Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Naum töp hjá Viktori Gísla og Gísla Þorgeiri

Fimm leikir fóru fram í Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld. Gísli Þorgeir Kristjánsson átti stórleik í liði Magdeburg sem varð samt að sætta sig við tap. Þá töpuðu Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í Nantes naumlega fyrir Celje Pivovarna Laško á heimavelli. 

Handbolti
Fréttamynd

Á­nægður að við gefum ekkert eftir

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var nokkuð sáttur með leik sinna manna í kvöld gegn Haukum að Ásvöllum. Leikurinn endaði með jafntefli 33-33, eftir að heimamenn höfðu leitt leikinn megnið af leiktímanum.

Handbolti
Fréttamynd

Fínn leikur Ágústs Elís dugði ekki

Ágúst Elí Björgvinsson átti fínan leik í marki Ribe-Esbjerg þegar liðið tapaði með minnsta mun gegn Bjerringbro-Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Hvorki Elvar Ásgeirsson né Arnar Birkir Hálfdánsson léku með Ribe-Esbjerg.

Handbolti
Fréttamynd

Óðinn markahæstur í tapi Kadetten

Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæsti maður Kadetten Schaffhausen með átta mörk er liðið heimsótti Montpellier í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Það dugði þó ekki til því liðið mátti þola fjögrra marka tap, 40-36.

Handbolti
Fréttamynd

Selfoss fyrsta liðið í undanúrslit

Selfoss var í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Powerade-bikars kvenna í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn HK í Set-höllinni á Selfossi í kvöld, 36-27.

Handbolti
Fréttamynd

Lærisveinar Gumma Gumm með tvo sigra í röð eftir HM

Íslendingalið Fredericia, undir stjórn landsliðsþjálfarans Guðmundar Þórðar Guðmundssonar, vann öruggan fimm marka sigur er liðið heimsótti SønderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur 22-27 og Fredericia hefur nú unnið báða deildarleiki sína eftir jóla- og HM-pásuna löngu.

Handbolti