Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Chelsea vill yfir­gefa Stamford Bridge

Chelsea vill fá stærri leikvang og það lítur út fyrir að möguleikinn á því að stækka Stamford Bridge sé ekki í boði. Guardian segir frá því að forráðamenn félagsins séu búnir að finna stað fyrir mögulegan nýjan leikvang.

Enski boltinn
Fréttamynd

Guð­mundur í eins leiks bann en Böðvar sleppur

Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið dæmdur í eins leiks bann vegna höggs sem hann veitti Böðvari Böðvarssyni, leikmanni FH, í leik liðanna á dögunum. Böðvar hafði sett olnbogann í Guðmund skömmu áður en hann fær ekki bann vegna málsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Nýr þjálfari, sama gamla sagan“

Írar voru vonsviknir eftir 2-0 tap á heimavelli fyrir Grikkjum í Þjóðadeild karla í fótbolta í gærkvöld. Írska pressan virðist lítinn mun sjá á liðinu undir stjórn Heimis Hallgrímssonar.

Fótbolti
Fréttamynd

Frá Akur­eyri í Meistara­deild Asíu

Lidja Kulis og Lara Ivanusa hafa yfirgefið Þór/KA og samið við Abu Dhabi Country Club sem spilar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Liðið mun spila í riðlakeppni Meistaradeildar Asíu á komandi leiktíð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Aftur töpuðu læri­sveinar Heimis

Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu í fótbolta máttu þola annað tap sitt í röð þegar Írland fékk Grikkland í heimsókn í Þjóðadeild karla. Þá gerðu Holland og Þýskaland 2-2 jafntefli í fjörugum leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Kane sá um bar­áttu­glaða Finna

England lagði Finnland 2-0 í leik liðanna í B-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu í kvöld. Framherjinn Harry Kane var að leika sinn 100. A-landsleik fyrir England og gerði bæði mörkin, hann er því komin með 68 landsliðsmörk.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við náðum aldrei al­menni­legum tökum á leiknum“

Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landslið drengja í knattspyrnu, beið lægri hlut gegn liði Wales í Víkinni í dag. Leikurinn fór 2-1, gestunum í vil, og með sigrinum nær velska liðið að bæta stöðu sína í undanriðlinum. Wales og Danmörk sitja á toppi riðilsins með 14 stig á meðan Ísland er enn með 9 stig en á þó leik til góða.

Fótbolti
Fréttamynd

Nóel Atli með brotið bein í fæti

Nóel Atli Arnórsson, leikmaður Álaborgar í dönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu og yngri landsliða Íslands, er með brotið bein í fæti. Þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolti.net.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta má ekki gerast í svona mikil­vægum leik“

Fyrirliði íslenska U-21 árs landslið drengja, Andri Fannar Baldursson, var niðurlútur í leikslok eftir 2-1 tap á móti Wales. Leikurinn var hluti af undankeppni Evrópumótsins 2025 og situr íslenska liðið í þriðja sæti riðilsins eftir tapið.

Fótbolti
Fréttamynd

Gíraðir í stór­leik dagsins: „Nú er þetta í okkar höndum“

Ís­lenska undir 21 árs lands­liðið í fót­bolta tekur á móti Wa­les í afar mikil­vægum leik í undan­keppni EM 2025 á Víkings­velli í dag. Róbert Orri Þor­kels­son, lands­liðs­maður Ís­lands, segir liðið vera með ör­lögin í sínum höndum og býst við miklum fætingi gegn Wa­les.

Fótbolti
Fréttamynd

Albert mætir fyrir dóm á fimmtu­dag

Aðalmeðferð í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag og föstudag. Albert kemur til landsins og mun gefa skýrslu fyrir dómi.

Innlent
Fréttamynd

Rashford æfir hnefa­leika

Manchester United hefur ekki byrjað tímabilið vel og alveg eins og á síðasta tímabili þá er framherjinn Marcus Rashford í vandræðum inn á vellinum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hetja Tyrkja gegn Ís­landi lifði af mikinn harm­leik

Kerem Akturkoglu, landsliðsmaður Tyrklands, sem reyndist hetja landsliðsins gegn Íslandi í Þjóðadeild Evrópu er sannkallað kraftaverkabarn. Akturkoglu bjargaðist úr rústum byggingar í Izmir eftir öflugan jarðskjálfta þar á svæðinu árið 1999.

Fótbolti