Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Blásarar halda hita í far­þegum en nokkrum klósettum lokað

Búið er að loka nokkrum klósettkjörnum í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli vegna bilunar sem kom upp í kaldavatnslögn. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að samkvæmt upplýsingum frá HS Veitum sé von á því að vatn komist aftur á um hádegisbil.

Innlent
Fréttamynd

Þróunin í ferða­þjónustu á næstunni er „einn helsti á­hættu­þátturinn“

Vísbendingar eru um að jarðhræringarnar á Reykjanesi séu að hafa talsverð neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna í upphafi ársins og „einn helsti áhættuþátturinn“ er hvernig þróunin verður í framhaldinu í atvinnugreininni, að sögn seðlabankastjóra. Ef hagkerfið fer að kólna hraðar en nú er spáð vegna samdráttar í ferðaþjónustu er „alveg klárt“ að það mun flýta fyrir vaxtalækkunum.

Innherji
Fréttamynd

Play í hluta­fjár­aukningu og á aðalmarkað

Forsvarsmenn Play hafa hafið undirbúning á hlutafjáraukningu fyrir félagið. Ráðgert er að sækja allt að þrjá til fjóra milljarða króna í nýtt hlutafé. Þá stefnir félagið á að flytja sig yfir á aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrri helmingi ársins. Gengi félagsins í Kauphöllinni var sextán prósentum lægra en í gær þegar markaðir opnuðu í dag. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gjóskan út á haf og ætti því ekki að trufla flug

Lítið gjóskufall gæti fylgt þeirri atburðarás sem nú er í gangi í eldgosinu á Reykjanesskaga, þar sem nú má sjá merki um samspil kviku og grunnvatns. Dökkan reyk leggur upp af hrauninu. Gjóskunni blæs út á haf og ætti ekki að hafa áhrif á flug.

Innlent
Fréttamynd

Swift ferðast nú bara með einni einka­þotu

Söngkonan Taylor Swift þarf nú að sætta sig við að hafa bara eina einkaþotu til afnota þegar hún ferðast um heiminn. Fjórtánfaldi Grammy-verðlaunahafinn seldi aðra þotu sína um síðustu mánaðamót. 

Lífið
Fréttamynd

Fékk sam­visku­bit eftir mann­skæðasta flug­slys ís­lenskrar flug­sögu

„Svo byrjum við að heyra högg. Púmm, púmm, púmm. Ég fer að hugsa: Það er eitthvað að, segir Oddný Björgólfsdóttir, fyrrum Loftleiðaflugfreyja. Oddný var ein af þeim 79 sem komust lífs af þegar Leifur Eiríksson, DC-8 þota Flugleiða, fórst í aðflugi við Katunayake-flugvöll í Kólombó á Sri Lanka. Oddný var í þrjár vikur á sjúkrahúsi áður en hún flaug heim til Íslands þar sem við tók löng endurhæfing.

Lífið
Fréttamynd

Far­angur­s­kerra fauk á flug­vél Icelandair í hríðinni

Flugvél Icelandair var á leið út á flugbraut þegar farangurskerra fauk utan í hreyfil hennar. Farþegar hafa verið í flugvélinni í rúma fimm tíma og komast ekki út vegna brjálaðs roks. Þá hefur öllum flugferðum Icelandair frá vellinum verið aflýst í kvöld vegna veðurs.

Innlent
Fréttamynd

„Það er mikil­vægur á­fangi að skila hagnaði“

Icelandair hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra, eftir skatta, sem er töluverð breyting frá árinu áður þegar félagið tapaði 800 milljónum. Eldgos og jarðhræringar höfðu mikil áhrif á rekstur félagsins á fjórða ársfjórðungi. Alls ferðuðust þó 4,3 milljónir farþega með þeim í fyrra sem er aukning um 17 prósent frá árinu á undan. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flestum flug­ferðum frestað og enginn á vellinum

Flestum flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli hefur verið frestað í dag. Komur og brottfarir verða ekki fyrr en síðdegis og eða í kvöld og nótt, eftir að óveður sem spáð hefur verið á suðvesturhorninu er gengið yfir. Þá hefur röskun orðið á innanlandsflugi.

Innlent
Fréttamynd

Tengi­far­þegar geta nú sjálfir bókað ferð með stuttri við­dvöl á Ís­landi

Flugfélagið Play býður nú tengifarþegum sínum að bóka sjálfir dvöl á Íslandi án aukakostnaðar þegar þeir fljúga á milli Norður Ameríku og Evrópu. Með nýju viðmóti á vef flugfélagsins geta farþegarnir sjálfir klárað slíka bókun og þar með dvalið á Íslandi í allt að tíu daga áður en þeir halda för sinni áfram yfir Atlantshafið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Funheitar og fágaðar flugkonur

Flugmannastarfið var lengi álitið karlastarf hér á landi eða til ársins 1984 þegar fyrsta konan, Sigríður Einarsdóttir, hóf atvinnuflugmannsferil sinn hjá Flugleiðum. Mikil fjölgun hefur orðið af kvenkyns flugmönnum hér á landi síðastliðin ár og er hlutfall kvenna í stéttinni með því hæsta í heiminum. 

Lífið
Fréttamynd

Telja brotið á mann­réttindum flugfólks

ADHD samtökin telja ljóst að brotið sé með margvíslegum hætti á ýmsum grundvallarréttindum fólks sem starfar við flug á Íslandi með innleiðingu skimana flugáhafna vegna notkunar geðvirkra efna á borð við lyfja við ADHD. Samtökin kalla eftir skýringum frá Samgöngustofu, Isavia, íslensku flugfélögunum og fleirum.

Innlent
Fréttamynd

Rask á flugi í fyrra­málið vegna veðurs

Flugi Play til Frankfurt í fyrramálið hefur verið aflýst vegna óveðurs en gul viðvörun tekur gildi í nótt. Þá hefur bæði brottförum til Evrópu og komum frá Bandaríkjunum verið seinkað.

Innlent
Fréttamynd

Framhjól Boeing 757 féll af flug­vélinni

Framhjól á Boeing 757 farþegaþotu í eigu bandaríska flugfélagsins Delta féll af þotunni á alþjóðaflugvellinum í Atlanta í Bandaríkjunum á laugardag skömmu fyrir ætlað flugtak.

Erlent