brasilíski knattspyrnumaðurinn Dani Alves vill losna úr fangelsinu þar til að áfrýjun hans er tekin fyrir hjá spænskum dómstólum. Fótbolti 19. mars 2024 15:30
Mainoo spilaði sig inn í enska landsliðið í sigrinum á Liverpool Manchester United strákurinn Kobbie Mainoo hefur verið kallaður inn í enska landsliðshópinn en þetta kemur fram á heimasíðu enska sambandsins. Fótbolti 19. mars 2024 15:01
Draumur Davíðs Smára rætist en kostnaðurinn tugir milljóna Draumur Davíðs Smára Lamude og hans manna í Vestra um upphitaðan heimavöll verður að veruleika því ákveðið hefur verið að leggja hitalagnir undir nýja gervigrasvöllinn á Ísafirði. Íslenski boltinn 19. mars 2024 14:51
Man ekki eftir viðlíka ummælum og vill afsökunarbeiðni frá KSÍ Eva B. Helgadóttir, lögmaður konunnar sem kærði fótboltamanninn Albert Guðmundsson fyrir meint kynferðisbrot, sendi út yfirlýsingu fyrir hönd skjólstæðings síns í dag þar sem kallað er eftir afsökunarbeiðni frá Knattspyrnusambandi Íslands. Niðurfelling á máli Alberts var kærð í dag. Fótbolti 19. mars 2024 13:38
Ber engan kala til Jürgen Klopp Danski fjölmiðlamaðurinn Niels Christian Frederiksen mun ekki erfa það við tapsáran knattspyrnustjóra Liverpool að þýski stjórinn rauk út úr miðju viðtali við hann og hraunaði síðan yfir hann. Enski boltinn 19. mars 2024 13:00
Myndir af Gylfa á fyrstu æfingunni á Íslandi sem leikmaður Vals Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Val eru mættir heim til Íslands eftir æfingabúðirnar á Spáni. Íslenski boltinn 19. mars 2024 11:20
Niðurfelling kærð en KSÍ leyfir Alberti að spila Stjórn KSÍ hefur ákveðið að heimila þátttöku Alberts Guðmundssonar í leiknum við Ísrael á fimmtudag, í umspili um sæti á EM, þrátt fyrir að niðurfelling á kynferðisbrotamáli gegn honum hafi verið kærð. Fótbolti 19. mars 2024 11:04
Besta lið Ítalíu ætlar sér að fá Albert Verðandi Ítalíumeistarar Inter hafa blandað sér í slaginn um landsliðsmanninn Albert Guðmundsson sem nánast má slá föstu að verði seldur frá Genoa í sumar. Fótbolti 19. mars 2024 10:55
Eftirminnilegustu heimkomurnar í íslenska fótboltanum Hver er eftiminnilegasta heimkoma atvinnumanns til þessa? Vísir tók saman yfirlit yfir það þegar heimkoma fótboltamanna komst í fréttirnar. Íslenski boltinn 19. mars 2024 10:01
„Held að einhver hafi fengið sér Svarta dauða fyrir þann leik“ Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide er á því að Ísland hafi oft sýnt góðar frammistöður, á löngum köflum, í leikjunum í undankeppni EM í fótbolta í fyrra. Liðið hafi hins vegar gert of mörg kjánaleg mistök, og nýtt færin illa, og því endað með of fá stig. Fótbolti 19. mars 2024 09:34
Drepur varg, smíðar og er fyrirliði í Bestu deildinni Elmar Atli Garðarsson sker sig talsvert úr á meðal leikmanna í Bestu deildinni í fótbolta í sumar. Hann býr í 200 manna þorpi, er smiður og fyrirliði Vestra, en ver einnig vor- og sumarnóttum í að leita uppi og skjóta meindýr. Íslenski boltinn 19. mars 2024 08:00
Klopp hélt áfram að urða yfir fjölmiðlamanninn eftir að strunsa úr viðtalinu Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var allt annað en sáttur eftir 4-3 tap sinna manna gegn Manchester United í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Svo sár var Klopp að hann strunsaði úr viðtali við Viaplay eftir leik og lét starfsmann sjónvarpsstöðvarinnar fá það óþvegið er hann gekk til búningsklefa. Enski boltinn 19. mars 2024 07:00
Andrea Rán spilar á Íslandi í sumar Það stefnir í að Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir spili með FH í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Hún spilaði síðast í Mexíkó. Íslenski boltinn 18. mars 2024 23:31